Fréttablaðið - 18.02.2002, Blaðsíða 18
HVAÐA BÓK ERTU AÐ
LESA?
18
FRÉTTABLAÐIÐ
18. febrúar 2002 MÁNUDACUR
Listaklúbburinn:
Suðræn og
sjóðheit sveifla
Aldrei of gama I
fyrir ævintýri
Ég er nýbúin að lesa þríleikinn eftir Tolkien.
Ég las þær fyrst sem unglingur og ákvað að
lesa þær aftur eftir að ég fór á myndina.
Maður er aldrei of gamall fyrir ævintýri,
Núna er ég að lesa bókina Upp til Sigur-
hæða eftir Ingibjörgu Hjartardóttur sem var
gefin út fyrir jólin. Annars er á náttborðinu
hjá mér stafli af ólesnum bókum; fræði-
bækur, sagnfræðibækur og skáldsögur.
Adda Steina Björnsdóttir, rithöfundur.
dans Carlos Sánchez frá Perú og Al-
berto Sánchez Castellón frá Kúbu
sýna dans og koma blóði gesta á
hreyfingu í sjóðheitri sveiflu í
kvöld í Listaklúbb Leikhúskjallar-
ans. Þeir hafa báðir stundað dans
frá unga aldri. Carlos Sánchez var
12 ára gamall, ásamt systur sinni,
fulltrúi lands síns í alþjóðlegri
danskeppni í Argentínu og hrepptu
systkinin fyrsta sætið. Eftir það
sáu systkinin í mörg ár um sjón-
varpsþátt í heimalandi sínu ásamt
því að kenna salsa og Suður-Amer-
íska dansa víða um landið. Carlos
hefur verið búsettur á íslandi síð-
an árið 1993 og er aðalkennari í
salsa í Kramhúsinu.
Alberto Sánchez Castellón, sem
einnig kennir danslist í Kramhús-
inu, stundaði nám við Listaskóla
ríkisins á Kúbu og kenndi síðan
kúbverskum börnum að dansa
salsa, rúmbu, tsjatsjatsja og
konga. í nokkur ár starfaði Alberto
með frægu götuleikhúsi í Habana,
„La gigantería" (Risunum) þar
sem hann lék listir sínar á stultum.
tmrnssmrnwímismæsiímismsístisesísmsís
ALBERTO OC CARLOS
Aðstandendur kvöldsins lofa sjóðheitri sveiflu í kvöld og mæla með því að fólk hafi dans-
skóna meðferðis.
í kvöld mun Alberto taka á móti
klúbbgestum fyrir utan Þjóðleik-
húsið á stultum.
Dagskráin hefst kl. 20.30 en
húsið er opnað kl. 19.30. Að-
gangseyrir er 1.000 krónur og
eru allir velkomnir meðan hús-
rúm leyfir. ■
METSÖLULISTI
MEST SELDU REYFARARNIR Á
AMAZON.COM
John Grisham
THE SUMMONS
WM Joyce Reardon (ritstjóri)
THE DIARY OF ELLEN
RIMBAUER: MY LIFE AT
ROSE RED
Nelson Demille
UP COUNTRY
fl Brad Meltzer
THE MILLIONAIRES
0 Carl Hiaasen
BASKET CASE
John Grisham
W A PAINTED HOUSE
wm James Patterson
2ND CHANCE
John T. Lescroart
THE OATH
0 W. E. B. Griffin
UNDER FIRE
ffh Kenn Follett
JACKDAWS
MÁNUDACURINN
1S. FEBRUAR
FYRIRLESTUR__________________________
12.05 ( Norræna húsinu verður fjallað
um fordóma gegn femínisma.
Femínismi hefur haft mikil hug-
myndafræðileg áhrif í hug- og fé-
lagsvísindum undanfarna áratugi
svo ekki sé minnst á mátt hans í
baráttu kvennahreyfinga fyrir
mannréttindum og þjóðfélagsleg-
um breytingum.
12.30 Ragna Sigurðardóttir, myndlistar-
maður og rithöfundur, flytur fyrir-
lesturinn Orð og myndir í LHI (
Laugarnesi, stofu 024. Þar fjallar
hún um notkun tungumálsins
innan myndlistarinnar frá upphafi
til okkar daga.
