Heimskringla - 10.07.1929, Side 6
«. BLiAÐSÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 10. JÚLÍ, 1929
EKKEHARD
Saga frá 10. öld.
eftir I. von Scheffel.
“Eg naut nú hvíldar minnar í sakleysi og
beið þess að einhver neisti af heimspekilegri
hugsun hrykki af vörum þessara manna, þá
sjaldan að þeir tautuðu eitthvað. En ekkert
ljós sást, því að þeir voru að skerpa vopn
lymsku sinnar.
“Meðal þeirra var ungur skólapiltur og
eldri unglingur, sem—jæja, hann var það, sem
hann var! Þeir sögðu að hann væri góður
kennari í klausturskólanum, þótt mér virtist
hann horfa á heiminn með turtildúfu-augum.
En ég hefi hitt og annað um þennan dauf-
leita kennara að segja. Hlýðið á frásöguna
um verk hans. Hann var á gangi fram og
aftur og flekaði þá klausturskólasveininn til
þess að verða vitorðsmaður í þessu lymsku-
lega bragði.
“Kvöld var komið og vér sátum yfir mál-
tíð og glöddumst við Bakkus, er mér var það
á í ræðu, er ég mælti óundirbúninn af vörum
fram, að nota rangt fall, ég notaði þolfall í
stað þágufalls.
“Og nú kom það í ljós í hvaða grein
fræðimennskunnar þessi marglofaði kennari
hafði verið að leiðbeina lærisveini sínum allan
daginn.
“Slíkur glæpur gegn máli og málvísidum
á skilið flengingu! sagði þessi ósvífni strákur
glottandi við mig—viðurkenndan fræðimann;
og hann bullaði upp úr sér níðvísu, sem kenn-
arinn hefir hlotið að hvísla að honum, en
henni var tekið með skellihlátri í salnum á
kostnað hins framandi gests.
“En hver getur verið í vafa um, hverskon-
ar skáldskapur muni hafi verið á vísu, er
hrokafull munkaþvaga hefir sett saman?
Hvað þekkja þeir til hinnar innri byggingar
kvæðisins — hvemig hvert kenninafnið verð
ur að taka við af öðru, þar til erindið glitrar
eins og gljáandi heild? Hvað þekkja þeir til
hins göfuga virðuleika skáldskaparins? Þeir
glenna sundur á sér varirnar og hrækja út úr
sér vísu á sama hátt og Lucilius, er Horace
merkti eftirminnilegast, sá, er staðið gat á
öðrum fæti og látið buna upp úr sér tvö
hundruð erindi eða meira á klukkustund.
Hugleiðið því, virðulegu bræður, hvílíku ó-
réttlæti ég var látinn sæta, og hverskonar
skepna það hefir verið, sem smánaði meðbróð
ur sinn fyrir að nota rangt fall!”
Maðurinn, sem drýgt hafði þetta ódæði
í gamni, var Ekkehard. Hinn hræðilegi glæp
ur hafði verið framin fáeinum vikum áður en
forlögi höfðu sent hann til Hohentwiel. Og
hann var gjörsamlega búinn að gleyma því
um morguninn, sem gerst hafði við málsverð-
inn kveldið áður. En í brjósti fræðimanns-
ins, sem staðinn hafði verið að villu í mál-
fræði, sat samskonar hatur, beiskt og nag-
andi, eins og tilfinningin, sem lét Ajax fallast
á sverð sitt. Gunzo reið út úr dalnum, sem
Sitters rennur um, og hélt í norður. Augu
hans horfðu á Constance-vatnið og Rín-
hugur hans var við þolfallið.
Hann reið í gegnum forna, gráa hliðið
á Köln og hélt inn í Belgíu. En hið ranga
þolfall hvíldi stöðugt á baki hans eins og
martröð. St. Amandus-klaustrið laukst upp
fyrir honum. Þolfallið reis upp fyrir augum
hans meðan stóð á óttu-söng og kveldþjón-
ustu, og krafðist afplánunar.
