Fréttablaðið - 18.02.2002, Page 8

Fréttablaðið - 18.02.2002, Page 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ i 18. febrúar 2002 MÁNUDAGUR Sandgerði: Tvö innbrot í sama bát innbrot Brotist var inn í bát við Sandgerðishöfn aðfaranótt sunnu- dagsins. Höfðu þjófarnir á brott með sér örvandi lyf úr lyfjakassa sem staðsettur var í skipstjórnar- klefanum. Þetta er í annað sinn sem brotist er inn í sama bátinn en fyrra skiptið var aðfaranótt fimmtudags- ins. Engu var stolið í þeirri innbrot- stilraun. Að sögn lögreglunnar er talið að um sömu aðila sé að ræða þar sem sömu aðferðum var beitt til að kom- ast inn í bátinn. Farið var inn um lúgu að aftanverðu og hengilás á hurð sem leiðir inn í skipið sjálft spenntur upp. Málið er í rannsólöi. ■ Útlendingar smeykir við að sækja réttindin þótt þeir þekki þau: Atvinnuleyfi hjá vinnuveitenda atvinnumál Guðrún Pétursdóttir hjá Alþjóðahúsinu telur lög sem kveða á um að atvinnurekandi hafi atvinnuleyfi fyrir útlendinga bjóða upp á óeðlilegt samband launþega og vinnuveitanda. „Meðan lögin eru þannig er möguleiki að misnota þetta,“ segir hún. Toshiki Toma, prestur innflytjenda telur útlend- inga sem eru nýkomnir til landsins berskjaldaða ef atvinnurekendur ætli sér að hlunnfara þá. „Það er auðvelt fyrir vinnuveitendur að misnota vanþekkingu útlendinga," segir hann. Atvinnurekandi sem hyggst ráða útlending til starfa sækir um atvinnuleyfi, samkvæmt lögum. Áður þarf að liggja fyrir umsögn stéttarfélags. Þegar dvalarleyfi er fengið frá útlendingaeftirlitinu veitir Vinnumálastofnun atvinnu- leyfi. Atvinnuleyfi er veitt eitt ár í senn í fyrstu og er í höndum at- vinnurekanda þann tíma. Eftir þrjú ár getur útlendingurinn sótt sjálfur um ótímabundið atvinnuleyfi. Samningseyðublað frá félags- málaráðuneytinu sem er notað þeg- ar ráðningarsamningar eru gerðir er til á íslensku, ensku og frönsku. Að sögn Heiðu Gestsdóttur hjá Vinnumálastofnun eru eyðublöðin í endurskoðun og verða þýdd á fleiri tungumál. Heiða segist óttast að brögð séu á að útlendingar skilji ekki undir hvað þeir eru að skrifa og þekki ekki réttindi sín. Hún seg- ir undirritunina vera einu trygging- una sem stofnunin hafi fyrir því að starfsmaðurinn hafi skilið samn- inginn. Vinnumálastofnun hafi hel- dur enga tryggingu fyrir því að starfsmaðurinn hafi sitt eintak samningsins í höndum. Hrafnhildur Stefánsdóttir yfir- lögfræðingur hjá Samtökum at- vinnulífsins segir að um erlent vinnuafl gildi í meginatriðum sömu reglur og íslenskt. Segir hún sam- tökin ötul við að miðla upplýsingum til félagsmanna um þær reglur sem gilda. Helgi Ólafsson hjá Alþýðusam- ALÞJÓÐAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Með stofnun Alþjóðahússins verður auð- veldara verður fyrir útlendinga að saekja sér upplýsingar um rétt sinn. bandi Vestfjarða telur að vandinn liggi oft í mismunandi menningu. „Margt af þessu fólki kemur úr öðruvísi umhverfi, þar sem réttindi fólks eru miklu minni í samfélag- inu. Svo eru menn hræddir um að atvinnuleyfi þeirra verði ekki end- urnýjað ef þeir eru eitthvað að bretta sig.