17.00 Vernd og nýting náttúrunnar í ís-
ienskri stjórnsýslu nefnist meist-
araprófsfyrirlestur í umhverfis-
fræðum sem Óli Halldórsson
heldur í stofu 102 í Lögbergi. Að-
gangur er ókeypis og öllum op-
inn. Umhverfisstofnun og heim-
spekiskor Heimspekideildar boða
til fyrirlestrarins en Óli er nemandi
I Heimspekideild og vann verk-
efnið innan heimspekiskorar und-
ir leiðsögn Róberts Haraldssonar.
SKOÐANAKÖNNUN
Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Skoðanakönnun um val á frambjóðendum Framsóknarflokksins
til setu á framboðslista Reykjavíkurlistans fer fram á skrifstofu
Framsóknarflokksins, Hverfisgötu 33 í Reykjavík laugardaginn
23. febrúar 2002 frá kl. 10.00 til 16.00. Þeir sem ekki eiga þess
kost að neyta kosningaréttar síns þann dag geta kosið utan
kjörfundar á sama stað (kjörstað) frá kl. 14.00 - 16.00 á tímabil-
inu 18. - 22. febrúar næstkomandi.
Kosið er um fjögur sæti og hafa eftirtaldir
einstaklingar gefið kost á sér:
Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi.
Anna Kristinsdóttir, stjórnmálafræðinemi.
Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og varaborgarfulltrúi.
Marsibil Jóna Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri.
Óskar Bergsson, húsasmíðameistari og varaborgarfulltrúi.
Þorlákur Björnsson, formaður Kjördæmissambands framsókn-
armanna í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Rétt til þátttöku í skoðanakönnuninni eiga þeir sem seturétt
eiga á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Reykjavík með at-
kvæðisrétti, þ.e. kjörnir fulltrúar aðildarfélaganna fjögurra í kjör-
dæmunum og þeir fulltrúar sem sjálfkjörnir eru.
Kjósendur skulu velja fjóra frambjóðendur, hvorki fleiri né færrri,
og merkja með tölustöfum við nöfn þeirra og ( þeirri röð sem
þeir vilja að frambjóðendur taki sæti á framboðslista Reykjavík-
urlistans, þ.e. 1 við þann sem kjósandi vill að skipi efsta sæti
sem í hlut Framsóknarflokksins kemur á listanum, 2 við þann
sem kjósandi vill í annað sæti flokksins, 3 við þann sem skipa á
þriðja sætið og 4 við þann sem skipa á fjórða sætið.
Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í fyrsta sæti telst kjörinn
í það sæti. Sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær í fyrsta og
annað sæti samanlagt hlýtur annað sæti. Sá frambjóðandi sem
flest atkvæði fær í fyrsta, annað og þriðja sæti samanlagt hlýtur
þriðja sæti. Sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær í fyrsta,
annað, þriðja og fjórða sæti samanlagt hlýtur fjórða sæti.
Niðurstaða skoðanakönnunarinnar er bindandi fyrir fjögur efstu
sætin.
Reykjavík, 14. febrúar2002.
Kjörnefnd skoðanakönnunar um val á frambjóðendum
Framsóknarflokksins til setu á framboðslista Reykjavíkurlistans.
Frumflutningur, sper
augnablik í sköpun
Fimm íslensk tónverk
verða frumflutt í Lista-
safni Islands í kvöld.
Tónleikarnir eru liðir í
Myrkum músíkdögum.
tónlist „Það er mjög mikilvæg til-
finning að frumflytja tónlistarverk.
Frá sjónarmiði þroska sálarinnar
erum við eiginlega meira eins og
ljósmæður. Við hjálpum þessum
verkum að fæðast og leggjum okkur d
öil fram við það,“ segir Guðrún S. |
Birgisdóttir, flautuleikari, um “
flaututónleikana sem haldnir verða í §
kvöld í Listasafni íslands klukkan 20 g
á vegum Myrkra músíkdaga. Ásamt |
Guðrúnu leika þeir Martial Nar- |
deau, flautuleikari og Snorri Sigfús e
Birgisson á píanó. Frumflutt verk
eftir Eirík Árna Sigtryggsson, Finn
Torfa Stefánsson, Mist Þorkelsdótt-
ur og Þorkel Sigurbjörnsson. Guð-
rún segir verkin sem flutt verða
skemmtilega ólík. „Höfundarnir eru
staddir á misjöfnu æviskeiði og hafa
misjafnt sjónarhorn á tilverunni
sem endurspeglast í tónlistinni."
