Fréttablaðið - 18.02.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.02.2002, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 18. febrúar 2002 MÁNUDAGUR Jókertölur laugardags 5 0 9 2 8 13.02.02 AÐALTÖLUR 7) U) 16) 21)27)«) BÓNUSTÖLUR 4n\ Alltaf á 3/ miðvikudögum Jókertölur mlðvlkudags 5 7 2 1 7 SPURNINGIN Hvað fer í gegnum hugann þegar menn sjá rauða spjaldið eftir 47 sekúndur? Orðinn svangur Þar sem ég var orðinn frekar svTÍngur þá hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að fá mér eitthvað að borða í hálfleik. Ég held að það hafi verið það fyrsta sem fór í gegn- um hugann þegar ég var kominn inn í stur- tu. Ég hefði viljað spila fleiri mínútur en eina. Þetta var réttlátur dómur og ekkert við honum að segja. Gunnlaugur Jónsson fyrirliði ÍA ÓLYMPÍULEIKAR Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri lauk ekki keppni í risasviginu á vetrarólympíuleikun- um í Salt Lake City í gær. Daniela Ceccarelli frá Ítalíu sigraði. Eyjastúlkur bikarmeistarar: Flugeldar í Eyjum handbolti Eyjastúlkur komu sáu og sigruðu í Laugardalshöll á laugar- dag í úrslitaleik SS-bikarsins. Þær höfðu betur 22-16 í viðureign sinni við Gróttu- KR og héldu aftur til Eyja með bikarinn. „Fyrst og fremst var varnarleikurinn góður auk þess komu stúlkurnar mjög ákveðnar til leiks,“ segir Erlingur Ríkharðsson þjálfari Vestmann- eyjaliðsins Hann segir allt hafa gengið upp og liðið spilað af öryggi og festu. „Þær uppskáru sam- kvæmt því.“ í Vestmanneyjum var mannfjöldi á bryggjunni þegar Herjólfur lagði að með liðið. „Okk- ur var vel fagnað og flugeldum skotið upp okkur til heiðurs." Við komust aldrei í takt við leik- inn og gerðum klaufaleg mistök sem kostuðu okkur mikið. Einkum vorum stelpurnar klaufalegar í hraðupphlaupum sem hefðu átt að gefa mark en kostuðu þess í stað mark á okkursegir Gunnar Gunn- arsson þjálfari Gróttu-KR. Hann segir Eyjastúlkurnar hafa spilað vel og af miklu öryggi. „Þær áttu sigurinn fyllilega skilið og voru sterkari en við. Verst þykir mér að hafa ekki getað staðið í þeim áhorf- enda vegna. Það hefði verið gaman fyrir alla ef leikurinn hefði verið jafn og spennandi. En ég óska þeim innilega til hamingju með góðan leik.“ ■ LÁNSAMUR ÞJÁLFARI Það hefur vísast margur maðurinn viljað vera í sporum Erlings Ríkharðssonar þjálfara Eyja- stúlknanna. Þarna er hann umvafinn meyjunum með bikarinn eftirsótta Tilfinningin alltaf jafn ljúf Norskar hetjur slá hvert metið af öðru Viggó Sigurðsson vann sinn sjöunda bikarsigur þegar lið hans sigraði Fram 30-20 í úrslitaleik SS- bikarsins. Framliðið virtist fljótlega missa trúna á sigur og eftir það stöðvaði ekkert Haukana. Kjetil Andre Aamodt sigursælasti alpagreinakappi ólympíusögunnar. Ole Einar Björndalen fyrstur til að vinna þrenn gullverðlaun á sömu leikum í skíðaskotfimi. handbolti „Þetta var yndisleg til- finning og alltaf jafn frábært að vinna bikarinn. Við komum vel undirbúnir til leiks og höfðum gefið okkur góðan tíma til undir- búnings," segir Halldór Ingólfs- son markhæsti maður Haukaliðs- ins. Haukar lögðu Framara í úr- slitaleik SS-bikarsins á laugardag með yfirburðum. í leikhléi var staðan 16-9 en í síðari hálfleik tóku Haukar öll völd og sigruðu 30-20. „Þeir brotnuðu einfaldlega og áttu ekkert svar við okkar leik. Við spiluðum góðan handbolta og það var ekki á leik liðsins að merkja að nein þreyta sæti í mönnum vegna EM-mótsins enda höfðum við vikið henni allri til hliðar." Viggó Sigurðsson þjálfari Haukaliðsins var að vinna sinn sjö- unda bikarsigur. „Tilfinningin er alltaf jafn ljúf. Liðið spilaði mjög vel og það gekk allt upp sem fyrir strákana var lagt. Þeir sýndu það í þessum leik hvers þeir eru megnugir og ég býst við að við höfum komið Frömurunum mjög á óvart. Þeir áttu engin svör við