Engar endurminningar eru öskemtilegri
og engar eru einsi langlífar og þær, er vér
höfum orðið til athlægis fyrir eigin tilverkn-
að. Mannlegt hjarta er svo ófúst til þess að
játa sinn eigin veikleika, að margur maðurinn
getur hugsað um blóðsúthellingar og vígaferli
án þess að komast í nokkura geðshræringu,
en hann finnur blóðið streyma til höfuðsins
er hann minnist heimskulegrar setningar, er
honum hefði orðið á að segja, einmitt þá, er
hann héfði langað til að segja eitthvað and-
ríkt.
Bunzo var þess vegna staðráðinn í því
að hefna sín á Ekkehard, og þetta varð meist-
araverk á sinn hátt, því að hann var fimur og
hæfinn með pennanum og eyddi mörgum mán
uðum í þetta — dökkur mjöður, sem í voru
mörg hundruð fróðleiksmolar, kryddaðir með
pipar og ormarótum og öðrum beiskum krydd
jurtum, sem setja þetta unaðslega bragð á
ádeilurit klerkastéttarinnar.
Undir ritinu var sem rynni skemtilegur
ósvífnis-straumur, og lesaranum finnst því
iíkast, sem veriö sé að lemja mann með þreski
þúst í næstu hlöðu, og er það þægileg mót-
setning við vora tíma, er eitrið er rétt í gylt-
um pillum, og þeir, sem við eigast, hneigja sig
kurteislega hvor fyrir öðrum áður en þeir
taka til að stinga sverðunum í hvors annars
iður.
Ritinu var skift í tvo hluta; fyrri hlutinn
sannaði Ekkehard, að ómannaður hugur einn
og siðlaus gæti hneykslast á því að villast á
falli; en síðari hlutinn var ritaður til þess að
sanna heiminum að höfundurinn Gunzo væri
lærðastur, guðhræddastur og vitrastur sinna
samtíðarmanna.
Hann las í sveita síns andlitis öll gullald-
arritin og Heilaga Ritning til þess að gera skrá
yfir alla þá staði, þar seni ritarinn hefði notað
rangt þolfall, annaðhvort af dutlungum eða
vangá. Hann hafði fundið tvö tilfelli hjá
Virgli, eitt hjá Hómer, eitt hjá Terence og eitt
hjá Priscian; auk þess hafði hann fundið
dæmi þess hjá Bersiusi, er ávarpsfall var not
að í stað nefnifalls, og eitt hjá Sallust, þágu-
fallið var þar, er eignarfallið átti með réttu
heima — að ekki sé minst á öll dæmin úr
Mósebókunum og sálmunum.
“Og ef slík dæmi eru til í heilagri ritn-
ingu, hver er svo óguðlegur að dirfast að á-
fellast eða breyta þesskonar orðalagi. Munk
urinn litli í St. Gall hafði þess vega rangt
fyrir sér, er hann hugði mig illa að mér í mál-
fræði, þótt það komi fyrir að tungu minni sé
óhagræði að því, hversu mikið ég hefi notað
móðurmál mitt, sem er svo nátengt hinni
latnesku tungu.
“Nú verða mönnum venjulega yfirsjónir
á fyrir vanrækslusakir eða sökum mannlegs ó-
fullkomleika, því eins og Priscian segir svo
réttilega: "Eg hygg eigi að nokkur mannleg
uppfinning sé fullkominn á allan hátt.” Og
Horace afsakar óvandvirkni í samræðum og
ritum hinna ágætustu manna með því að
benda á, að jafvel Homer hafi stundum dott-
að. Og Aristóteles segir í Túlkun sinni; “Allt
sem röddin mælir, er ekki nema ímynd þess
leturs, er á hugann er þrýst. Hugsun hlut-
arins er til áður en houm er lýst og hluturinn
er meira virði en sérhver túlkun hans, svo sem
orðin hljóta jafnan að verða. Og sé eigi í
upphafi allt ljóst, þá verðum vér að beita þol-
inmæði og skynsemi vorri í von um að komast
að réttum skilningi.”
