Heimdallur - 01.11.1884, Síða 11

Heimdallur - 01.11.1884, Síða 11
„Jeg veit ekki, hvort jeg má breiöa ofan yfir það“ sagði hún. „En þjer vitið, að jeg á að vita það. Meir enn so! en jeg vil ekki vita það, jeg vil ekki vita það!“ Hann fór aptur, að ganga um gólf. „Breiða ofan yfir — rjett er nú það — Eruð þjer að nokkru leiti skyhlugar til að segja það ?“ „Jeg er hrædd um að tvær sálir glatist, ef jeg þegi“. Presturinn tók stakkaskiptum í hendingskasti. Hann nam staðar, krosslagði hendurnar og sagði: „Nú verðurþaö alvarlegt, kona góð! Guð komi til! Skelfing er að vita, hvernig alit gengur í þessum dauðans-skugga-dal! — Viljið þjer ekki fá yður sæti? þjer hljótið að vera þreytt.“ „Nei, jeg er ekki þreytt.“ „Jeg get trúað því. Efvandræðin eru eins rnikil og þjer segið, þá hafið þjer víst ekki tíma til að vera þreytt. Er yður ervitt með að segja upp alla söguna?11 „Erviðara enn so að það taki tali.“ „Glæpamaðurinnerkannske nákominn yður!" „I’að er sonur minn,“ „Guð hjálpi yður. Er mikið íhættu, ef allt kemst upp?“ „Iiann yrði víst drepinn.“ Presturinn stökk upp. „Kona, kona, ætlið þjer, að láta drepa son yöar?“ Salbjörg hafði ekki hrært legg nje lið síðan þau byrjuðu að tala saman, en nú gjörði hún það. Hún haiði talað skýrt og skorinort og komið næstum því harðlega fram hingað til, en þegar hjer var komið samræðunni, brutust bág- indi hennar og vandræði undan fargi því, sem þessi skelfing hafði lagt á hana. Snjóskaflar þeir, sem óhamingjan haföi kýngt niöur í liuga hennar, fóru að þiðna og breytast í hoppandi vorlæki, sem gerðu sjer far um að bera sorg hennar á burt; yfiðborðið var gaddað, en undir því spratt grænt gras, og þar var nóg af sól og sumri, því liver hugsanin rak aðra og allar hlúðu þær að frjóvöngunuin inni fyrir. „Haldiö þjer jeg megi breiða yfir það?« spurði hún prestinn; það lá einhver óumræðilegúr mjúk- leikur í röddinni og hún starði so fást á prestinn, að það var alveg eins og hún ætlaði að lesa hann niður í kjölinn. Pegar presturinn áttaði sig, sagði hann: „Pjer sögðuð, að sál tveggja manna væri í veði.“ „Já.“ „Hver er annar?“ „Faðir hans.« „Peir hafa þá drýgt glæpinn í fjelagi?“ »Nei, en hann hlýtur að hafa veður af, að það er ekki alltmeð feldu, og þó vill hann ekki j hjálpa mjer.“ „Meir enn so! liann hefur aflt af verið fyrir sollinn, og nú eruö þjer hræddar um, að seinni villan verði verri hinni fyrri fyrir honum, ef þetta kemst klaklaust af.“ »Já.“ í „Hafið þjer borið þeim glæpinn á brýn?“ „Jeg bef reynt allt, sem jeg hjelt að væri í til nokkurs. “ „En það hefur ekki dugað?“ „Nei.“ | „Já hjer er að ræða um líf og dauða, eins j og þjer segið, og líf og dauða í tvenskonar skilningi, rneir að segja. Pjer vitið ekki, hvort j þjer eigið heldur að gjöra. Já, sona gengur \ það dags daglega. Við vitum ekki, hvort vjer \ eigurn heldur að kjósa það líf, sem er dauöi eöa þann dauða, sem er líf. Segið þjer mjer í upp alla sögu.“ Salbjörg sagði allt satt og rjett og þegar hún var búin, sat presturinn ianga lengi í þung- um þönkúm. Nú vissi hann allt saman, og var \ sjálfur að spyrja samvizku sína ráða; seinast í spurði hann Salbjörgu: »Haldiö þjer sjálfar aö guð krefjist þess, að þjer Ijóstið þessu upp?“ „Jeg ætlaði að spyrja yður, hvað þjer hjeld- uð um það,1' spurði Salbjörg í hálfum ldjóöum. „En haldið þjer það sjálfar?“ Konan í króknum liikaöi sjer ekki við að segja já, en lágt var það. Presturinn gekk aptur og fram og átti auð- sjáanlega í erviðu stríði við sjálfan sig. Sal- björg stóð í sömu sporunum og beið úrslita. j Presturinn var opt í þann veginn, að ganga að henni, en hætti allt af viö það aptur. En allt í einu nam hann staðar fast fyrir ; framan hann, starði inn í augun á henni og sagði: „Biðjið þjer guð að hjálpa yður, og farið þjer að, eins og þjer lialdið, að hann vilji.“ Hann | var nærri því byrstur. Nú var ekki til neins fyrir Salbjörgu aö

x

Heimdallur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.