varnarleik okkar og það gekk fullkomlega upp að spila vörnina svona fram- „SJÁÐU HVÁÐ ÉG FÉKK" Einar Örn sýnir Aroni verðlaunapening sinn stoltur á svip. Jón Karl Björnsson fylgist með af aðdáun. arlega." Viggó segir strákana hafa verið hungraða í sigur og liðið andlega vel undirbúið. salt lake city.ap. Norðmenn hafa hlotið sjö gullverðlaun á Vetrar- ólympíuleikunum í Salt Lake City, fleiri en nokkur önnur þjóð. Kjetil Andre Aamodt hefur unnið fleiri gullverðlaun í alpagreinum en nokkur annar maður í sögu Ólymp- íuleikanna, alls sjö. Með sigri í risastórsvigi á laugardag vann þessi þrítugí Norðmáður sín önnur igullverðíaun á fjóttpm dögum. Ole Einar Björndalen ý'ann gull í 12,5 kílómetra skíöaskotfimi og hreppti þar með sín þriðju gullverðlaun á leikunum, fleiri en nokkur annar. Aamodt á enn eftir að keppa í stórsvigi og svigi. Komist hann á pall í svigi verður hann fyrsti skíðamaður sögunnar til að hljóta ólympíuverðlaun í öllum fimm alpagreinunum. Aamodt vann gull í alpatvík- eppni á miðvikudag og voru það fyrstu gullverðlaun hans á Ólymp- íuleikum síðan hann vann risastór- svig á leikunum í Albertville 1992. „Þetta er draumi líkast," sagði Aamodt á laugardag. „Ég hef lagt hart að mér alla ævi. Ég elska skíði. Ég elska keppni. Það er SIGURSÆLUSTU ÞJÓÐIR OL 2002 Land gull silfur brons samtals Þýskaland 5 8 5 18 Bandaríkin 3 7 6 16 Austurríki 1 3 8 12 Noregur 7 5 0 12 Rússland 4 4 2 10 SKJÓTUR AÐ SKJÓTA Ole Einar Björndalen stakk keppinauta sína af í 12,5 km skíðaskotfimi, rétt eins og í 30km oglO km keppnunum. leyndardómur minnar velgengni. Það var mikilvægt fyrir mig að vinna tvíkeppnina. Ég var talinn líklegastur fyrirfram og þegar mér tókst að vinna jók það mér sjálfstraust. Það var bara bónus að vinna risastórsvigið," sagði mað- urinn sem á samtals 17 verðlauna- peninga frá Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum. Ole Einar Björndalen, sem er 28 SÁ SIGURSÆLASTI. Kjetil Andre Aamodt, í miðju, ásamt Austurríkismanninum Stephan Eberharter, silfun/erð- launahafa, og Andreas Schifferer, bronsverðlaunahafa í risastórsvigi. ára, hafði örugga forystu frá upp- hafi til enda skíðaskotfiminnar á laugardag og varð fyrstur kepp- anda í þeirri grein til að vinna þrenn gullverðlaun á einum Ólympíuleikum. Hann hafði áður unnið 20 kílómetra og 10 kílómetra gönguna. Á leikunum í Nagano fyr- ir fjórum árum hlaut hann gull í 10 kílómetra skíðaskotfimi og silfur í liðakeppni. „Þetta er ótrúlegt. Ég bjóst aldrei við að vinna þrenn gullverð- laun. Ég skemmti múr stórkost- lega í dag,“ sagði hann eftir sigur- inn á laugardag. ■ VIGGÓ SIGURÐSSON OG ARON KRISTJANSSON .Bikarinn fer vel I höndum þeirra félaga og ánægjan leynir sér ekki. „Ég óska Haukunum til ham- ingju með verðskuldaðan sigur. Á meðan ekkert gekk upp hjá okkur gekk allt upp hjá þeim. Þar skilur á milli,“ segir Heimir Ríkarðsson þjálfari Framara. „Hann segir Haukana hafa komið ákveðna til leiks og sína menn fljótlega misst trúna á sigur. „Því fór sem fór og við því ekki annað að segja en betra liðið sigraði í þessum leik,“ segir Heimir. ■ íþróttir aSyn 18. -24. febrúar mán- Heklusport fim kl. 22.30 þrí Juventus-Deportlvo Melstarakeppnl Evrópu kl. 19.30 Real Madrid - Porto Melstarakeppnl Evrúpu kl. 21,40 mia Barcelona - Roma Melstarakeppnl Evrópu kl. 19.30 Uverpool - Galatasaray Melstarakeppnl Evrópti kl. 21.40 lau Man. Utd. - Aston Villa Enskl bollinnkl. 11.30 sun Sunderiand - Newcastle Enski boltinn kl. 12.45 Tottenham - Biackbum Enskl bollinn kl. 14.55 New York - LA Lakers N8A kl. 17.15 HM 2002 ^ W Fáou meifífí út úii sjónvofípmu ÞÍnu Tnyggðu þ MUnÓLUKIL *' lATrt /1 i/ ^ STRfíX' Upplýslngar Islma 580 2525 Textavarp IÚ 110-113 RÚV 281, 283 og 204

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.