Heimdallur - 01.01.1884, Blaðsíða 16

Heimdallur - 01.01.1884, Blaðsíða 16
16 beðið við fráfall Gambettu. Hann Ijet feeta upp auglýs- ingar í París og fór þar mörgum hörðum og óvirðulegum orðum uin stjórnina, og lijet á þjóðina að reka hana frá völdum. Stjórnin ljet þegar taka hann fastan og lagði fyrir þingið frumvarp til laga um að gjöra ættingja hinna frönsku konunga útlæga, en það náði ekki samþykki. Út úr því urðu tvisvar ráðherraskipti. Loksins tókst Ferry 22. d. febr. að mynda nýja stjórn, sem enn situr að völdum. í þeirri stjórn eru vinir Gambettu og fylgismenn. Tveir fiokkar hafa risið gegn henni: byltingamenn og endurskoð- unarmenn. Byltingamenn komu nokkru uppþoti til leið- ar í byrjun marzrn, en stjórnin bældi það óðar niður. Endurskoðunarmenn vildu láta endurskoða stjórnarskrána, breyta kosningarlögunum og takrnarka mjög vald öldunga- ráðsins. Stjórnin var því mótfallin og þingið fjellst á skoðun hennar með töluverðum atkvæðamun. þingið veitti og dómsmálaráðgjafanum vald til þess að reka ýmsa ein- valdssinna úr dómaraembættum. Hann neytti þess ræki- lega og rak burtu dómara svo hundruðum skipti. Ein- valds6Ínnar misstu annars foringja sinn, þar setn greifinn af Chamliord, sá er uæstur' stóð til valda, Ijezt 24. ágúst. Nú stendur næstur greifinn af i’arís, sonarsonur Loðvíks Filips konungs. — I utanríkismálum hafa Frakkar látið til sín taka þetta ár; einkurn hefur Uveðið að því á Mada- gaskar og Austur-Indlandi. Frakkar hafa áður átt mök við þjóð þá á Madagaskar, er Hovaar nefnast. Drottning þeirra gekk nú á forna samninga með því að banna Norð- urálfumönnum að eignast þar land og auk þess var sendi- herra Frakka óvirðing sýnd. þá sendu þeir her þangað og heimtuðu meðal annars, að ríkið væri lagt undir vernd þeirra. Viðskiptum þeirra er enn ekki lokið, en síðustu fregnir segja, að drottningin muni láta undan. Frá mál- um þeirra í Austur-Indlandi er það að segja, að 25. ágúst neyddu þeir stjórnina í Anam til að kannast við að An- amsbúar væru skjólstæðingar Frakka. Stjórnin þar fal og Frökkum á hendur að annast mál sín við aðrar þjóðir bæði í Asíu og anuarsstaðar. Einnig lijet hún því að draga her sinn frá Tonkín. Frakkar skylda aptur reka þaðan víkinga þá, er kalla sig «svarta fánann- ; tollþjónar Frakka skyldu og heimta þar toll o s. frv. þegar svo var koinið risu Kínverjar gegn samningnum og þóttust sjálfir hafa yfirráð yfir Anam, og væru því sainningar konungs þar ógildir, nema liann leitaði samþykkis Kinverja keisara, en mest var þeim í mun, að Frakkar næðu þar ekki meiri fótfestu og yrðu þannig nágrannar sínir. Út úr þessu varð nú þras tnikið og vafningar, og þar kom að Kínverjar dvógu her saman við landamærin á Tonkín og bjuggust til að veita svarta fánanum liðsinni. þá þótti Frökkum vænlegast að auka lier sinn þar eystra og til þess veitti þingið hjer urn bil 30 rni11. franka í desemberm. Konungur- inn í Anain, Hiep-Hoa, var hlynntur Frökkuin, en óvinir þeirra hafa nú ráðið hann af dögum og • náð völdum. Borgina Sontay hafa Frakkar tekið herskildi frá svarta fánanum. Líkindi eru til þess að styrjöld