Fréttablaðið - 18.02.2002, Page 15
MÁNUDAGUR 18. febrúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Deildabikarinn:
Byrjar með látum
Knattspyrna Keppni í efri deild
deildarbikars karla hófst með
látum um helgina. íslandsmeist-
arar Skagamanna unnu bikar-
meistara Fylkis 2-0 í opnunar-
leik mótsins á föstudagskvöld.
Skagamenn höfðu nokkra yfir-
burði í leiknum þrátt fyrir að
Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði
þeirra, væri rekinn af velli eftir
aðeins 47 sekúndur.
Alls voru leiknir átta leikir
um helgina. FH-ingar unnu Vík-
inga 3-0. KR-ingar, sem hömp-
uðu deildarbikarnum í fyrra,
lögðu Þórsara að velli 1-0. Grind-
víkingar höfðu betur gegn Dal-
víkingum 2-1-á laugardag. Dag-
inn eftir léku Dalvíkingar við
Þrótt og gerðu þá 2-2 jafntefli.
Eyjamenn léku einnig tvo leiki
um helgina. Á laugardag gerðu
þeir 1-1 jafnteflí við Keflvík-
inga. Daginn eftir töpuðu þeir 3-
1 fyrir KA. Lokaleikur helgar-
innar var viðureign Valsara og
Framara. Henni lauk með 2-1
sigri þeirrá bláklæudu. ■
HEFJA BIKARVÖRNINA Á SIGRI
Ðeildabikarmeistarar KR lögðu
Þórsara I fyrsta leik liðanna í
deildarbikarnum í ár.
Úrslit í bikarnum:
Chelsea og Totten-
ham örugg áfram
KNATTSPYRNA EÍðUl’ Smál’i
Guðjohnsen skoraði fyrsta mark
Chelsea gegn Preston og lagði upp
annað mark liðsins í viðureign lið-
anna í ensku bikarkeppninni í
gærkvöldi. Chelsea vann leikinn
3-1 og tryggði sér þar með sæti í 8
liða úrslitunum. Það var Jimmy
Floyd Hasselbaink sem skoraði
annað mark Chelsea eftir mynd-
arlegt samspil við Eið. Haissel-
bank hafði áður lagt upp mark
Eiðs Smára. Chelsea innsiglaði
sigur sinn á lokamínutu leiksins
með marki frá Mikael Forsell.
Þórði Guðjónssyni var skipt
inn á í lið Preston í síðari hálfleik.
Önnur úrslit í bikarkeppninni
urðu þau að Everton og Crewe
gerðu óvænt markalaust jafntefli
á heimavelli Everton. Liðin verða
því að mætast aftur en næst á
heimavelli Crewe. Tottenham
vann svo Tranmere 4-0 á heima-
velli. Gustavo Poyet skoraði tvö
mörk og bættu Christian Ziege og
Teddy Sheringham einu marki
hvor við. Arsenal vann Gillinga-
ham 5-2. H
EIÐUR SMÁRI
GUÐJOHNSEN
Fór af velli í seinni hálfleik
eftir að hafa skorað eitt og
lagt upp annað.
Hneyksli í listhlaupi á
skautum á OL í Utah:
Dómarinn
svindlaði -
tvö pör fá
gullið
ólyivipíuleikar Dómarahneyksli skók
keppni í listhlaupi á skautum á Vetr-
arólympíuleikunum. Stjórnendur
leikanna ákváðu að veita kanadísku
pari gull, en ekki silfur eins og gert
var í upphafi. Talið er að dómari í
keppninni hafi haft rangt við.
Vegna þessa fá
bæði kanadíska
parið Jamie Sale
og David Pelletier
og hin rússnesku
Jelena Berezhna-
ya og Anton Sik-
harulidze, gull-
verðlaun fyrir
parakeppnina.
Rússunum urðu á
mistök í lokaum-
ferðinni á mánu-
dag en dans kana-
daíska parsins var
óaðfinnanlegur.
var það niðurstaða
dómara keppninnar að Rússunum
bæri gulíið. Atkvæði aústur-evr-
ópskra dómara réðu úfslitum ásamt
atkvæði franska dómarans.
Ákvörðun.dómáranna þótti strax
hneyksli enda ollum áhorfendum
Ijóst að Rússunum höfðu orðið á
greinileg mistök í dansinum. í gær
greindu forsvarsmenn keppninnar
frá því að ákveðið hefði verið að bæði
pör ættu að fá gullið og jafnframt að
frönskum dómara í keppninni yrði
vikið frá störfum.
LANGÞRÁÐU
GULLI FAGNAÐ
Kanadamennirnir
Jamie Sale og Dav-
id Pelletier fögnuðu
með þjálfaranum
sínum Jan Ullmark,
eftir að í Ijós kom
að þau fengju gull-
verðlaun eftir allt.
Engu að síður
Ottavio Cinquanta forseti Alþjóða
skautasambandsins sagði að sam-
bandið teldi sig geta fært sönnur á
misferli hinnar frönsku Marie-Reine
Le Gougne, sem dæmdi keppnina
ásamt hópi annarra. Hann sagði að sá
grunur byggðist á skriflegri yfirlýs-
ingu hennar sjálfrar en gaf ekki nán-
ari upplýsingar um málavöxtu. ■
Útsala
Flísar
Flísar, innréttingar,
nuddbaðkör o.fl.
á 15-50% afslætti
Mætið og gerið
góð kaup.
Mílanó-Flísaverslun
Ármúla 17a - Sími: 511 1660
Niður á milli Brúnás og Glóey
Vignir Grétar Stefánsson:
Vann til silf-
urverðlauna
KEPPT TIL SIGURS
Árangur Vignis lofar
góðu um framhaldið
og heldur hann
áfram fullum æfing-
og stefnir hann á
að keppa í enda
mars á nýjan leik á
opnu háskólamóti.
júdó Vignir Grétar Stefánsson,
júdómaður úr Ármanni, keppti í
júdó á Atlanta Open júdómótinu
um helgina en sú keppni er haldin
árlega. Að þessu sinni voru mætt-
ir til leiks keppendur frá sex þjóð-
löndum. Að auki voru keppendur
frá helstu háskólaliðunum víðs-
vegar að úr Bandaríkjunum og
sterkustu júdóklúbbunum. Vignir
fékk silfur í sínum þyngdaflokki
eftir mikla baráttu um gullið við
Brasilíumannihn Perrone, Tulio,
Þeir glímdu f 5 mínútur og tapaði
Vignir á í’efsistígi sem hann fékk í
enda glímunnar. ■
Gott
veganesti
Fátt er eins mikilvægt fyrir likamlegan og andlegan
þroska barnsins og holl næring fyrstu æviárin. Hollur
og næringarríkur matur er því eitt besta veganestið sem
við getum gefið börnunum okkar. Þetta hafa
framleiðendur Gerber barnamatar alltaf vitað og nota
því eingöngu bestu og hreinustu hráefni sem völ er á.
í Gerber barnamat er hvorki bætt ónáttúrulegum litar-
og bragðefnum né rotvarnarefnum. Þannig hefur Gerber
framleitt bamamat í meira en 70 ár og mun alltaf gera.