Heimdallur - 01.01.1884, Síða 2

Heimdallur - 01.01.1884, Síða 2
2 Holger Drachmann. 9. októbr. 1846 fæddist Holger Drachmann, < bezta skáld Dana. Drachmann er af góðum ættum. ‘ Faðir hans er læknirinn prófessor A. G. Drach- Imann. Á æzkuárum var H. D. settur til skóla- náms og varð stúdent, en honum fór eins og mörgum ungum og fjörugum mönnum, að hann gat ekki sætt sig við, að sitja kyrr við bókina; hann var óstöðugur, gjálífur en góðlyndur, gefinn fyrir skemmtanir og ferðalög og andi hans var gagntekinn af fegurðartilfinningu, einkanlega fyrir fegurð náttúrunnar; það var því eðlilegt, að hann færi að gefa sig við málaralistinni. Drachmann varð | málari og gj rði myndir af náttúrunni einkanlega | af hafinu, bárunum og sjáfarströndunum; ókyrr- < lciki sjávarins, hinar sífelt iðandi öldur og skipin | á siglingu áttu bezt við hinn óstöðuga iðandi j ungling. Myndir hans voru vel gjörðar og komust ‘ á myndasýfiingu, sem haldin er á ári hverju í ; Höfn; það var 1869, hann var þá 23 ára gamall. ■; Næstu árin ýmist ferðaðist Drachmann víða um í útlönd eða dvaldi í Höfn meðal stúdenta og lista- manna. Ófriðurinn milii Frakka og þjóðverja hófst 1870, Napóleon Frakkakeis.ira var vikið frá völdum, ; Frakkland var gj rt að þjóðstjórnarríki, breytingar og byltingar urðu á pjóðverjalandi, alltþetta vakti j ókyrrð og óróa í hugum manna og ekki sízt í huga | Drachmanns, sem var svo skapi farinn, að allt ; þess konar varð að hafa mikil áhrif á hann. Af j leiðingarnar urðu, að 1872 komu á prent eptir \ hann bækur tvær, var annað kvæðasafn cDigte», í en hitt nokkrar smásögur, er nefndust «Med kul \ og kridt", Báðar þessar bækur báru það ineð | sjer, að höfundur þeirra hafði til að bera góða ; skáldlega hæfilegleika, en eins og eðlilegt var, var þeim ábótavant í mörgu, þar sem þær voru fyrstu : rit Drachmanns, og hann var enn ungur. Nú ; liðu 2-3 ár, er Drachmann ljet ekki til sín heyra; ; hann var allan þenna tíma í efa um, hvort hann í ætti að stunda málaraiþróttina eða skáldskapar- listina. Honum fannst hann vera búinn góðum í hæfilegleikum, að því er snerti hina fyrrnefndu í list, hann hafði miklar mætur á henni og hafði fengið orð á sig fyrir myndir sínar, en hins vegar ' dró skáldskaparlistin huga hans til sín; hvað átti hann að gjöra? átti hann að ráðast í að hætta við myndalistina og fara að stunda skáldskap ? j Meðan á þessari óvissu stoð, hjelt hann áfram að j mála, en 1875 var hann genginn úr skugga um, j hvað hann ætti að gjöra, og úr þessu kom hver j bókin á fætur annari eptir Draclimann, og var ; hver annari betri. Fyrst kom «1 storm og stille» ; og «Dæmpede melodier»; það var 1875 og nú ’ liggja alls eptir hann 24 bækur. í «Dæmpede j melodier» er fagurt kvæði, «Landnamsfart», sem lýsir íslandi og landaleit vorra hugumstóru j forfeðra, sem heldur vildu fara af landi burt og ; leita sjer nýrra átthaga en verða konungsþrælar. ; Flest kvæðin í bókum þessum eru góð, en ekki ; hefur Drachmann í þeim náð fullum þroska. Árið eptir komu skemmtis ígurnar «En overkomplet» og «Ungt blod». Honum hefur farið fram, þó hefur hann ekki fullkomið vald yfir efninu; það er sund- ; urlaust og molast hjá honum. Dr. Georg Brandos, \ frægur maður í Danmörku, hefur sagt hjerumbil á j þessa leið um þessar bækur Drachmanns, að þær \ væru eins og garður, þar sem moldin væri allt of : feit; grösin og illgresið þytu upp hvað innan um j annað, og allt skipulag vantaði; yndislegum rósum og allskonar skrautlegum blómstrum væri hrúgað ; saman innan um arfa. 1877 kom «Tannháusev», skáldsaga, «Derovre fra grændsen» og kvæðasafnið j • Sange ved havet . í kvæðasafni þessu eru flest kvæðin ágæt og sum t. a. m. «Sang i baadcii” ljómandi fagurt. Drachmann er eitt af yngri skáldum Dana og ; er því eðlilegt, að skáldskapur hans hafi líka stefnu og skáldskapur hins yngra skáldakyns. Skáldskapur j hinna yngri skálda er realistiskur, það er að segja, j skáldin reyna að lýsa öllu, bæði mannlífinu og j náttúrunni, eins og það er; en til þess að geta gj rt það vel, verða þeir að rannsaka nákvæmlega allt, sem þeir ætla að lýsa, og inega ckki láta til- finningar sínar koma sjer til, að víkja frá því, j sem þeir liafa komizt að við rannsóknina Gagn- stæður þessum nýja skáldskap er hinn eldri, sem menn nefna hinn rómantiska. Rómantisku skáldin láta tilfinningarnar ráða öllu, þeir lýsa náttúrunni og mannlífinu eins og tilfinningar þeirra blása þeim : í brjóst, og verða því lýsingar þeirra jafnaðarlega fremur hugarsýnir og draumar, en mjög fagrar j geta þær verið. Drachmann var alinn upp moðal realistisku skáldanna, þeir voru vinir lians og kunningjar, og j

x

Heimdallur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.