Heimdallur - 01.01.1884, Síða 4

Heimdallur - 01.01.1884, Síða 4
II Úr flokknum „Venezia". Heyr’eg um vornótt hinn vaggandi vatnsklið í Feneyja sæ, hann berst mjer að hjarta frá bárum, sem kvarta, og hægt, eins og harmstunur þaggandi, hljóðlega færast mjer nær. Sem dálitlir dvergar þær líða frá drifhvítum húsfjöllum víða, og koma fram tvær og tvær. þær færa fram byrði með fallandi söng og för þeirra’er jarðarför döpur og löng. Að muna ber mjúksára kliðinn: þui Mjallhvít, þú Mjallhvít ert liðin! Mjer sýnist jeg sjá eins og líðandi svanhvíta, bjartklædda mey, og hvítliljur kinna mjer huliðsmál inna, svo heitt verður liöfuð og svíðandi, hjarta mitt ískalt og blóð. Og hún er svo heiðbjört í framan, með hendurnar fórnaðar saman sem börn gjöra blíð og góð. Frá brjóstum, sem lypta sjer há og hrein, jeg hægt sje líðandi blómga grein. Hvað mun hafa mælt gegnum niðinn: [ui Mjallhvít, þú Mjallhvít er liðin! Svo vikur í vornóttu flýjandi vaggandi báranna kór. Nú rökkvar því fljótar og rastirnar skjótar, þær eyða nú, hver aðra knýjandi, hverju sem myndað var fyr. Og dvergarnir hraða sjer hljóðir heim þar í fjailanna slóðir, og árblikið opnar þeim dyr. Nú sit jeg hjer hress fram við húströppugrind. En hvernig er eldgömul þjóðsögumynd við náttmyndir munarins riðin? pú Mjallhvit, þú Mjallhvít ert liðin! Hann dó og var grafinn. þáttur eftir Holgeir Drachmann. Bertel E. Ó. þorleifsson hefur þýtt. I’að var einn dag, er Ivar var niðri í fjöru og var að bisa við að ná nýja drekanum og fertuga «Kettingnum» upp úr bátnum, til þess að bera það upp, að hann missti það niður og greip annari hendinni aptur í spjaldhrygginn á sjer. «Hvað var það»? spurði Andrjes, hásetinn hans. «Jeg held jeg hafl oftekið mig dálítið >, svar- aði ívar og másaði við. Svo fóru þeir aptur að bisa við fertuga «Kett- inginn». Sumir hjeldu nú að þetta hefði verið ástæðan og upptökin til hinnar löngu og þungu legu Ivars Ásmundssonar, þvíað: «Allt illt byrjar með taki». Aðrir töldu þetta tilhæfulausar getgátur, sjó- menn verða svo opt að taka nærri sjer, og oftaka sig, og það meira en þetta; ef manni yrði meint af svo litlu, yrðu fljótlega allir sjómenn bæklaðir og bramlaðir. Nú, þá væri það heldur, að einhver hefði litið Ivar illn auga, og þetta væru gjörningar. Sjómönnum hættir til að vera hjátrúarfullum. Enn sögðu menn að það væri þannig tilkomið. I>að ætti alltsamanrót sína að rekja fráþeim degi, — sögðu menn — það var í febrúarmánuði, að siglt var á þá ívar og Andrjes, spottakorn undan landi, og báturinn sökk undir þeim. pað leið góður tími áður menn komust út og björguðu þeim, og það var kalt í sjónum eins og geta má nærri. ívar var mesta hörkustál og vildi ekki fara í þur föt undir eins og þeir komu á land; — og þá vildi Andrjes lieldur ekki gera það. pegar svo fór að vora, versnaði Ivari takið í bakinu, en ekkert gekk að Andrjesi. þ>eir lágu jafnlengi í sjónum og urðu jafnvotir; — hvað áttu menn þá að segja um þenna fjanda, sem þaut svona í bakið á öðrum þeirra, en hreint ekki þaut í hinn, nein- staðar? Nei, það gátu ekki verið nema ýkjur — ellegar þá gjörningar. En veikur var hann. Lena — kona ívars — kom honum loksins til að leggjast í'rúmið. [>að gekk ekki þrautalaust að fáhann tilþess. þ>ví að Ivar var eljumaður, f&mál- ugur og fálátur, en sívinnandi. Hanrr /itli bátinn,

x

Heimdallur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.