Heimdallur - 01.01.1884, Síða 3

Heimdallur - 01.01.1884, Síða 3
hefði því verið oðlilogt, að skáldskapur lians liefði verið með öllu realistiskur, 'cn það var hann ekki. Drachmann hefur Sterkar tilfinningar og þær verða opt og einatt sterkari en stefna hans, þessvegna lýsir hann ekki ætíð öllu eins og það í raun og veru er, heldur eins og tilfinningar hans vilja hafa það. fað er því einkennilegt fyrir Drachmann að hann hefur skrifað þrjú æfintýri, «Vandenes datter» í óbundnum stíl, «Prinsessen og det halve konge- rige» og «Dsten for sol og vesten for maane» í bundnum stíl. Hin tvö fyrnefndu eru góð, en þó er sá galli á þeim, að hann er þar bæði realistiskur og rómantiskur, en þrátt fyrir það er «Vandenes datter» mjög fagurt rit. í «Dsten for sol og vesten for maane» hefur Drachmann komist hjá þessu skeri, enda er þetta æfintýri eitt hið bezta rit hans. Drachmann er hið bezta lýriska skáld, sem uppi er á norðurlöndum, enda er lýrikin sú skáldskapargrein, sem lætur honum bezt. Beztu lýrisku rit hans eru «Sange ved havet» og «Gamle guder og nye», og er hið síðarnefnda kvæðasafn hið bezta, sem Drachmann hefur ritað. Drach- mann hefur einstakt vald yfir móðurmáli sínu og hljóðfallið í kvæðum hans er einstaklega fagurt. Af sögum Drachmanns er bezt bókin «Paa so- mands tro og love»; og eru það margar smásögur teknar úr sjómannalífinu. Hann lýsir sjómönnum vel; hann hefur opt dvalið meðal þeirra, kynnzt þeim vel og skilur hugsunarhátt og líf þeirra betur flestum öðrum, þó er ef til vill sá galli á, að hann gjörir þá of meinlausa og góðlynda, því að þar, sem víðar, eru misjafnir sauðir í mörgu fje. Drachmann segir skemmtilega og lipurt frá eins og sjá rná á eptirfylgjandi s gu; hann segir frá þrautum þeirra á sjó og lífi þeirra á landi. Drach- mann hefur ritað tvö leikrit, en minna er varið í þau. Síðasta bók Drachmanns, «Skyggebilleder», kom á prent í haust; í henni segir hann skilið við hina nýju skáldskaparstefnu; þetta gat ekki komið mönnum óvart; það hlaut að koma fyr eða síðar; eðli Drachmanns varð á endanum að ryðja sjer til rúms. Bjöm Bjarnarson. 2 kvæði eptir Hoiger Drachmann. þýtt hefur Hannes Hafsteinn. I Misericordia. Svo undarlegt hljóð, svipað óljósum söng, um óttu hljómar, er lífstörf blunda, cin einasta tónr 'dd svo titrandi, löng, tekur svefn minna hvíldarstunda. Jeg gæti augu mín aptur lagt, ef íþrótt fljettaði hljóðin stcku, en þetta hljóð, svona hlálega stakt, það heldur fyrir mjor vöku. Mín hvíld muncli verða svo þýð og þekk, ef þetta hljóð væri bylgjukliður, en upp úr rúminu ótt jeg stekk — slíkt á ekki liafsins niður. Unni jeg sævarins harmblíða hljóm og hlustaði til hans, svo langt sem vjer munum, en þenna einhljóða, ískrandi róm, jeg ei fann í báranna stunum. En hvaðan er hann? Hver á slíka raust, svo ómýkta, skræka, svo hárin rísa? Hver æpir svo harmsárt, svo huggunarlaust? heilir svo! jeg skal því lýsa. Sá hljómur ymur frá hreisi úr mold, þars hungur kúrir við sjúkdómsbælið, og dauðinn skckur skinmagurt hold og skeikaði síðasta hælið. Frá mæðunnar klefa kemur sú raust, þars konan ver sig með iitlu barni, er faðirinn inn á þau fullur brauzt úr forinni, ataður skarni. Frá lága greninu ískrar það óp, þars atast jóð, sem af löstum fæðist, og svívirðing öll, sú er armæðan skóp, í ormsinogið brúðarskraut klæðist. Hvar fæddist það óp? það fæddist í nauð, og fjarri likn það i sandauðn kveinar. Og ópið er sífellt hið sama: Brauð, og svarið er jafnan: Steinar.

x

Heimdallur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.