Heimdallur - 01.01.1884, Síða 15
er tvísýnt, hvort þeim muni endast kraptar til að |
ná landi hinum megin. J'annig geta menn nú
ekki farið yfir hinar stærri ár án lífshættu bæði
fyrir menn og skepnur, ekki að tala um þá mis-
kunarlausu meðferð á skepnunum að leggja þær
ferðlúnar í slíkar ár. Bezti vegurinn til þess að
bæta úr þessum annmörkum er að brúa árnar, en
úr því að oss skortir efni til þess, þá liggur næst
fyrir að reyna að bæta sem bezt ferjur vorar.
Yjer þurfum að koma á ferjum, sem sjeu sterkar
og stöðugar, og sem geta borið í einu ferðamennina
sjálfa, hesta þeirra og farangur, en sem þó sjeu
ekki afardýrar. Allt þetta má fá með því að koma
á hinum svonefndu svifferjum, sem sumir hafa
heyrt nefndar heima, en mönnum yfir höfuð mun
þó eigi kunnugt hversu þeim er háttað og því hef
jeg ráðizt í að skýra mönnum nokkuð frá þeim.
Siðan jeg kom hingað til Kaupmannahafnar, hef
jeg talað um þetta efni við herra timburmeistara
Klentz, sem sumum mun kunnur á íslandi. Hann
er mikill dugnaðarmaður, hygginn vel og ber
mikinn vinarhug til íslands. Han sagði mjer að
þar sem árbreiddin væri minna en 30—35 álnir,
þar væri vafalaust bezt að leggja einfaldar brýr
yíir árnar, enda gætu brýr yfir slíkar ár ekki orðið
mjög dýrar, ef rjett væri að farið. En þar sem
árbreiddin væri meiri eða efnabagur sveitarinnar
svo bágborinn, að hun eigi gæti staðizt kostnaðinn
við brúar gjörð, áleit han ráðlegast aðbyggja hinar
svo nefndu svifferjur. Slikar ferjur vóru brúkaðar á
[jýzkalandi og víðar áður en járnbrautirnar vóru
lagðar, og moðan ekki var kostur á að gj ra siíkar
stórsmíðar úr járni, sem nú er altítt.
(Framliald síðar.)
Helztu viðburðir á árinu 1883
A Englandi hefur þetta síðasta ár fátt gjörzt, sem
vjer getum hjer í frásögur fært. það helzta er undirbúning-
ur til nýrra kosningarlaga, sem eiga að ganga í frjálslynd-
ari stefnu en hingað til hefur átt sjer stað. 18. d. októbm.
var fundur haldinn í Leeds af sendiboðum frá eitthvað
500 frjálslyndum fjelögum, og þar var samþykkt að skora
á stjórnina að leggja fyrir næsta þing fruiuvarp
til laga um rýmkun kosningarrjettarins , svo að
verkmannastjettin í sveitunum stæði jafnfætis .verkmönnum
í stöðunuin. Enn fremur ljet fundurinn í Ijósi þann vilja sinn
að kjördæmunum yrði breytt þannig að þau yrðu
jafnstór. Kæmust þessar hreytingar á, getur naumast leik-
ið neinn vafi á því, að þingmenn neðri deildariunar yrðu
ólíku lýðhollari en þeir nú eru, enda eru það þeir af
foríngjum frjálslynda flokksins, sem lengst ganga, sem
einkum berjast fyrir þessu máli, og allmargir eru þeir af
hinum íheldnari mönnum, sem ekki lízt betur en miðlungi
vel á þetta. En hvað sem því líður, er það víst, að
Glaöstone hefur verið að undirbúa frumvarp til laga líks
efnis, og að honuin er það hið mesta áhugamál, að rýmk-
að verði um kosning-arrjettinn á Englandi. — Eyrri hluta
ársins vakti Irland sjerstaklega athygli inanna á sjer.
Logregluliðið í Dublin tók í janúarm. fasta nokkra menn,
soin voru grunaðir uin að hafa átt þátt í morðinu í Fönix-
garðinum frá fyrra ári á þeim Cavendish lávarði og skrif- í
ara lians Burke. Einn af bandingjunum, Carey að nafni, í
bauðst til að segja satt frá öllu, og gjörði það líka móti i
því, að honum voru gefnar upp s„kir. Nú komst upp um j
stórt morðingjafjelag írskt, sem hafði fyrir mark sitt og i
mið að drepa Englendinga á írlandi. Allmargir voru dæmd- ?
ir til dauða og líflátnir um vorið og sumarið. Carey hef-
ur annars fengið makleg málagjöld; enska stjórnin ætlaði íj
að koma honum undan til einnar af nýlendum síoum, en (
á leiðinni var hann skotinn af írlendingi einum, sem hjet !
O’Donnel. Ymsar tilraunir vorn gjörðar til að fá O’Donnel ■
náðaðan, og þar á meðal skrifaði skáldaöldungurinn Victor !
Hugo Victoríu drottningu til og skoraði á hana í nafni <
inannúðarinnar að gefa honutn upp sakir — en allt kom /
fyrir ekki, og nú er búið að hengja hann. — Síðan sum- ;
arið 1883 hafa Englendingar vasast mjög.í málum manna '
á Egiptalandi, og í raun og veru ráðið þar einir lögum /
og lofum. Sendiherra Englendinga, Dufferin lávarður, 5
kom þar svo vel ár sinni fyrir borð, að allt virtist vera
í mesta friði og spekt og hersveitir Englendinga voru
látnar hverfa heitn aptur um liaustið 1882. En rjett á
eptir kom fregn um, að spámaður væri risinn upp meðal
Egipta, og hefði lagt undir sig þann hluta af Sud-
an, sem liggur fram ineð efri hluta Nílfljótsins.
Móti honum var svo send sveit egipzkra manna (hjer um
bil 10,000 manns). Menn frjettu lengi vel ekkert um
herflokk þennan, en loksins kom fregn um að allt liðið
hefði verið strádrepið 3. d. nóvembm. við E1 Obeid, höfuð-
borgina í Kordófan. Menn trúðu þessu lengi vcl ekki, en
nú er það sannað. Liösufli spámannsins er sagt að sje
300,000 manna, og ein af aðalfyrirætiunum hans er, að
reka alla «valitrúaða» á burt og vinna landið að fullu og
öllu handa Múhameðstrúarrnönnum.
Frakkar urðu þegar í byrjun ársins að sjá á bak
tveimur af sínum mestu mönnum, Gambettu og Chanzy.
þcssnm mönnum var það að þakka að Frakkar urðu ekki
harðar leiknir en varð 1871, og allt frá þeim tíma hafði
Gambetta verið máttarstólpi þjóðveldisins. þjóðiu Ijet
líka á sjá, að hún var þakklát fyrir góða frumgöngu;
jarðarförin fór fram með hinni mestu viðhöfn og söknuður
var hinn mesti um allt land. Jerome Napoleon prins
ætlaði að færa sjer i nyt tjón það, er þjóðveldið hafði