Alþýðublaðið - 06.05.1960, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 06.05.1960, Qupperneq 3
Enginn Breti í landhelgi Sigga Vigga ,,t>ÉR ERÖHÆTTAÐ SKILA TOSKUNN/, STÍNA. BIGTRAD/N& CODFISH CORPORATlON DÓ f FÆDINGU" verði takmarkaður FYRIR Alþingi liggur nú tillaga til þ'ingsályktun ar um það, hvort ekki sé nauðsynlegt, að sett verði lög um takmörkun á veiði tíma og veiðarfæranotkun þeirra skipa, er fiskveiðar stunda með netjum. Að þeirri athugun lokinni verði undirbúin lagasetn- ing um slíkar takmarkan ir, og verði frumvarp um það efni lagt fyrir næsta reglulegt Alþingi. Flutn- ingsmenn tillögunnar eru Birgir Finnsson o. fl. Greinargerði'n, sem ítylgir til- lögunni er svohljóðand: i Það er alkunna, að fiskveiðar í net eru nú stundaðar hér við land með þei'm hætti, að á- stæða er til að óttast, að vand- ræði geti hlotizt af, ef ekki er spymt við fótum. Hi'n fullkomnu fiskleitartæki í svo að segja hverjum bát og nælonnetin hafa stóraukið afla- magnið, og nú er svo komið, að fiskurinn á hvergi' griðland. — Jafnframt hefur nétaúthaldið verið lengt á kostnað línuveið- anna. iEr það áfit kunnugufetu manna, að í þessu eíjni' gæti meira kapps en forsjár, og er talið, að um hættu á ofveiði geti verið að ræða. Ei'nkum eru netaveiðarnar á hrygningar- svæðunum um hrygningartím- ann taldar viðsjárverðar í þessu tilli'ti. Sá háttur, sem á er hafður við þessar veiðar, veldur því einnig, að aflinn, sem komi'ð er með að landi með ærnum til- kostnaði, er oft gerður að lélegu eða ónothæfu hráefni til vinnslu. Netjafjöldi'nn, sem hver bátur á liggjandi í sjó, er svo mikill, að áhafnirnar kom- ast ekki' yfir að draga öll netin daglega, og einnig tíðkast það, að net séu látin liggja í sjó yf- ir helgidaga. Afleiðingi'n verð- ur margra nátta sjódauður ílisk ur, sem oftast er erfitt að halda aðgreindum frá þeim fi'ski, sem innbytur er lifandi. Þetta hrá- efni er naumast hæft til annars en fiskmjölsvinnslu, þó að menn freistist til að salta það eða herða vegna þess, hve lítill verð munur er á ferskfiski eftir gæð um. Blasir þarna við sú hætta, að ef þannig er haldið áfram, kunnum við að stórspilla að- stöðu okkar á fiskmörkuðunum. Framanrituð tillaga til þi'ngs- ályktunar er fram borin með það í huga, að þessi háskalega þróun verði stöðvuð og fundn- ar verði leiði'r til úrbóta. Telja flutningsmenn það hægt, t. d. með því ;að takmarka veiðitíma þannig, að ekki megi hefja netaveiðar fyrr en t. d. 15. marz eða 15. apíl, og jafnframt séu settar reglur, er komi í veg fyrir það, að net séu látin liggja í sjó meira en einn sólarhring í ei'nu, ef veður hamlar ekki drætti. ÍLoks verði takmarkað- ur sá netafjöldi, sem hverju skipi er leyfilegt lað leggja í sjó í einu. |4 í tillögunni’ er ekki gert ráð íyrir nefndarskipun til að und- irbúa þétta mál, en tilögumenn vilja benda á, að verði sam- þykkt frv. til laga um ferskfisk mat, sem nú liggur fyrir Al- þingi, þá mætti fela fiskmats- ráði þennan undirbúni'ng í sam- ráði við Fiskifélag íslands og samtök útvegsmanna og sjó- manna. ENGINN brezkur togari var í landhelgi í gær, að því er Pét- ur Sigurðsson forstjóri Land- helgisgæzlunnar tjáði blaðinu í gær. Nokkrir brezkir togarar voru um og innan við 12 mílna mörkin í fyrrakvöld en þeir fóru