Og nú kom heil röð af dæmum úr sígild-
um bókmenntum um klaufalegt og kæruleysis
legt orðalag og endað á orðum postulans er
telur sér ábótavant í ræðu og eigi í þekk-
ingu. .
“Þegar maður athugar framferði mót-
stöðumanns míns í St. Gall, þá mætti ætla
að hann hefði eitthvert sinn brotist inn í garð
einhvers viturs manns og stolið rófu úr garði
hans, sem hefði svo valdið honum magaveiki
og eitrað gall hans. Sérhver maður skyldi
gæta garðs síns vel fyrir slíkum náungum!
Slæmar samvistir spilla góðum siðum.
“Og þá má vera að hann hafi ekki getað
hagað sér á aðra lund. Ef til vill hefir hann
eytt öllum deginum í að leita í sérhverri fell-
ingu á kuflinum sínum að einhverju, sem hann
gæti notað til að hressa hinn ókunna gest
með, en er hann gat ekkert fundið nema
launráð og illgirni, þá notaði hann það.
Ytra útlit hans var í fullkomu samræmi
við slíka hegðun. Yfir svip hans hvíldi föl
birta eins og fölskum málmi, sem notaður ér
til þess að svíkja hinn rétta, hár hans var
hrokkið, kufl hans fínni og laglegri en regl-
urnar krefjast, og skór hans voru léttir — í
stuttu máli, hjá honum voru augljós merki
þess hégómaskapar, sem St. Hierónýmusi var
svo lítið gefið um, er hann ritaði: “Eg hefi
uppgötvað, mér til sorgar, að í klerkastétt um-
dæmis xm'ns eru margir, sem ekki hirða um
annað en að gera klsejði sín sætlega ilmandi,
fingur sína fagurlega fægða; þeir smyrja
hrokkið hár sitt og skór þeirra eru útsaumaðir
og þröngir að fætinum. Klæðnaður þessi er
naumast hæfur daðurdrengjum eða brúðguma,
hvað þá þeim, sem helgað hafa líf sitt drottni.”
“Þá hefi ég ennfremur hugsað um það,
hvort sjálft hljóðið í nafni hans myndi ekki
vera í samræmi við verk hans. Og á hvern
hátt? Ekkehard eða Akhar er nafn hans
eins og hann hafði þegar við skímina verið
merktur til illgjörða ,eins og með spámannlegri
innsýni. Því hver hefir ekki heyrt getið
um Akhar, sem lagði undir sig purpuraskikkju
og tvö hundruð poka af silfri ásamt gullnum
sprota af herfanginu í Jerikó, en Jósúa lét
leiða hann út í fjarlægan dal og þar var hann
grýtiy til bana af öllum ísraelslýð, en eigur
hans voru brendar til ösku! Nafni hans í St.
Gall hefir sýnt það, að hann ber nafn fyrir-
rennarans með rétti; því að sá, sem smánar
lög velsæmisins, hagar sé eigi betur en þjóf-
ur. Hann falsar gull hinnar sönnu vizku.
“Ef leyfilegt væri að trúa á sálarflutning,
eins og Pythagóras kennir, þá væri vel hægt
að trúa því að sál Hebreans Akhar hafi farið
í Ekkehard og væri svo, iþá væri sálin aumk-
unarverð. Því að betra væri að dvelja í
líkama refs en slæms munks. Eg hefi ritað
þettað allt án persónulegs haturs eða kala.
Hatur mitt beinist eingöngu að meðfæddri
illsku mannsins, og þar með að sérstökum
eiginleikum hans, en ekki að manninum sjálf
um, sem oss ber að virða, samkvæmt Heilagri
Ritningu, sem ímynd guðs.”
