Fréttablaðið - 28.05.2002, Page 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KIÖRKASSINN
EKKI A ÞINC
Netverjar eru síður á
því að borgarstjórinn
fari á þing að ári.
Hefurðu trú á að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir taki þátt í
þingkosningunum að ári?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Spurning dagsins í dag:
Er líklegt að brjótist út kjarnorkustríð
milli Indlands og Pakistan?
Farðu inn á vísi.is og segðu I
þina skoðun
____________
SJÁLFSMORÐSÁRÁS
Palestínumaður sprengdi sig í loft upp í
sjálfsmorðsárás í bænum Petach Tikvah,
nálægt Tel Aviv í gær.
Sj álfsmorðsárás:
Kona og
2 ára barn
létust
ísrael Tveir ísraelar létust þegar
Palestínumaður sprengdi sig í loft
upp í bænum Petach Tikvah, ná-
lægt Tel Aviv í gær. Auk Palest-
ínumannsins lést tveggja ára
stúlka og kona. Tuttugu manns
særðust, þar af þrjú bðrn.
Palestínumaðurinn sprengdi
sig í loft upp í verslunarmiðstöð í
bænum. Talið er að hann hafi ver-
ið að hefna áhlaups ísraelska
hersins inn í Jerúsalem í gær. Þá
setti herinn á útgöngubann og af-
tengdi stóra sprengju. Herinn
réðist einnig inn í Jerúsalem á
sunnudaginn.
Shaul Mofaz, yfirmaður ísra-
elska herráðsins, sagði að herinn
myndi halda áfram að þrengja að
Palestínumönnum ef sjálfs-
morðsárásir þeirra stöðvuðu
ekki. ■
| STJÓRNMÁL [
Utlit er fyrir að Samfylking og
Framsóknarflokkur haldi
áfram meirihlutasamstarfi á
Akranesi. Flokkarnir vinna nú að
útfærslu málefnasáttmála. Frek-
ar eru líkur á að Gísli Gíslason,
bæjarstjóri, haldi áfram störfum
en að nýr bæjarstjóri verði ráð-
inn.
..♦—
Fimmtungur kjósenda Sam-
fylkingarinnar á Akureyri
strikuðu yfir nafn Oktavíu Jó-
hannesdóttur, oddvita flokksins.
230 af u.þ.b. 1.200 kjósendum
flokksins strikuðu yfir nafn
hennar að sögn RÚV. 60 breyttu
röð listans og færðu Oktavíu neð-
ar á lista.
—--$--
Framsóknarmenn og Sjálfstæð-
ismenn héldu áfram viðræð-
um um myndun meirihluta í bæj-
arstjórn Akureyrar í gær. Viö-
ræðurnar eru sagðar í góðum
gangi og aðeins talið tímaspurs-
mál hvenær gengið verði frá mál-
efnasamningi.
2
28. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Flugmálastjóm neitar brotum á loftferðalögum:
Kæra vegna útgáfu
skírteina sögð rugl
lögreglumÁl Heimir Már Péturs-
son, upplýsingafulltrúi Flugmála-
stjórnar, segir kæru sem lögð hef-
ur verið fram hjá lögreglunni í
Reykjavík og lýtur að meintri ólög-
legri útgáfu lofthæfisskírteina
vera ranga. Gögnin sem kærend-
irni hafi aflað sér frá Flugmála-
stjórn og byggja kæruna á séu
ófullnægjandi.
Kærendurnir eru Jón Ólafur
Skarphéðinsson og Friðrik Þór
Guðmundsson, feður tveggja
drengja sem létust af völdum
Skerjafjarðarslyssins. Eins og
fram hefur komið í Fréttablaðinu
lögðu Jón og Friðrik fram gögn
með kæru sinni sem þeir telja sýna
að þrjár flugvélar Leiguflugs ís-
leifs Ottesen ehf. hafi fengið loft-
hæfisskírteini á árinu 2000 án þess
að uppfylla nauðsynleg skilyrði.
Þeir segja m.a. að annar hreyfill
vélarinnar TF-GTX hafi verið
komin 142 flugtíma fram yfir
heimilaðan tíma.
„Þetta er allt rugl. Hreyfillinn
var innan leyfilegra marka. Sam-
HEIMIR MÁR PÉTURSSON
Upplýsingafullltrúi Flugmálastjórnar segir
að beiðni um lögreglurannsókn á útgáfu
lofthæfisskírteina þriggja flugvéla (sleifs
Ottsens vera „rugl".
kvæmt flugrekstrarbók, sem við
samþykktum um leið og vélarnar
komu til landsins, voru þessar vél-
ar innan leyfilegra marka.
