Fréttablaðið - 28.05.2002, Page 11

Fréttablaðið - 28.05.2002, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. maí 2002 FRÉTTABLAÐIÐ li INNLENT Hraðfrystihús Eskif jarðar hf. hefur skrifað undir samning um sölu á meirihluta í vélaverk- stæði félagsins til Hamars Kópa- vogi. Stofnað hefur verið nýtt hlutafélag Hamar Austurland um starfsemi hins nýja verkstæðis. Eignarhlutur HE í hinu nýja fé- lagi verður 49% á móti 51% eign- arhlut Hamars Kópavogi. —♦— Sigurður Svavarsson, fram- kvæmdarstjóri sölu- og starfs- mannasviðs bókaútgáfunnar Eddu miðlunar, gaf kost á sér til áframhaldandi formannssetu hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Upphaflega ætlaði Sigurður bara að gefa kost á sér í 3 ár, en hefur nú sitt fimmta starfsár. GRÆNFÁNINN BLAKTIR VIÐ HÚN Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Land- verndar og Gerður Óskarsdóttir fræðslu- stjóri í Reykjavík færðu Selásskóla Græn- fánann. Grænfáninn til Selás- skóla: T ákn um góða fræðslu og umhverf- isstefnu umhverfismál Selásskóli í Reykja- vík fékk í gær Grænfánann, við- urkenningu fyrir framúrskarandi starf að umhverfisvernd og um- hverfis- og náttúrufræðslu. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evr- ópu. Hann er tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Fánann fá skólar í kjölfar þess að hafa leyst fjölþætt verkefni sem efla vitund nemenda, kenn- ara og annarra starfsmanna skól- ans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau efla þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfis- málum. Reynslan í Evrópu sýnir að skólar sem taka þátt í verkefn- inu geta sparað talsvert í rekstri. Tveir aðrir skólar fá Grænfán- ann nú í vor; Fossvogsskóli í Reykjavík og Andakílsskóli í Borgarfirði. ■ Ráðningarsamningur við Ásdísi Höllu lögmætur: Réttarstaða var óviss í 16 mánuði ráðning Ráðningarsamningur bæjaryfirvalda í Garðabæ við Ás- dísi Höllu Bragadóttur bæjar- stjóra er lögmætur samkvæmt lögfræðiáliti Andra Árnasonar hæstaréttarlögmanns. Samning- urinn var ekki lagður fyrir bæjar- ráð fyrr en 14 mánuðum eftir að Ásdís Halla var ráðin og ekki stað- festur í bæjarstjórn fyrr en 7. mars sl. Ásdís Halla var ráðin bæjarstjóri í október árið 2000. I áliti Andra segir að á meðan ráðningarsamningur bæjarstjóra hafi ekki verið staðfestur af bæj- arstjórn hafi starfskjör hans ver- ið óráðin. „Réttarstaða aðila, ef upp hefði komið ágreiningur um starfskjör eða ráðningartíma, hefði þá ráðist af almennum regl- um samninga- og vinnuréttar," segir í áliti Andra. ■ Norðmenn sekta mest Evrópulanda: Hærri sektir draga úr brotum umferð Sektir fyrir umferðalaga- brot hér á landi eru heldur lægri en í Noregi og Svíþjóð, en svipað- ar og í Danmörku. Mun lægri sektir eru í _ sumum Evrópulönd- ‘'SílSffSl um. Til dæmis eru Hollendingar mun mildari en Islendingar þegar kemur að sekt- um fyrir umferða- lagabrot. Sektir Evr- umferð ópulanda við Ölvun- Umferðasektir eru misháar arakstri eru mjög eftir löndum. mismunandi. Norðmenn eru harð- astir, 45 daglaun kostar að vera tekinn drukkinn við stýrið. Sektir á íslandi voru hækkaðar veru- lega í fyrra. Að sögn Ragnars Þórs Árna- sonar, varðstjóra í um- ferðardeild Lögregl- unnar í Reykjavík, dró hækkunin úr brotum, einkum fyrst um sinn. Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi SEKTIR VIÐ UMFERÐALAGABROTUM í NOKKRUM EVRÓPULÖNDUM# Lönd Ölvunarakstur 20km of hratt Yfir á rauðu Lagt ólöglega ísland Frá 50.000 Frá 15.000 15.000 2.500 Noregur 45 daglaun* Frá 22.900 33.900 5.900 Svíþjóð Frá 30 daglaunum Að 7.600 11.500 Að 7.600 Danmörk Frá 46.700 Frá 5.500 11 -17.000 5.500 Bretland 42.000** 21.200** 21.200 4.200 ftalía Frá 22.000 Frá 11.000 Frá 5.500 Frá 2.500 Holland Frá 17.000 Frá 5.100 Að 6.400 Frá 3.400 Spánn Frá 24.450 7.600 Frá 7.600 Að 7.600 Þýskaland Frá 21.200 Að 3.000 4.200-17.000 44-3.000 Tékkland Að 38.000 Að 5.090 Að 7.600 Að 5.090 •Miðast við mánaðarlaun **Að meðaltali Heimild: Aftenposten og Lögreglan f Reykjavík. 1 | I Umferðarráðs, segir hærri sektir skila árangri, einkum hafi þær áhrif á þá sem sjaldan brjóta af sér. Hann bendir lfka á að helm- ingi færri hafi verið sviptir öku- leyfi í fyrra en árið áður, eða um 80. Það telur Sigurður punktakerf- inu að þakka sem byggist á því að ökumenn safna punktum þegar þeir brjóta af sér og geta þeir leitt til sviptingar. Sigurður segir sekt- ir þó ekki einu leiðina að betra aksturslagi, áróður og upplýsingar geti einnig skilað árangri. ■ 24 lítra, með tvískiptu loki 6.545 kr. Siönguhjól 3.495 kr. STIGA sláttuvél 26.995 kr. B&S mótor, 4 hestöfl, 55litra poki Verð áður: 32.925 kr. HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Úðabrúsi 2.995 kr. Sumardagar í garðinum þínum Veislutjald Verð áður: 9.899 kr. slanga 15m, byssa, tengi og slönguhjól Verð áður: 4.844 kr. Verð áður: 3.758 kr. * rrTrisaoiawíisaKaw

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.