“En gerið svo vel að veita því athygli,”
hélt Gunzo áfram í síðari hluta bókarinnar,
hversu heimskulega óvinur minn hefir hér
Unnið gegn því, sem horfir til aukinnar þekk-
ingar. Meira en eitt hundrað skrifaðar bæk-
ur hafði ég flutt með mér yfir Alpafjöllin;
vopn friðarins mætti nefna þær; þar á meðal
var hin mælska bók Marcianusar Leiðbeining
í hinum sjö listum, ómælanleg dýpt Platós í
Timaeus, hin óaðgengilega vizka Aristoteles-
ar í Túlkun, sem jafnvel hefir ekki verið könn-
uð að fullu enn þann dag í dag, og hin virðu-
lega mælska Cicerós í Umtalsefni.
“Hversu alvarleg og gagnsamleg hefði
viðræða vor getað verið, ef þeir hefðu spurt
mig um þessi auðæfi! Hvernig átti mér að
koma það til hugar, að þeir myndu gera mig
hlægilegan, mig, sem guð hafði svo margt gef-
ið, og fyrir þá einu sök, að mér hafði orðið á
að nota rangt fall! Eg, sem þekki hvert ein-
asta orð í Donat og Prician. Þessi innantómi
heimskingi heldur ef til vill að hann beri alla
Grammatica undir kufli sínum. Kæru bræð-
ur, hann hefir einungis séð á bakið á henni og
það úr mikilli fjarlægð. Ætti hann að reyna
að ná í hana og fá að líta hennar tignarlegu
ásjónu, þá myndi hann hrasa um sínar eigin
klunnalegu fætur og falla til jarðar. Gramma-
tica er göfug kona. Hún lítur mjög á ólíka
lund út í augum skógarhöggsmanns og spek-
ings.
“Á ég einnig að minnast á hina fögru
systur málfræðinnar, Ritsnildina, sem gríski
spekingurinn kallaði fóstru anda síns? Ó, þú
göfuga list, sem veiðir heimskingjann í snörur
þínar, en sýnir hinum vitra manni, hvernig
hann á að varast þær! Það er hún, sem sýn-
ir hina huldu þræði, sem liggja milli þess, sem
er, og þess, sem ekki er. En um þetta veit
munkurinn í kuflinum ekkert! Ekkert um
þau djúphugsuðu brögð, sem skýrt geta, ef
notaðar eru hinar nítján tegundir af líkingum,
allt, sem hugsað hefir verið og nokkurru
sinni verður hugsað. Guð er miskunnsamur
og hefir varnað honum þessarar þekkingar.
Hann hafði einungis notað hana í sviksamleg
um og illum tilgangi.’’
Hinn lærði ítali sýndi á þennan sama hátt
yfirburði sína í öllum vísindagreinum. Heil-
um kafla var varið til heiðurs ræðusnilldinni
og dásemdum hennar, og var þar talað undir
rós um sérstaka menn, sem gyðjan Minerva
hafði eitt sinn birst eins og í draumi og einn-
ig getið um bjána, sem héldu að það væri
merki um vizku og vera stuttorður.
“Þá voru Stærðfræði, Flatarmálsfræði og
Stjörnufræði gerð skil, og margar spaklegar
athugasemdir gerðar um vandamálið hvort
himinlíkamarnir hefðu sál, skynsemi og mögu
leika til ódauðleika, og ennfremur um það,
hvort skipun Jósúa: “Sól, stattu kyr í Gideon
og þú tungl í Ajalon-dalnum” hefði líka stöðv
að hinar fimm pláneturnar, eða hvort þeim
hefði verið leyft að halda áfram göngu sinni.”
“Djúpskygn rannsókn þessa efnis leiddi
beint til ræðunnar um samræmi himinsvið-
anna og þaðan svo sem af sjálfu sér til Söng
listarinnar, sem síðust var talin af listum menn
ingarinnar, og á þennan hátt var fleyi hefnd-
arinnar, er borist hafði áfram á öldum lær-
dómsins, stýrt beint í langþráða höfn.
“Fyrir hverja sök hef ég útskýrt þetta
allt,?” spurði hann að lokum.
