Heimdallur - 01.01.1884, Síða 7

Heimdallur - 01.01.1884, Síða 7
Svo löbbuðu bæði austur fyrir gaflinn á hús- lengjunni, )iar sem grísastíur býianna voru og var skipt með fjalasprekum í eintómar ferhyrndar smástíur — eins og grafreiti í kirkjugarði. f'au stóðu þar þegjandi og horfðti á livernig grísinn þeirra — stór og feitur, með svarta blettinn bakvið eyrað, nuggaði sjer upp við rimlana, og við og við deplaði tilþeirra augunum, augunum með léngu og giæjti og fyrirmannalegu augnalokttnum. Og meðan þau hvort á sinn hátt voru að hugsa um tímann og eilífðina, eymd og þjáningar, setti grísinn báða framfæturna upp í trogið sitt, tíndi upp í sig það, sem til var, með trýninu, sem var að ftaman eins og rauðinagaskjöldur með tveimur vindaugum, og rýtti sitt huggandi «Öff, ("df! Etum og drekkum, eitt sinn skal hver deyja». Svoleiðis skildi Andrjes það að minnsta kosti, þótt hann heyrði ekki einmitt þessi orð. þ>að var meiningin málsins og mergurinn orðanna. En Metta María þurkaði afsjer tárin og stakk strái upp í aðra nösina á grísinum, hún gat ómögu- lega að því gert— það var svo skrítið að sjá hann, og fór að hlægja, en grísinn sneri í styttingi við henni rófunni sárfirrtur, og brölti inn í svefnklefa sinn ■■ öff öff!». Og svo lagði hann á kollhúfurnar, alveg eins og aðrir bæna sig, og sofnaði á augabragði útaf frá öllu saman. þ>að harðnaði og harðnaði alltaf uppi á loptinu. Um löng og mánabjört vetrarkvöldin nístust veinin gegnum gaddrósirnar á glugganum og skáru sár í gegnum hljóðleikann og kyrðina. þar sem fólkið sat þegjandi að vinnu sinni á vökunni, sneri færi og reið net, og þau heyrðust ekki að eins um allt húsið heldur næddu líka eins og náhljóð úr kirkjugarði inn til nágrannanna, þá opnuðust hurðir hjer og þar hljóðlega, og út úr dyrunum liðu eður læddust ein og ein mannsmynd, eins og þær væru á gægjum, gengu þær framlútar og svo ljettilega að ekki marr- aði í snjónum undir þeim, stóri skugginn, sem varð þeim samferða, steig ekki Ijettara til jarðar, svo hurfu þær sarnan í hój> undir gaflglugganum hjá ívari Ásmundssyni og urðu að þrekvöxnum þremur eður fjórum sjómönnum, sem fóru fá orð í milli í hálfum hljóðum. Svo gengu þeir inn í eldhúsið, þar sem Lena var fyrir, rauðeygð en tárlaus og titraði af ekka. F>au fóru öllsaman upp á loptið; steinolíutíran ósaði á kommóðunni, og Ivar engdist sundur og saman í rúminu. Honum kom ekki dúr á auga nje augnabliks fró, það varð að skipta undir honum, og því flytja hann yfiríannað rúm ámeðan. þJeir tóku nú, fjórir, sitt hornið hver á stórgerðu rekkjuvoðinni, sem lóin öll var af, og hófu hann á lopt í henni, eins varlega eins og sjómönnum er hægt að taka á. Ivar æpti af kvölum. þegar þeir voru komnir ofan aptur, og út á harðfennið glitlivítt, sem tindr- aði í tunglsljósinu, og næturhimininn livolfdist yflr, eins og kirkjuhvelfing dimmblá, tóku þeir, svona hver um sig, aptur í spjaldhrygginn á sjer, en enginn sagði orð. Svo fór hver heim til sín, þeir gátu búist við að verða vaktir upp aptur. »[>að þurfti að snúa ívari — hrófinu». Svo lögðu ættingjar ráð sín saman. það varð alveg af sjálfu sjer. þ>að var undir morguninn eina nóttina þegar ívar hafði verið aumari en endranær, og þe.-sir fjórir frændurhans höfðu vakað yfir honum alla nóttina, að Lena hitaði þeim kaffi, þau sátu frammi í eld- húsi með helbláar höndurnar af kulda meö kaffi- spilkomurnar í hnjánum fleitifullar af sjóðandi kaffi, svo að rauk upp af, og gerðu ýmist, að blása í kaun sjer eður á kaffið. Lena sagði: "Betur að drottinn vildi bráðum opna honum sínar náðardyr.» <> Og sjeð liefur maður nú fyr menn, sem hafa verið meira aðframkomnir, og þó hresst við. Bara a6 maður gæti náð í hana maddömu Aspegren hingað yfir um»! Maddama Aspegren var nærfærin kona, sem átti margt í fórum sínum, og bjó fyrir handan sundið, yfri í Svíþjóð, margar mílur uppi í landi. «Hún er ári dýr á sjer!» svaraði annar. Sá sem fyrst talaði svaraði: «Einhvernveginn verður maður að reyna að kljúfa það; ívar hefur aldrei legið á liði sínu, þegar einhverjum lá á. Hvað getur þú lagt til, Lena!». «Jeg get ekki lagt til nema fimm—, aftók hún. «[>aö er ekkiýkja mikið». -Hún fer það ekki fyrir minna en þrjátíu og firnm — á þessum tíma árs. Við verðum að leita einn kippinn enn þá!«. Svo leið og beið mánaðartíma, það fór að hlýna

x

Heimdallur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.