Fréttablaðið - 20.02.2002, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 20. febrúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
Listhús E-541:
Sýnaí
Volkswagen-
rúgbrauð
mynplist Listhús E-541 hefur gengið
til samstarfs við Listaháskóla Is-
lands en hópur myndlistarnema
mun á næstu vikum sýna þar
rýmistengd verk sem sérstaklega
eru unnin með listhúsið í huga.
Listhúsið er bifreið af gerðinni
Volkswagen „rúgbrauð“ og meðan
á sýningum þessum stendur verður
það eitthvað á ferðinni. Væntan-
lega verður þó þægilegast að skoða
sýningarnar á bílastæði fyrir utan
Borgarleikhúsið eða Grenimel 7.
Þau sem sýna eru (í þessari
röð): Elín GuðmundardóUir, Sigur-
veig Árnadóttir, Iðunn Árnadóttir,
Sólveig Einarsdóttir og Lóa H.
Hjálmtýsdóttir, íris Eggertsdóttir,
Helga Árnadóttir, Bergur E. Sig-
urðarson og Jóhanna B. Bene-
ÓVENJULEGT LISTHÚS
Listhúsið er bifreið af gerðinni
Volkswagen-rúgbrauð.
diktsdóttir. Hver sýning stendur í
tvo til þrjá daga og stendur til 15.
mars. ■
s »8 ' í
Tónlistarhátíðin Elíasardagar:
Semur tónverk fyrir börn
ELÍAS DAVfÐSSON
tónleikar Elíasardagar er yf-
irskrift tónlistarhátíðar sem
Tónlistarskóli Sigursveins
stendur fyrir næstu fjóra
dagana. Á hátíðinni munu
nemendur flytja einleiks- og
kammerverk eftir Elías
Davíðsson, tónskáld. Elías,
sem borinn er og barns-
fæddur í Palestínu, settist að
á íslandi árið 1962. Hann
fékkst við að semja nú-
tímatónlist á árunum 1960-
1975 þangað til hann ákvað
að leggja þær tónsmíðar á
hilluna. Næstu 22 árin vann
hann sem tölvunarfræðing-
ur. Ákvað hann að venda kvæði
sínu í kross og snúa sér að tónlist-
arkennslu barna. „Áður en það
gat orðið þurfti ég að setjast aftur
við píanónám og klára það sem
upp á vantaði til að fá kennara-
Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld ( Árseli, fé-
lagsmiðstöð Árbæjar og hefjast þeir kl. 18.
réttindi. Það var árið 1986 og ég
orðin 45 ára gamall. Við píanó-
kennsluna uppgötvaði ég hvað lít-
ið var til af góðri tónlist fyr-
ir börn á fyrstu námsstig-
um.“
Elías tók upp á því að
byrja að semja lög fyrir
nemendur sína. Fljótlega
fóru samkennarar hans að
óska eftir ljósritum af lög-
unum. „Það má segja að þá
hafi boltinn farið að rúlla.
Tónverkamiðstöðin gaf út
fyrstu tvö verkin mín og
fljótlega eftir það fóru
kennarar að biðja mig um að
semja fyrir fleiri hljóðfæri
en píanó.“ Elías hefur
ílengst í tónsmíðunum og er
í dag talinn eitt þekktasta tón-
skáld Evrópu sem sérhæfir sig í
tónsmíðum fyrir börn. Gefnar
hafa verið út rúmlega tuttugu
bækur með kennsluverkum hans
sem notuð eru víða um Evrópu. ■
Útsala
Flísar
Flísar, Innréttingar,
Nuddbaðkör o.f.l.
á 15-50% afslætti
Mætið og gerið
góð kaup.
Mílanó-Flísaverslun
Ármúla 17a - Sími: 511 1660
Niður á milli Brúnás og Glóey
ifi@a
Gildir frá 18. til 25.
Tii'boð miðastÆ
aðþaðsésott' j
533 2200
ART-AD.