Heimdallur - 01.01.1884, Síða 6
var ekki sjerlega vel læs, og las dræmt, og dró
seiminn sísnöktandi, þá er hún var að reyna að
syngja það, sem hún ekki gat lesið. En þessi
litlu og lausheptu blöð gátu fingurnir fálmandi og
titrandi og farnir að kröptum fitlað við, brotið og
b 'gglað þegar hann lá þarna aleinn og dauðveikur
í rúminu. það var þó ætíð afþreying. Hann las
og !as þangað til kvalaköstin komu og báru hörk-
una ofurliði, svo að hann gat ekki látið af hljóð-
um um langa hríð; þegar honum svo ljetti dálítið,
fór hann aptur að lesa, og heilin og stdru sárin
lians logasviðu þá eins og glóandi járn, hvort í
kapp við annað.
Einn morgun kallaði hann á Lenu. Hann
hafði með nöglinni — það var löng og bjúg, bik-
svört nögl — strikað undir þessa setningu: «þeirra
ormur deyr ekki og þeirra eldur slokknar ekki>.
«Annars — heyrðu — Lena!» sagði hann.
«11vað hefi jeg annars gert af mjer, sem geti
verið svona iilt ••.
Hún svaraði engu, en fór upp að auganu á sjer
með annari hendinni með annífnum, sem hún hafði
verið að skafa hreistrið af magurri kolamurtu með.
« Hef jeg nokkurn tíma barið þig», spurði hann.
«Nei, guð komi til!» sagði hún snöktandi, og
tók nú svuntuhornið sitt með þeirri hendinni, sem
hjelt áður á knífnum.
«Eðahana Mettu Maríu — nema í þetta eina
skipti, þá er hún hleypti grísinum okkar út».
«Nei, nei», svaraði hún.
«Eður hef jeg verið drykkfeldur — eður sóað
peningum í spilum — eður.,. ?» Svo gat hann ekki
komið meiru upp í einu, honum yfirþyrmdi svo,
höndin datt máttlaus niður á rúmstokkinn og iitlu
bl ðin ofan á gólíið, ofan í daunillar druslur, sem
lágu þar — sáraplástrana, sem hann hafði tætt af
sjer um nóttina.
Hún laut niður, tók upp blöðin og druslurnar
og fór niður í eldhús og fleygði hvorutveggja í eld-
inn. En eins og hún yrði hrædd við ofdirfsku sína
hrifsaði hún óðar prentuðu blöðin út úr eldinum,
og nuddaði brenndu blettina með hendinni og lagði
skræðurnar upp á hylluna upp yflr diskunum.
Druslurnar Ijet hún eldinn eiga og frá þeim lagði
fljótlega óþef og illan daun, er þær brunnu — það var
líkbrenna þetta.
f>að kom ekki optar til tals með þeim, þetta
efni; ívar ias ekki framar í blöðunum sem legið
höfðu í búnkum í rúminu hjá bonum, hann fjekk
Lenu þau, og leit undarlega til hennar, um leið og
hann gerði það og alltaf elnaði sóttin, þjáningarnar
fóru sívaxandi; hann ranghvolfdi augunum svo að
hvítan — þaðerað segjamargula—vissi út í hvert.
skipti sem járnplatan á milli herðanna áhonum varð
hvítglóandi — því að svo fundust honum sárindin
vera. IJndir eins og hvert kvala kastið var afstaðið,
lygndi liann augunum og lá í móki, svo komu
kvalirnar aptur; járnplatan varð hvítglóandi aptur,
hann engdist aptur, og lá í móki aptur. f>etta var
ekki stríð fyrir lífinu eins og sumstaðar stendur;
það var ekki stríð fyrir trúnni — eins og stendur
annarsstaðar, það var dauða stríðið og það dróst
i á langinn.
«Og aumingja greyið», sagði hjeraðslæknirinn,
og rjeði af að segja Lenu, að hann væri dauðans
matur — að hann vildi enga borgun hafa framar
og að það væri ekki til neins, að senda eptir sjer
framar. Honum fannst þetta fallegt af sjer. Hann
skildi ekkert í, að Lenu brá svo lítið við þenna
boðskap. «þ>esskonar fólk er líka alveg tilfinning-
arlaust» hugsaði liann og yppti öxlum, og hreiðr-
aði um sig í vagninum. Lena fylgdi lionum til dyra,
"Læknirinn hefði nú annars gjarna getað sagt
okkur þetta fyrri» hraut út úr lienni.
«Af stað!» sagði hjeraðslæknirinn.
|>að stóð engin Yon við þessa sóttarsæng.
Allir sáu það, og að lokum töluðu menn um það,
ef tveir menn hittust, þannig var brotinn af því
sárasti broddurinn — nema fyrir þann sem undir
því lá.
Lena var orðin rauðeygð, en hætt að gráta,
hún átti engin tár framar. Metta María þar á
móti — barnið — var ekld búin að gráta út ennþá,
hún átti enn töluvert eptir af tárum. Hún var
ljettlynd og áhyggjur bitu lítt á hana enn — hún
var barn — og það hjelt henni uppi lengi vel, en
þá dagana, þá er sem verst var uppi á loptinu,
settist hún á hækjur sínar út í liorni, með svuntu-
bleðilinn sinn fyrir andlitinu.
Ef að Andrjesi þá varð gengið framhjá opnum
dyrunum, og sæi liann barnið sitja þannig, gekk
hann ætíð inu, losaði svuntuna frá andlitinu á
henni, tók utan um litlu, mjúku og óhreinu höndina,
og fal hana í stóra hnefanum sínum, sem var orðinn
gljáharður af að hreistra og slægja, og sagði:
«Eigum við að koma og sjá grísinn — ha?».