Fréttablaðið - 18.02.2002, Side 12

Fréttablaðið - 18.02.2002, Side 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 18. febrúar 2002 MÁNUDAGUR Breskur karlmaður: Fékk nýra frá eiginkonu sinni heilsa Breskur maður fékk nýver- ið grætt í sig nýra úr eiginkonu sinni. Maðurinn, sem heitir Gurd Ubhi og býr í Birmingham á Englandi, var að vonum ánægður með nýja nýrað eftir aðgerðina. „Það er engin betri gjöf en sú lífs- gjöf sem hún gaf mér,“ sagði hinn 39 ára gamli Ubhi í viðtali á fréttavef BBC. „Eiginkona mín hefur í raun bjargað tveimur líf- um, því að ég er ekki lengur á lista yfir þá sem þarfnast nýra. Ein- hver annar en ég getur nú fengið nýtt nýra,“ sagði Ubhi. ■ Brauð og kökur: Of létt brauð allt of algeng NEYTENDUR Allt of algengt er að ís- lensk brauð og kökur séu of létt miðað við uppgefna þyngd á um- búðum. Þetta er niðurstaða nýrrar skyndikönnunar neytendasamtak- anna. Myllan mælist með meðal- talsundirvigt í 11 tilvikum af 16 eða í 68,75% tilvika. Breiðholts- bakarí mælist með allt að 10% yf- irvigt í Nettó, hins vegar er 23% undirvigt á kleinum og 1,4% und- irvigt á sandköku frá Breiðholts- bakaríinu. Best komu út soðbrauð frá Brauðgerðinni en þau voru að jafnaði 34% yfir vigt. Innfluttar kökur og kanilsnúðar stóðust próf- anir Neytendasamtakanna, af 36 mælingum voru aðeins fimm und- ir vigt. Það sýnir að mati Neyt- endasamtakanna að hægt er að fara eftir þessum reglum. Könn- unin er gerð í framhaldi skyndi- könnunar í síðasta mánuði sem sýndi sömu niðurstöður. Þá voru niðurstöðurnar framleiðendum í KANNTU BRAUÐ AÐ BAKA? Það er ekki nóg heldur verður brauðið líka að vera nægilega þungt. óhag. Sama er upp á teningnum enda vonuðust þau til að framleið- núna og vekur það Neytendasam- endur hefðu tekið sig á í ljósi nið- tökunum nokkrum vonbrigðum urstöðu fyrri könnunarinnar. . ■ t i Gilding: Áttu hlut í Bravo viðskipti Fjárfestingafélagið Gild- ing, sem fyrir skemmstu rann saman við Búnaðarbankann, fjár- festi á sínum tíma í Bravo bjór- verksmiðjunni sr BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Gilding skipti á hlutabréfum í Bravo fyrir Pharmacobréf nokkru áður en verksmiðjan var seld í Rússlandi sem seld var í byrjun mánaðarins fyrir 41 milljarð króna. Gilding hafði nokkrum mánuð- um áður selt sinn hluta í verksmiðj- unni. Þórður Magn- ússon, stjórnar- formaður Gild- ingar, segir að ekki hafi verið um stóran hlut að ræða. Hann vildi hvorki greina frá kaup- né söluverði. Þórður sagði fjárfestingafélagið vera ánægt með söluna. Fyrir bréfin hefði ver- ið greitt með hlutafé í Pharmaco sem væru að hækka í verði. ■ Úthald stjórnvalda lítið Fyrirspurn frájóni Bjarnasyni, þingmanni Vinstri grænna, um að ríkið haldi áfram að reka úti- bú Matra á Isafirði. Segir hann starfsemi fyrirtækisins hafa farið fram úr björtustu vonum. stjórnmál Jón Bjarnason, þing- maður Vinstri grænna, spurðist fyrir á Alþingi um áframhald starfsemi útibús Matra á ísafirði. Matra er samvinnuverk- efni Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins um ráðgjöf og þróun í matvælaiðnaði. Er því ætlað fyrirtækjum og atvinnurekstri til stuðnings við þróun og einnig í iðn- rannsóknir. „Þetta fór í gang árið 2000 með miklum væntingum. Ákveðið var að fara með starfsemina einnig til ís- arfjarðar og var reiknað með að halda henni úti til að minnsta kosti til tveggja ára. Þetta fór mjög vel í gang,“ sagði Jón. „Fenginn var Þá kom ein- hver smá pen- ingur inn í þetta og var starfsemin lát- in slefa áfram fram yfir ára- mótin." mjög hæfur starfsmaður til starfa sem þekkti vel allar aðstæður. Var það Guðrún Finnbogadóttir. Styrkur var fenginn í byrjun og ... var ætlunin að hann þróað- ist upp í sjálfsöflun. Útibú- ið fékk miklu fleiri verk- efni og meira fjármagn inn á eigin vegum heldur en búist hafði verið við. Þá gerðist það hins vegar að samdráttur eða styrkja- söfnun hjá stofnuninni hér í Reykjavík gekk ekki upp. Var þá ákveðið að segja öll- um starfsmönnum upp á síðast- liðnu hausti. Þá kom einhver smá peningur inn í þetta og var starf- semin látin slefa áfram fram yfir áramótin," sagði Jón. Jón sagði málið vera í mikilli óvissu núna enda hafi útibúinu verið lokað í byrjun febrúar. „Það er ansi hart að þegar farið er í gang með svona starf þá skuli út- haldið vei’a svona lítið. Þetta sýn- ir kannski þol og hug stjórnvalda í raun gagnvart svona verk- efnum. Þegar búið er að missa boltann í gólfið þá er oft erfitt að fá hann aftur á flug og skapa trúnað í kringum það,“ sagði Jón. freyr@frettabladid.is JÓN BJARNASON OG ÍSAFJÖRÐUR Jón er ósáttur við lokun Matra á ísafirði. [

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.