Kærendurnir hafa fengið ljósrit af
einhverjum skráningargögnum en
hafa ekki allar upplýsingar í hönd-
unum.“ ■
[lögreglufréttirI
Karlmaður kastaðist út úr mal-
arflutningabifreið á Geld-
inganesi í gærkvöld. Að sögn lög-
reglu er talið að maðurinn hafi
misst stjórn á bílnum með fyrr-
greindum afleiðingum. Maðurinn
slasaðist ekki mikið en marðist
nokkuð.
.......
Harður árekstur varð á Húsa-
vík í gærkvöld þegar tveir
bílar lentu saman á Héðinsbraut,
aðalgötu bæjarins. Að sögn lög-
reglu sluppu ökumennirnir
ómeiddir en bílarnir eru mikið
skemmdir og þurfti að draga ann-
an þeirra af slysstað með krana-
bíl. Tildrög slyssins voru þau að
annar ökumannanna fipaðist og
ók á rangan vegarhelming.
Kaupa í SR-mjöli
Síldarvinnslan bætti við sig verulegum eignarhluta í SR-mjöli í gær.
Samherji rúmlega tvöfaldaði eignarhlut sinn. Líklegt að óskað verði eft-
ir hluthafafundi. Kom á óvart þar sem kosin var ný stjórn á föstudag.
FLUGLEIÐIR
Tapið minnkar milli ára.
„Menn selja
þegar þeir fá
gott tilboð
segir Magnús.
sjávarútvegur „Við viljum vera
þátttakendur í þeirri hagræðingu
sem er í farvatninu í veiðum og
vinnslu á uppsjávarfiski. Við höfum
átt gott samstarf við SR-mjöl og
teljum hagræðingarmöguleika fel-
ast í fjárfestingu í góðu félagi,“ seg-
ir Björgólfur Jó-
hannsson, forstjóri
Síldarvinnslunnar
hf. Félagið keypti
rúm 24 prósent í
SR-mjöli í gær fyr-
—♦— ir um 1,5 milljarð
króna og á tæp 29
prósent í félaginu eftir kaupin.
Síldarvinnslan var ekki ein um
að kaupa hlut í SR-mjöli í gær. Síð-
degis keypti Samherji nær 8 pró-
sent í fyrirtækinu. Fyrir átti Sam-
herji 5% og því samtals tæp 13 pró-
sent eftir að kaupin áttu sér stað.
Björgólfur segir aðdraganda að
kaupunum hafa verið stuttan. Ekki
hafi enn verið tekin ákvörðun um
hvort óskað verði eftir hluthafa-
fundi á næstunni. Öll mál varðandi
stjórnarsæti eigi eftir að skýrast
betur. Rætt verði við stjórnendur
og stjórnarmenn SR-mjols á næst-
unni. „Það eru engin læti af okkar
hálfu.“
Hann segir ekki ráðgert að Síld-
arvinnslan auki við sig eignarhlut.
Nú verði næstu skref skoðuð. „Ég
trúi ekki öðru en að allir séu tilbún-
ir að vinna saman að framgangi
þessa máls.“
Aðalfundur SR-mjöls var hald-
inn síðasta föstudag. Á sunnudag-
inn sagðist Benedikt Sveinsson
stjórnarformaður félagsins ekki
vita til þess að breytingar væru
framundan á eignarhaldi SR-mjöls.
Einn stjórnarmaður, Magnús Krist-
insson, seldi svo á mánudag allan
sinn hlut og fyrirtæki síns, Bergs
Hugins í Vestmannaeyjum. Sölu-
virði þess eru tæpar 295 milljónir.
Auk þess seldi íslandsbanki og
Sundagarðar ehf. fyrir tæpar 600
milljónir.
„Menn selja þegar þeir fá gott
tilboð,“ sagði Magnús Kristinsson.
Aðspurður um stjórnarsetu sagði
SÍLDARVINNSLAN NESKAUPSSTAÐ
Forstjóri Síldarvinnslunnar telur ýmsa hagræðingarmöguleika telast í kaupum á SR-mjöli.
Breytingar í veiðum og vinnslu uppsjávarfisks sé í fan/atninu.
hann líklegt að nýir hluthafar óski
eftir hluthafafundi til að koma að
stjórnarmanni.