Verkin sem frumflutt verða í
kvöld eru fimm talsins: Dropaspil
fyrir flautudúó eftir Þorkel, Þættir
‘01 fyrir flautu og píanó eftir Finn
Torfa, Afagull fyrir flautudúó eftir
Mist og Ice & Fire og Aldarsól eftir
Eirík Árna. „Nöfn eru nokkuð
blekkjandi og segja kannski ekki allt
hvað maður er að hugsa þegar tón-
listin er sett saman. Ég er oft með
hugmyndir í huganum þegar ég
sem, einhverja sögu, einhvern at-
burð og jafnvel eitthvað sem gerist í
náttúrunni og lífinu. Hvað síðan
kemst til skila er erfiðara að segja
til um þ.e. hvernig fólk skynjar og
heyrir tónlistina," segir Eiríkur
Árni, tónskáld, sem staddur var á
æfingu í Listsafninu þegar blaða-
maður átti leið um. Ekki fór fram
hjá nærstöddum hversu djúp áhrif
það hafði á höfundinn að heyra tón-
list sína spilaða og hafði blaðamaður
orð á því. „Þetta er mest spennandi
augnablikið í sköpuninni. Fyrst eru
þetta bara punktar á pappír en þeg-
ar það er komið í gegnum hljóðfær-
ið verður það fyrst músík. Það er
ólýsanleg tilfinning.“
Auk þess að vera tónlistarhöf-
undur er Eiríkur listmálari. Að-
spurður hvort auðvelt væri að að-
skilja þessi tvö listform segir Eirík-
ur þau oft fléttast saman. „Ég mála
stundum myndir í huganum þegar
ég sit við tónsmíðar. Stundum er
erfitt að vera svona tvískiptur en að
mörgu leyti gott líka. Þetta getur
virkar hvað með öðru.“
FELAG JÁRNIÐNAÐARMANNA
AÐALFUNDUR FÉLAGS
JÁRNIÐNAÐARMANNA
Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna verður haldinn laug-
ardagsmorguninn 23. febrúar á Grand Hótel í Reykjavík. 4.
hæð
Afhending gagna og kaffisopi frá kl. 09:30
Fundurinn hefst kl. 10:00
DAGSKRÁ:
1 .Venjuleg aðalfundarstörf
2.Önnur mál
Boðið er til hádegisverðar að loknum fundi.
Félagsmenn utan af landi fá endurgreiddan hluta ferða-
kostnaðar.
Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félags-
menn miðvikudaginn 20. og fimmtudaginn 21. febrúar frá
kl. 12:00-17:00
MÆTIÐ STUNDVÍSLEGA.
STJÓRNIN
TÓNLIST___________________________
20.00 Flaututónleikar verða í kvöld í
Listasafni fslands klukkan 20 á
vegum Myrkra músíkdaga. Fram
koma: Guðrún S. Birgisdóttir,
flautuleikari, Martial Nardeau,
flautuleikari og Snorri Sigfús
Birgisson á píanó. Frumflutt
verða verk eftir Eirík Árna Sig-
tryggsson, Finn Torfa Stefáns-
son, Mist Þorkelsdóttur og Þor-
kel Sigurbjörnsson.
LEIKHÚS___________________________
20.00 Camansöngleikur Verslunar-
skólans, Slappaðu af eftir Felix
Bergsson, verður fluttur á Stóra
sviði Borgarleikhússins.
KVIKMYNDIR________________________
22.20 Filmundur sýnir myndina Diva frá
árinu 1981, eftir franska leikstjór-
ann Jean-Jacques Beineix. í Divu
segir frá mótorhjólasendli nokkrum
sem er mikill óperuaðdáandi.
Hann þráir að eignast upptöku
með uppáhaldssöngkonunni sinni.
Myndin er sýnd í Háskólabíói.
SÝNINCAR__________________________
Sýningin Breiðholtið frá hugmynd til
veruleika stendur yfir í Listasafni
Reykjavík - Hafnarhúsi. Þar eru sýndar
teikningar og skissur þeirra sem skipu-
lögðu Breiðholtshverfin þrjú ásamt Ijós-
myndum af hverfinu óbyggðu og byg-
gðu. Þá eru á sýningunni, í samtarfi við
RÚV, ýmis konar myndefni sem tengist
Breiðholtinu ásamt t tvarpsupptökum
með efni frá uppbyggingartíma hverfis-
ins. Sýningin stendur til 5. maí.
i