Heimdallur - 01.01.1884, Síða 9

Heimdallur - 01.01.1884, Síða 9
9 í veðrinu, það fór að vora, og vorgróðinn .fór óðum vaxandi. Og Ivari fór óðum — vesnandi. IJ;i ýttu þeir fjórir — Eiríkur Skammelen, Knútur og bræðurnir Karl og Kristján Nörregárd ogreru á bátnum sínum yfir um eptir nærfærnu konunni. þ>eir komu heim aptur daginn eptir, og hófu sjalahrúku upp úr bátnum og lögðu hana íjarska- lega gætilega niður í sandinn. fað var maddama Asþegren. Hún fór úr því, sem hún hafði dúðað sig í, því allrayzta og rjetti það að sjómönnunum, spjör eptir spjör. Svo gengu þau heim að húsinu, þeir á eptir henm eins og auðsveipir þjónar. Hún var kona lág og grönn, einstaklega þokka- leg til fara; stór og skjólgóð «vatteruð» kýsa úr ítölsku silki lagðist að hárinu hrafnsvörtu; augun voru ósköp lítil og tindrandi, eins og í fugli cður fremur eins og í úttroðnum fugli; því að það var aldrei að sjá að hún renndi augunum. Lena beið þeirra í eldhúsinn; hún kyssti á höndina á maddömunni, sem maddaman rjetti henni, Hún spurði ekki um neitt, en leit upp í stigann. «Já, hann liggur uppi á loptinu» sagði Lena, og fór upp stigann á undan henni. Karlmennirnir mjökuðu sjer inn fyrir dyra- stafinn, og biðu þar steinþegjandi. Konurnar komu báðar ofan aptur. Lena hjelt fyrir augu sjer. Nú var höndin alvot af tárum, þegar hún tók hana frá andlitinu. Maddama Aspegren benti á hlóðin, þar sem sauð á katlinum. Lena varð þegar við bendingu honnar. Maddaman settist á viðarhöggið með kaffispilkomuna, sem rauk upp af, í hendinni, og sötraði kaffið í löngum teygum og bruddi rauða kandismoiana og hitagufuna lagði upp um höfuðið á henni, svo að það var sveipað í móðu, eins og á hofgyðjum fornaldarinnar. Enginn þorði að yrða á hana, en auðsjeð að öllum var mjög mikið um að gera, að heyra hvað hún segði. Svo var hún búinn úr spilkomunni. Hún rjetti Lenu hana og hneygði höfuðið ofboðlítið. Lena skildi hvað við var átt. og í annað sinn steig nú gufan upp af spilkomunni og sveipaði þessa skánsku Pythíu í holgimóði, og í annað sinnbrak- aði kandisinn undir tönnunum í henni, eins og bein undir rándýrstönnum. Svo tók Lena til máls og sneri sjer að karl- mönnunum: «Maddama Aspegren segir, að það : sje orðið um seinan — sögðuð þjer ekki það?» Nærfærna konan lineygði liöfuðið, setti kaffi- í bollan frá sjer, og fór hægt og hægt með höndina ) niður að pilsfaldinum sínurn, sem hún lypti upp; ' eins fór með annað og þriðja innhafnarþilsið, svo < kom hún að nærklukkunni, það var gul ullarnær- ; klukka, og á henni mikill og djúpur vasi; upp úr vasanum dró hún, hægt og hægt, dálitla skjóðu, ' og upp úr skjóðunni bandlmykil, skæri, laukbundin, ■ lyklakippu, dálítiðglasmeð fjöðurstaf í gegnum tapp- í ann, og bauk, sem var í laginu eins og smyrslabaukur. \ Öllu þessu dóti raðaði hún í kjöltu sína. Karl- > mennirnir og Lena starblíndu á allt petta umstang > með óttalegum forvitnissvip, en fór þó ekki að \ verða um sel. Svo tók Lena aptur til máls: «Maddama Aspegren — sagði — mjer — að l læknirinn — að læknirinn væri búinn að káka of- j lengi við hann — ívar — — var það ekki það, \ sem þjer sögðuð?» Karlmennirnir tautuðu eitthvað, og færðu til \ fæturna, í þungu sjóstígvjelunum. Maddama Aspegren hneygði að eins höfuð. Lena hjelt áfram: «Nú getur luin bara — nú getur lnin að eins ...» Lena þagnaði og leit til maddömunnar. En maddaman leit ekki við, hún breiddi báðar s hendur yfir dótið í kjöltu sinni og einblíndi fram ; undan sjer. «Getur maddama Aspegren rekið kvalirnar úr l ívari?» spurði Eiríkur, sem var hugaðastur. Hún opnaði varirnar, og sagði, án þess að - depla augunum, eður renna þeim til, með útlendum framburði þessi orð. «Já kan göre honom do!» \ pau horfðu dálitla stund hvert framan í ann- j að; en orðið var nú einu sinni orðið orð, og það ; var goðið, sem gerði það. Málið var dæmt, og \ varð ekki áfrýjað. Sjerhver lagði hlera yfir hugs- ,> anir sínar — þá heyrðist barnsgrátur ofan af > loptinu. Hlerinn hafði ekki vcrið látinn aptur í þetta : skipti. Metta María sat á efstu stigariminni og i grjet hástöfum, og neri augun með hnúunum.

x

Heimdallur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.