Ekki til að gera grein fyrir undirstöðu
atriðum listanna, heldur til þess að leiða í
ljós fákænsku heimskingja, sem heldur vildi
elta uppi villur en að leitast við að læra sanna
vizku af gesti sínum. Þótt heimur listar-
innar væri lokaður hans innra manni með öllu.
þá gat hann samt notið nokkurs endurskins
frá birtu minni. En hann svelgdi sig upp með
ósvífnl til þess að félagar hans í klaustrinu
skyldu halda hann lærðann, alveg eins og
froskurinn í mýrinni, sem hélt að hann væri
stærri en nautið. Nei, aldrei hefir þessi ves-
lingur staðið á hæðum þekkingarinnar, og
heyrt rödd guðs mæla í eyra sér. Hann fædd
ist í eyðimörk, var alinn upp innan um hjal
heimskingja, og sál hans hefir varðveitt hætti
viltra dýra. Hann neitaði að dvelja í heimi
atorku og framkvæmda og hann er óhæfur
fyrir hið innra líf íhyglinnar, þess vegna hefir
óvinur mannkynsins markað hann fyrir sitt
líf. Glaður myndi ég biðja yður að hjálpa
honum með læknandi lyfum í sjúkdómi, en ég
er hræddur um, ég er mjög hræddur um, að
sjúkdómur hans eigi sér of djúpar ræitur.”
“Og nú getið þið sjálfir sem þetta hafið
allt lesið, um það dæmt, hvort ég hafi átt skilið
slíka meðferð og athlægi af hendi þessa fá-
ráðlings. Eg fel bæði sjálfan mig og hann
undir dóm yðar, því að fyrir dómi hinna vitru
hverfur fíflið inn í sína eigin auðn, sem hann
á skilið. Endir!”
“Lofaður sé St. Amandus!” mælti Gunzo
enn einu sinni, er hann hafði ritað síðasta orð
ið. Gamli höggormurinn í Eden hefði verið
ánægður ef hann hefði getað horft á þennan
mann, ‘“skapaðann í guðs mynd,” er hann
skrifaði síðasta orðið. “Og guð leit yfir allt,
sem hann hafði gert, og sá að það var harla
gott.” Meistari Gunzo gerði slíkt hið sama.
Hann gekk að málmspeglinum og horfði
á mynd sína, eins og það skifti miklu að hann
lærði að þekkja hvem drátt í ásjónu manns-
ins, sem gert hafði út af við Ekkehard frá St.
Gall. Hann hneigði sig djúpt fyrir spegil-
myndinni áður en hann fór.
Klausturklukkunni hafði verið hringt til
þess að kalla menn saman til kveldverðar.
Búið var að syngja sálminn og fara með borð-
bænina og bræðurnir sátu fyrir framan sjóð-
andi grautardiskana, er Gunzo kom inn bros
andi af ánægju. Ábótinn benti þegjandi á
horn í salnum, langt þaðan, sem hann var
vanur að sitja, því að sá, sem oft kom of seint
til máltíða, sætti þeirri refsingu að verða í
snæði einn sér og vín hans var gefið fátæk-
um. Gunzo settist niður og drakk þegjandi
lindarvatnið. Var ekki bókin hans albúin í
klefanum? Það var nægileg huggun.
Hann bauð nokkurum kunningjum inn í
klefan að aflokinni máltíðinni, og fór nú eins
laumalega, eins og um hulinn fjársjóð væri
að ræða. Og hann las nú fyrir þeim bókina.
Klaustrið í St. Gall var allt of frægt um
kristna veröld fyrir bækur sína skóla og lærða
bræður til þess að lærisveinum St. Amandus-
ar væri ekki einkarijúft að hlýða á hvásið í
Gunzo. Heiminum er óft langt um minna
gefið um hæfileika og óaðfinnanlegt fram-
ferði en illsku og synd.
Þeir kinkuðu þess vegna ánægðir kolli
er Gunzo las fyrir þá bragðmestu kaflana.