Björgólfur segir að ekki hafi
verið haft samband við stjórnarfor-
mann SR-mjöls vegna þessara við-
skipta. Málið hafi verið lagt fyrir
stjórn Síldarvinnslunnar. „Það
koma upp svona tækifæri og annað
hvort stökkva menn á það eða hafna
því.“
Ekki náðist í Benedikt Sveinsson
vegna þessa máls.
bjorgvin@frettabladíd.is
Stjórn hugsanlega að fæðast í Færeyjum:
Meirihlutinn yrði afar naumur
færeyiar Anfinn Kallsberg, leið-
togi Fólkaflokksins í Færeyjum,
hefur undanfarna daga reynt að
mynda nýja stjórn með Þjóðveld-
isflokknum, Sjálfstjórnarflokkn-
um og Miðflokknum. Sú stjórn
hefði einungis 17 þingmenn af 32
og væri meirihluti hennar því
naumur. Þetta væri í raun gamla
stjórnin að viðbættum þingmanni
Miðflokksins. í gær voru taldar
verulegar líkur á því að stjórnin
gæti orðið að veruleika mjög fljót-
lega.
Jenis av Rana, formaður Mið-
flokksins, segist í færeyska dag-
blaðinu Sosialurin leggja mesta
áherslu á að ná fram stefnu
flokksins í velferðarmálum. Full-
veldismálið er því ekki aðalatriðið
fyrir Miðflokkinn. Ef hann nær
sínu fram í stjórninni, þá lætur
hann sig litlu skipta hvort stjórnin
haldi áfram að vinna að sjálfstæði
Færeyja.
Þegar kosið var í Færeyjum til
lögþingsins í lok apríl misstu
stjórnarflokkarnir þrír meirihluta
sinn. Stjórnarandstöðuflokkarnir
þrír fengu heldur ekki meirihluta
og hafa stjórnarmyndunartilraun-
ir gengið illa til þessa. ■
ANNFINN KALLSBERC
Leiðtogi Fólkaflokksins hefur undanfarna
daga reynd að mynda nýja stjórn með
þremur öðrum flokkum. Sú stjórn hefði
aðeins 17 af 32 þingmönnum.
Afkoma Flugleiða á
fyrsta ársfjórðungi:
rTT •• X •
I opuou ein-
um og hálf-
um milljarði
viðskipti Flugleiðir töpuðu rúm-
lega hálfum milljarði króna á
reglulegri starfsemi sinni fyrstu
þrjá mánuði ársins. Afkoman er
þó þriðjungi betri en á fyrsta árs-
fjórðungi í fyrra. Tapið nú nemur
1.553 milljónum króna. Það er 745
milljónum króna minna en á
fyrsta ársfjórðungi í fyrra þegar
tapið nam 2.298 milljónum króna.
Tekjur Flugleiða jukust um 263
milljónir króna á milli ára. Út-
gjöld drógust saman um 497 millj-
ónir króna.
Farþegar í millilandaflugi
Flugleiða voru 23,7% færri í síð-
asta mánuði en þeir voru í apríl-
mánuði í fyrra. Farþegum í innan-
landsflugi Flugfélags íslands
fækkaði einnig. Þeir voru 18,5%
færri í apríl á þessu ári en í sama
mánuði á síðasta ári. ■
—*—
Fyrrum fylgdarkona
dæmd fyrir manndráp:
Dæmd fyrir
að drepa
elskhuga
MANNDRÁP Dómstóll í Leeds í Bret-
landi dæmdi í gær fyrrum fylgd-
arkonu fyrir að bana sambýlis-
manni sínum með öxi eftir að þau
höfðu haft mök. Maðurinn var
handjárnaður og með bundið fyrir
augun þegar hann fannst látinn í
rúmi sínu á heimili þeirra. Konan
hafði þá höggvið hann 20 sinnum
með öxinni.
Konan sagði að hún hefði ban-
að manninum í sjálfsvörn. Ilann
hefði hótað henni að myrða hana,
misnota þriggja ára dóttur hennar
og myrða svo. Vitni báru því við
að maðurinn ætti að baki langa
sögu ofbeldishneigðar sem hann
hefði fengið útrás fyrir í kynlífi.
Meðal annars með því að stunda
ofbeldiskennt kynlíf meðan hann
horfði á dýraklám. ■
Ilögreglufréttir
Ekið var á hjólandi vegfarenda
á Grettisgötu nálægt gatna-
mótum Vitastígs í gærkvöld. Að
sögn lögreglu er ekki vitað
hvernig slysið vildi til, en maður-
inn, sem er 24 ára, slapp með lít-
ilshátt meiðsl.