“ ■ STELPUR HÁÐARI SMS EN STRÁKAR Norskir unglingar eru, líkt og íslenskir, hrifnir af Sft/IS. SMS skilaboð Auðvelda strákum að tjá sig noregur Ný norsk rannsókn sýnir fram á að ungir strákar nota SMS- skilaboð í farsímum til að daðra og þau auðvelda þeim að tjá sig. Helmingur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni sögðust hafa daðrað með SMS og einn af hverjum þremur segir að þau auðveldi samskipti. „Það er auðveldara að tjá tilfinningar sínar þegar maður stendur ekki augliti til auglitis við fólk,“ segir Berit Skog. Niðurstöð- urnar koma fram í rannsókn á norskum unglingum sem greint er frá í norska dagblaðinu Dagbla- det. 40% af stelpum og 25% af strákum segja að þau séu háð því að senda SMS-skilaboð daglega. Sms-skilaboð eru stór hluti þess að gera farsímaeign nauðsynlega. Stelpur eru líka háðari því en strákar að senda SMS. Það á sér félagsfræðilegar skýringar, það að halda sambandi við marga vini, sé dæmigert fyrir stelpur. ■ FRÉTTASKÝRING | Stækkun ESB mun gera rekst- ur EES-samningsins erfiðari Tíu ný lönd munu ganga inn í Evrópusambandið árið 2004. Stækkunin kann því að hafa neikvæð áhrif á viðskipti með sjávarafurðir. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnmálaleiðtoga landsins um stöðu Islands gagnvart ESB og EES. DAVÍÐ Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að Is- land sæki um að- ild að ESB. HALLDÓR Utanríkisráðherra vonast enn til að eiga viðræður við ESB um EES- samninginn. ÖSSUR Segir augljóst að ESB hafi engan áhuga á að ræða um endurskoðun á EES. Evrópumál Innganga tíu nýrra ríkja í Evrópusambandið mun hafa áhrif á utanríkisviðskipti íslands, því lang mikilvægustu útflutningsmarkaðir landsins eru í Evrópu. Árið 2000 námu útflutningstekjur vegna við- skipta við lönd innan ESB rúm- lega 100 milljörðum króna. Tekjur vegna viðskipta við þau 13 Evrópulönd, sem standa utan við ESB en hafa sótt um aðild, námu 1,5 milljarði. Á síðasta leiðtogafundi Evr- ópusambandsins í Belgíu var ákveðið að í desember næstkom- andi yrði tekin ákvörðun um að taka tíu ný lönd inn í sambandið árið 2004. Löndin sem um ræðir eru: Eistland, Kýpur, Lettland, Lit- háen Malta, Pólland, Slóvakía, Sló- venía, Tékkland og Ungverjaland. Þau þrjú lönd sem standa eftir eru: Búlgaría, Rúmenía og Tyrkland. Margir telja að gera verði efnis- legar breytingar á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) til að styrkja stöðu Islands á mörkuð- um í Evrópu. í skýrslu utanríkis- ráðuneytisins um áhrif stækkunar ESB á stöðu íslands innan EES seg- ir að almennt sé talið að stækkunin muni hafa frekar jákvæð áhrif fyr- ir ísland og íslenska atvinnustarf- semi. Undantekningin snúi að við- skiptum með sjávarafurðir til þeir- ra nýju landa sem muni koma inn í sambandið. Nú sé í gildi fríverslun- arsamningur við þau sem muni falla úr gildi þegar þau gangi í sam- bandið. Stækkunin muni gera rekstur EES-samningsins mun erf- iðari og EFTA-löndin muni þurfa að leggja meira á sig til að koma sín- um sjónarmiðum á framfæri. EFTA-löndin hafa lagt ríka áher- slu á efnislega uppfærslu EES- samningsins. I byrjun mánaðarins kom bakslag í þá umræðu eftir að Loyola de Palcio, varaforseti fram- kvæmdastjórnar ESB, sagði að engar efnislegar breytingar væru á dagskrá. Tæknilegar breytingar kæmu fyrst til greina eftir stækk- unina. Eftir þessi ummæli varaforset- ans kom fram að mjög skiptar skoð- anir eru á meðal stjórnmálaleiðtoga landsins um viðskiptalega stöðu Is- lands gagnvart ESB og framtíð EES-samningsins. í Fréttablaðinu fyrir viku sagði Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra að enginn hefði neitað að ræða uppfærslu EES samningsins við hann og því héldi hann enn í vonina. Alþingi þyrfti að staðfesta stækkun ESB og slæmt væri ef málið kæmi fyrir þing á meðan framtíð EES væri óljós. Ef Alþingi hafnaði stækkuninni væri það um leið að hafna aðild að EES. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, lýsti yfir áhyggjum vegna um- mæla Palcio og sagði þau sýna að ESB hefði engan áhuga á að ræða um endurskoðun eða endurbætur á EES. Samband- ið hefði því greinilega engan áhuga á að láta samninginn lifa til langframa. Skynsam- legasta lausnin væri að sækja um aðild að Evrópusambandinu ellegar myndu íslendingar síga hægt og bítandi aftur úr öðrum Evrópuþjóð- um hvað varðaði efnahagslega vel- ferð. í ræðu sinni á viðskiptaþingi Verslunarráðs íslands gerði Davíð Oddsson forsætisráðherra lítið úr ummælum Össurar. Hann sagði hann ekki hafa fært áþreifanleg rök fyrir skoðun sinni. „Vill for- maður Samfylkingarinnar að ís- lendingar gangi í ESB, gefi eftir hluta af fullveldi sínu, missi yfir- stjórn á íslenskum sjávarútvegi til að fá tóm til nefndarstarfa um hreinlæti á vinnustað og hafa bæri- leg áhrif á reglugerð um rottueit- ur,“ sagði Davíð. Davíð sagði að vissulega væri í gildi fríverslunarsamningur um út- flutning sjávarafurða við umsókn- arríkin. Utflutningur til þeirra væri hins vegar hverfandi lítill. Árið 2000 var um 42% af gjald- eyristekjum íslands tilkomnar vegna útflutnings sjávarafurða. í skýrslu utanríkisráðuneytisins seg- ir að þrátt fyrir tollfrelsi fyrir sjáv- arafurðir hafi útflutingur á þeim til umsóknarlandanna verið mjög lít- ill. Viðskipti með sjávarafurðir við umsóknarlöndin tíu nam um 542 milljónum króna árið 2000. Norð- HEILDARÚTFLUTNINGUR í MILl ÚTFLUTNINGUR SJÁVARAFURDA í Önnur lönd: 20,65 Japan: 7,8 Bandaríkln: 18,1 *Lönd sem hafa sótt um í ESB: 1,35 *Eistland, Kýpur, Lettland, Litáen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland Önnur lönd: 5,6 Japan: 7 Bandarlkin: 13,1 Önnur Evrópulönd: 1,3 Stórútsala! Prjónagarn 30-45% afsláttur Hannyrðavörur 35% afsláttur ÚtSÖlulok “\L_ OÍRNocj 20. febrúar m® I smiðfvvegi 68 • símí: 564 3389 H C^P) Skólavörubúðin - Arvaf 'l*“— I i ndmí, ieik ojf siarfi Smiðjuvegi 5, Kópavogi G-4RN oc mw smíðjuvegi 68 • sími: 564 3388 Veiðimenning á landsbyggðinni: Ognar borgarbúum noregur Veiði- fiskimannakúltúr úti á landsbyggðinni veldur því að karlmenn úr bænum veigra sér við að flytja út á land. Þetta kem- ur fram í nýrri norskri rannsókn. „Ef „strákaklúbburinn" í bæjun- um byggist á veiðimennsku, sjó- mennsku og útivist getur verið erfitt að passa inn í stemmning- una ef maður er utanaðkomandi," segir landfræðingurinn Nina Gunnerud Berg við Dagsavisen. Berg hefur tekið viðtöl við menn sem hafa búið í Ósló, Bergen og Þrándheimi stóran hluta lífsins en sem hafa af mis- munandi ástæðum flutt út á land. Aðfluttir menn verða líka fyrir fordómum. „Það að hugsa um lítil börn er álitið kvenmannsverk. Það er litið hornauga að taka sér feðraorlof." Það er allt of mikið af fordómum í garð landsbyggðar- innar sagði íbúi í bænum Suldal við blaðmenn þegar niðurstöðurn- ar voru heimfærðar upp á hann. ■ FRÆKNIR FISKIMENN Karlmenn sem búa í borgum eru hræddir við „strákamenninguna" I kringum veiði- mennsku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.