Fréttablaðið - 18.02.2002, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 18. febrúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
Lággj aldaflugfélög:
Fljúgi til Akureyrar eða Egilsstaða
ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA Þrír þing-
menn VG hafa flutt þingsályktun-
artillögu þar sem þeir fara þess á
leit að samgönguráðherra verði
falið að kanna hvort ná megi
samningum við lággjaldaflugfé-
lög um flug til Egilsstaða eða Ak-
ureyrar.
„Ferðaþjónustan hefur keyrt
mjög á að fá meiri dreifingu inn á
landið", segir Árni Steinar Jó-
hannsson, fyrsti flutningsmaður
tillögunnar. „Ferðamálayfirvöld á
Akureyri og Egilsstöðum hafa
lagt mikla vinnu í að fá félög til
að fljúga beint á þessa staði.“
Árni segir að afgreiðsla ætti
að geta verið ódýrari en á Kefla-
víkurflugvelli. Þar vísar hann til
þess að Go hætti við að fljúga
hingað vegna kostnaðar. „Sam-
ÁRNI
STEINAR
JÓHANNSSON
Væri jafn mikil-
vægt fyrir ferða-
þjónustu og
Norræna.
gönguráðuneytið ætti jafnvel að
geta liðkað fyfir svo það verði
mun ódýrara fyrir lággjaldaflug-
félög að fljúga inn á þessa staði.
Þá værum við komin með tugþús-
undir manna inn á landið á öðrum
stöðum en Keflavík sem myndu
dreifa sér um landið."
Árni segir að góðar líkur á að
íbúar höfuðborgarsvæðisins
nýttu sér þjónustu lággjaldaflug-
félaga sem flygju frá Akureyri.
Aðeins sé fjögurra tíma akstur á
milli Reykjavíkur og Akureyrar
þannig að það ætti ekki að stöðva
fólk sem vill spara ferðakostnað-
inn. ■
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Siv stefnt fyrir dóm
kárahnjúkavirkjun Náttúruvernd-
arsamtök íslands og þrír einstak-
lingar, þeir Atli Gíslason hæstarétt-
arlögmaður, Guðmundur Páll
Ólafsson rithöfundur og Ólafur S.
Andrésson lífefnafræðingur
hafa stefnt umhverfisráð-
herra og fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkisins fyrir Hér-
aðsdóm Reykjavíkur. Aðal-
krafa stefnenda er að úr-
skurður umhverfisráðherra
vegna Kárahnjúkavirkjunar
verði felldur úr gildi og ráð-
herra gert að staðfesta úr-
skurð Skipulagsstofnunar.
Til vara er þess krafist að úr-
skurður ráðherra verði ómerktur.
Kærendur telja að úrskurður um-
hverfisráðherar standist hvorki lög
né alþjóðasamninga.
Markmið stefnenda er ekki að-
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR OG KÁRAHNÚKUR
Baráttan gegn Kárahnjúkavirkjun er komin í dómsali.
eins sagt til að vernda íslenska
náttúru heldur einnig til að verja
þau lýðræðislegu réttindi sem al-
menningi er tryggður með lögum,
tilskipunum ESB og alþjóðlegum
skuldbindingum. Héraðsdómur
hefur fallist á flýtimeðferð máls-
ins. Það verður þingfest á morgun,
þriðjudag. Lögmaður stefnenda er
Atli Gíslason. ■
Íornám
fyrir nám í forritun
og kerfisfræði
í haust byrjar NTV meö nám í forritun og kerfis-
fræði sem líkur með tveim alþjóðlegum prófgráðum:
♦ Sun Certified Java Programmer
♦ Certified Delphi Programmer
Inntökuskilyrði fyrir þetta nám er stúdentspróf
eða hliðstaeð menntun eða hafa lokið fornámi.
Kenndar verða eftirtaldar námsgreinar:
♦ Stærðfræði
♦ Stýrikerfi
♦ HTML forritun
♦ Pascal forritun
Næstu námskeið hefjast 7. mars.
Upplýsingar og innritun í símum
55S 4980, 544 4500 og á www.ntu.is
Nýi tölvu- &
viðskiptaskólinn
Hólshrauni E - ESO Hafnarfiröi - Símls SSS 49BO
HlíðosmQPQ S - EO Köpavogi * Simi: 544 4500
Eyravegi 37 - SOO Selfossl - Síml: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Voffang: www.ntv.is
Lækkaðu fargjöldin...
Rauða kortið er ný sparnaðarleið í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Rauða kortið er afsláttarkort sem gerir þér kleift að ferðast að vild með
Strætó í 90 daga. Allir í fjölskyldunni geta notað sama kortið og kostar
stakt fargjald aðeins 55 krónur í stað 200 króna*. Fáðu þér Rauða kortið
og þér eru allar leiðir færar.
*miðaö viö tvær ferðir á dag f 90 daga.