fljótlega út fyrir aftur. Símabilun UNDANFARIÐ hafa ýmsir símnotenda orðið varir við dul- arfulla bilun á símum sínum. Bæjarsíminn mun hafa svarað því til þeim er spurt hafa, að einhver bilun sé í stöðinni en hins vegar sé hún enn ófundin. Pétur sagði, að brezkir tog- arar væru nú allt í kringum ísland. Ekki treysti Pétur sér þó til þess að gizka á tölu þeirra. Telja má þó víst, að þeir skipti tugum. Það var við Hvals bak, sem 6—7 togarar fóru inn fyrir f fyrrakvöld. Höfðu 13 togarar tekið sig út úr hópi brezkra togara og siglt upp að fiskveiðitakmörkunum. Og Pét ur taldi, að 6—7 þeirra hefðu farið aðeins inn fyrir. Togar- arnir munu hafa beðið um her- skipavernd innan 12 mílnanna en verið synjað og héldu þeir því fljótlega út aftur. Þeir vildu ekki eiga neitt á hættu enda var Þór nærri. Stálsmiðjan sér um flokk unarviðgerð Á FUNDI bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær lá fyrir fundargerð útgerðarráðs Rvík- ur frá 7. apríl s. 1. En á þeim fundi var samþykkt að taka til- boði Stálsmiðjunnar í flokk- unarviðgerð á Ingólfi Arnar- syni. Hinn 14. marz s. 1. fóru þeir Jón Axel Pétursson, fram- kvæmdastjóri og Erlingúr Þor- kelsson, vélfræðingur, til Þýzkalands í sambandi við fyr- irhugaða 12 ára flokkunarvið- gerð og breytingar á togaran- um „Ingólfi Arnarsyni“, sbr. fundargerð síðasta fundar 11. marz s. 1. Lögðu þeir fram mjög ítar- lega skýrslu um mál þetta dags. 4. apríl og skýrðu málið jafn- framt munnlega. Samkvæmt skýrslu þessari hafa kjör þau versnað mjög, er fyrirhugaðir verktakar buðu, sem stafaði meðal annars af hækkuðum byggingarkostnaði og hækkuð- um vaxtagreiðslum af banka- láni því, er veitt skyldi í sam- bandi við flokkunarviðgerð- ina og breytingarnar. Með tiíliti til upplýsinga þeirra, sem fram höfðu komið, þótti ekki ráðlegt að ráðast í þær breytingar á b/v „Ingólfi Arnarsyni“, sem ráðgerðar höfðu verið. Hins vegar var samþykkt að taka tilboði Stál- smiðjunnar h.f. í samvinnu við Landssmiðjuna um 12 ára flokk un á skipinu fyrir kr. 2.300.000, 00, allt innifalið. Þetta tilboð smiðjunnar felur í sér verulega lækkun frá fyrri tilboðum þeirra. í þessari sömu för fóru þeir Jón Axel Pétursson og Erling- ur Þorkelsson til Englands í sambandi við 12 ára flokkunar- viðgerðir og endurnýjun á að- alvélum í b/v „Hallveigu Fróðadóttur“ og b/v „Jóni Þor- lákssyni“ og endurnýjun á að- alvélum og 8 ára flokkunarvið- gerð á b/v „Þorkeli Mána“, sem fyrirhugaðar eru á þessu ári. Lögðu þeir einnig fram ít- arlega skýrslu um viðræður þær, er þeir áttu við ýmsa að- ila í Englandi og Þýzkalandi. Tilboð lá fyrir frá þrem að- ilum í flokkun etc. á b/v „Þör- keli Mána“ og var lægsta til- boðið frá Seebeck-Werft, Brem erhaven. Var samþykkt að taka því. Lögregluna vantar vitni AÐFARANÓTT 30. apríl s.l. var kveikt í húsinu að Berg- staSastræti 10, sem er eign Sig urðar Berents. Miklar skemmd ir urðu. Rannsóknarlögreglan vill nú ná sambandi við þá, sem gerðu slökkviliðinu aðvart, einn með símtali en annar með bruna- boða, svo til samtímis. Ennfremur vill lögreglan ná tali af leigubílstjóra og stúlku, sem var í bíl hans, sem stóð um stund fyrir framan húsið, í þann mund sem eldsins varð vart. Alþýðublaðið — 6. maí 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.