“Það er tími til þess komin að þessum
birnum í Helvetíu verði sagt til syndanna!”
sagði einn þeirra. “Ósvífni og ókurteisi á
ekki betri meðferð skilið.”
Gunzo hélt lestrinum áfram.
“Bene, optime, aristotelicissme!” sögðu
áheyrendur hans að lokum. “Verði þér að
góðu, bróðir Ekkehard!” sagði annar. “Belg-
iskt krydd til þess að bæta Helvetiu-ostinn!”
Yfirmatreiðslumaðurinn faðmaði Gunzo
að sér með tárin í augunum. Aldrei liafði
neitt verið sent frá klaustrinu St. Amandus,
sem var eins djúphugsað, svo þrungið af lær-
dómi og svo fagurt. Aðeins einn bróðirinn
þagði.
“Jæja, hvað segir þú?”’ spurði Gunzo.
“Hvað hefir orðið af kærleikanum?’’
spurði hann lágt og þagnaði síðan.
“Þetta er alveg rétt hjá þér, Hucbolt!”
mælti Gunzo. “Það verður að bæta úr þess
um galla. Kærleikurinn heimtar að vér biðj
um fyrir óvinum vorum. Eg ætla þess vegna
að bæta við bæn fyrir fíflinu í niðurlagi bók-
arinnar. Það minnir á fyrirgefningu og mun
renna tilfinningasömum mönum til rifja.’
Bróðirinn svaraði engu. Það var orðið
framorðið, og hópurinn’ litli.læddist á tánurn
út úr klefa Gunzos. Gunzo reyndi að halda
þeim, sem minnst hafði á kærleikann, eftir,
því að hann mat dóm hans mikils, en bróðir-
inn snéri sér frá, og hélt á eftir hinum, en
tautaði fyrir munni sér um leið og hann fór:
“Mateus, tuttugasti og þriðji kapítuli, tuttug-
asta og fimmta vers!’’
En enginn hlustaði á hann.
Svefnin flýði frá augum Gunzo þessa
nótt; þessi vizkunnar maður sat uppi og las
handrit sitt aftur og aftur þangað til liann
hefði getað sagt nákvæmlega hvar hvert ein-
asta orð væri á hverri blaðsíðu, en þó gat hann
ekki tekið augun af línunum, sem hann þekkti
svo vel. Hann þreif í pennann að lokum.
“Guðhræddara niðurlag!” mælti hann; “þann
ig verði það!”
Hann hugsaði sig um stundarkorn og
gekk fram og aftur um gólfið.
“Það skal verða í hexameters-rími, því
að hver hefir hefnt misgjörðar á virðulegri
hátt!”
Hann settist niður og ritaði. Hann
hafði ætlað sér að rita bæn fyrir óvini sínum,
en enginn fær barist gegn sinni eigin náttúru.
Hann las enn einu sinni yfir handritið. Víst
var það ágætt. Og svo bætti hann eftirmál-
anum við. Þegar haninn galaði í fyrsta morg
unsárinu var því einnig lokið — hálf þriðja
tylft af erindum, kveðnum á ágætlega munk-
lega vísu. Ekki var nema eðlilegt fyrir
mann, sem bar mikla virðingu fyrir sjálfum
sér, að hugsunin snérist bráðlega frá bæn-
inni fyrir mótstöðumanninum og að honum
sjálfum og dásemdum verksins, er hann hafði
lokið. Síðasta erindið var kveðja til bókar-
innar, sem nú átti að leggja á stað út í ver-
öldina og ef til vill verða á vegi vondra manna,
sem ekki kynnu að meta hana og tala myndu
illa um hana og óvirðulega; var bókinni falið
að taka öllu slíku með fyrirlitningu, því að
koma myndi sá dagur að höfundurinn myndi
taka sér sæti í ríki því, er fyrirbúið væri þeim,
er notað hefðu vel hæfileika sína.
Bókfellið var hart og hann varð að
þrýsta gæsapennanum fast til þess að láta
það taka við bókstöfunum.