komi upp með Frökkum og Kínverjum, en þó er það ekki víst, því að Englendingar hafa boðizt til að miðla málum. Frá Ítalíu skulum vjer að eins geta hins ógurlega viðburðar, er skeði 28. júlí. þá eyddi landskjálfti bænum Casarnicciola á eyjunni Ischia, og Ijetu þar margar þús- undir manna lífið. Um leið skal þess getið, að menn vita ekki til, að nokkurn tíma hafi orðið jafnmargir jarð- skjálftar á einu ári, eins og þessu síðastliðna. í Kússlandi var keisarinn krýndur í Moskow 27. mai með fáheyrðri viðhöfn. Menn höfðu spáð að Níbílistar mundu freista að ráða keisarann af dögum um það leyti, og enda að þeim iriundi takast það. En ekki rættust þær spár; þeir gjörðu alls ekkert vart við sig. Sumir höfðu og búizt við, að keisarinn mundi gefa þegnum sínum stjórnarb J aokkra, en því var ekki að heilsa. þar situr cnn allt við sama að því leyti. Níhílistar hafa gjört vart við sig í lok ársins, hafa drepið foringjann fyrir leyni- lögregluliðinu í Pjetursborg og enda sagt að þeir hafi bekkst til við sjálfan keisarann; að minnsta kosti hefur keisarinn orðið fyrir áfalli nokkru eigi alls fvrir löngu, sem flestir kenna þeim. — 3. sept. dó mesti snillingur Kússa Ivan Turgénjevv, skáldið heimsfræga, í Bugival við París. Lík hans var flutt til Rússlands, og má nokkuð af því marka, hvernig yfirvöld Kússa eru, að þau gjörðu allt, sem þau gátu til þess að bæla niður virðingarmerki þau, sem þjóðin ætlaði að sýna honum liðnum. Hann var allt of frjálslyndur, allt of göfuglyndur fyrir rússnesk yfirvöld. Á Spáni sunnanverðum voru í marzm. óeyrðir nokkrar. Byltingafjelag eitt, er nefndist «svarta höndin*, olli þeim; innan skamms kom stjórnin reglu á aptur. Umbrotatil- raunir urðu þar og meðal hermanna nokkurra í þá stefnu að koma þar á þjóðveldi, en þær voru bældar niður. Alfons konnngur ferðaðist í septemberm. til funda við þá keisarana í Austurríki og þýzkalandi, og var vel fagnað. Hann var viðsíaddur hersýningar miklar, sem Vilhjálmur keÍ6ari ljet halda um þær inundir. þar var Alfons kon- ungur gjörður að heiðursforingja riddarasveitarinnar í Strassborg. Eptir það ferðaðist hann til Parísar, en þar var honum ekki eins vel tekið, því múgurinn æpti að hon- um og bljes. það kom af óánægju inanna þar yfir að hann þá foringjatignina, því Frökkum þótti það vottur þess, að hann viðurkenndi rjett Prússa til sveitanna, er þeir tóku frá Frökkum. Grévy forseti afsakaði þessar viðtökur við Alfons konung, en kalt mun hafa verið milli landanna nokkurn tíma á eptir. Efnisyfirlit: Holger Drachmann, med mynd, eptir Björn Bjarnarson. — 2 kvæði eptir Drachmaan, þýtt hefur Hannes Hafsteinn. — Hann dó og var grafinn, þáttur eptir sama, Bertel E. O. Þorleifsson hefur þýtt. — Bazarbygging (einskonar ver/.lunarbúð) í Buda í Ungverjalandi. ~ Ur Senilia eptir Turgenjew, Sigurður tórðarson hefur þýtt. — Svifferjur eptir Valtýr Guðmundsson. — Helztu viðburðir á árinu 1883 eptir G. Ritstjóri og útgefaudi cand. juris Björn Bjarnarson, Nörrebrogade 177. Kaupmannahöfn. KaupmanBahöfn. — 1 prentsmiðju S. L. Möllers.

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.