Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1939 -----------lögberg----------------------- GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBLA PKE88, XjiMlTKD 695 Sargent Ave., Winnípeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave.. Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Öjá, alt er orðið nýtt! (Flutt ú miðsumarsmóti tslendinga i Blaine, 30. júlí, 1939) Eftir Eina-r P. Jónsson Þeim íslendingum, sem dvalið hafa bróðurhluta æfinn- ar vestanhafs, myndi vafalaust koma eitt og annað næsta ókunnuglega fyrir ef þeir vöknuðu upp einhvern morgun- inn með ísland nútímans ljóslifandi framundan, því svo hafa þær byltingar verið róttækar, er farið hafa eldi um landið frá því um síðustu aldamót. Og þó sviptign sól- krýndra jökla sé hin sama og fyr, og brimgnýr fossanna láti líkt í eyra, þá hefir þó landið jafnt til sjávar sem sveita tekið þeim hamskiftum, er kraftaverkum ganga næst; má þar einkum til nefna viðtæka nýrækt út frá hinum helztu kauptúnum, og þá einkum umhverfis höfuðstað landsins; þá myndi og mörgum manninum bregða í brún, er hann hvergi kæmi auga á gamla, vingjarnlega torfbæinn sinn hversu sem bert væri á sjónargler, eins og Matthías lætur Friðþjóf segja; bæinn, þar sem slitið var fyrstu barnaskónum; bæinn, sem helgaður var heitri móðurbæn og átaki einyrkjans við fangbrögð mislyndrar veðráttu; hæinn, þar sem móðirin afhenti barni sínu lykilinn að helgi- dómi islenzkrar Ijóðlistar og vaggaði því í mildiríkan svefn við óminn af Bí, bí og blaka. Við þenna bæ, torfbæinn gamla, konungsríki islenzkrar sveitamenningar, sem nýi tímiiin nú hefir jafnað við jörðu, eru tengd mörg hald- beztu sérkennin í menningu og menningareðli þjóðar vorrar; hann var eini alþýðuháskólinn í landinu, er grundvöll lagði að óðalsást og íslenzkum bændaaðli; þar átti þjóðmenning íslands öldum saman sína traustustu kjölfestu. Fram að sðustu aldamótum var islenzka þjóðin í raun réttri búnaðarþjóð, og menning hennar sveitamenning; aðrir atvinnuvegir voru fáir og réttilega skoðaðir sem hjálpar- meðöl við inegin atvinnuveg þjóðarinnar, landbúnaðinn; hændur sendu húskarla sína til verstöðva með það fyrir augum að bæta vitund í búi heima fyrir; bóndinn var knýttur órofatengslum við býli sitt, og fann í faðmi þess öryggi sitt og dýpstu heimilissælu; hann var lærður maður á landsvísu, og nam við gegningar og af lífinu sjálfu ýms þau fræði, er enginn annar háskóli gat veitt; íhyglisverð og sönn við íslenzkt sveitalif, er eftirfarandi vísa úr kvæðinu Guðni frá Signýjarstöðum eftir Kristán S. Pálsson skáld í Selkirk: “Margur vana og heimskuhlekkur höggvinn var, og numin fræði þar sem fjóss og fjárhússnæði fyrsti var og efsti bekkur.” Ljóðfrömuðir íslenzkrar þjóðar hafa öld eftir öld sungið sveitum landsins maklegt lof— “Sólgyltan man eg Múla mæna þar völlu af græna.” Þannig kveður Bjarni Thorarensen um dýrð Fljótshlíðar; þó nær ástarjátning sonar til sveitaf ekki ósennilega há- marki í ljóði Sigurðar frá Arnarvatni: “Alt það, sem eg fegurst fann, fyrir berst og heitast ann, alt, sem gert fékk, úr mér mann og til starfa kröftum hrundið, alt það, sem eg unni og ann er í þínum faðmi bundið.” • Þá á og hin íslenzka sveit glæsilega málsvara 1 strengleik, þar sein eru þeir Jón Magnússon og Guðmundur Böðvarsson hinn borgfirzki; meðan þannig er orkt, er kjarnmenning íslenzkra sveita vitanlega ekki öllum heillum horfin, og Bjartur í Sumarhúsum heldur ekki einn um hituna; þó hvílir eigi að siður um þessar mundir viðsjárverð blika yfir sveitum íslands; blika slitinna róta og í ýmsum tilfellum hreinnar og beinnar upplausnar; stórbýlin eru að líða undir lok, og með þeim líður líka undir lok gagnmerk menning margra alda. Það er flóttinn úr sveitunum, sem er alvarlega hugs. andi íslendingum þyngsta áhyggjuefnið eins og við horfir í dag, því vitaskuld er enn flest á huldu um það hver örlög híða hinna sífjölgandi malarharna í Reykjavík og öðrum kauptúnum landsins. Þrátt fyrir ný vinnubrögð, nýjar vélar og nýja tækni á sviði landbúnaðarins, er bóndinn altaf að tapa, eins og sjá má af íturhugsaðri og alvörumót- aðri ritgerð í Morgunblaðinu í Reykjavík þann 8. júní síð- astliðinn eftir Guðbrand Jónsson frá Spákelsstöðum; grein þessi nefnist “Flóttinn úr sveitunum, og orsakir hans.” Og nákvæmlega kveður við í sama tón i júní-hefti tímaritsins “Dvöl.” í bréfi til ritstjórans, sem þar birtist, er meðal annars komist þannif að orði: “Alveg sérstaklega vil eg þakka yður fyrir grein, sem þér skrifuðuð í síðasta hefti Dvalar og nefnduð “Alvarlegt ástand.” Það er vissulega óvænt, að heyra rödd úr höfuð- staðnum, sem er jafn samhljóma hugsunum okkar sveita- fólksins. Eg vil taka undir það með yður, að alvarlegasta vandamál okkar þjóðfélags sé þessi stöðugi flótti fólksins úr sveitunum, frá allri framleiðslu að fastlaunuðu stöðun- um í kaupstöðunum eða í hóp atvinnuleysingjanna, sem ráfa um götur bæjanna með reidda hnefa gegn þjóðfélaginu, en heimtandi alt af öllum. En á sama tíma — í sama landinu — er sveitafólkið að sligast undir þrotlausu starfi. Þar vantar fólk. En vilji búandi í sveit kaupa vinnu bæjar- manns, og greiða honum samkvæmt taxta bæjanna, þá hrekkur ekki afrakstur búsins til greiðslu á kaupi þessa eina manns.” Þannig horfir mál þetta við, er bóndinn hefir sjálfur orðið; hann veit bezt hvar skórinn kreppir að, og hann hlýt- ur að vita það betur en hinir, er aldrei hafa drepið hendi sinni i kalt vatn. Nú er íslenzka þjóðin orðin að tveim þriðju fiskiveiða- þjóð; má í raun réttri svo segja, að hún standi og falli með því hvernig aflast það og það árið, og hvernig til tekst um markað hinna ýmsu sjávarafurða; svo risavaxnar hafa þær verið, byltingarnar á sviði fiskiveiðanna frá síðustu alda- mótum, að heimfæra má upp á þær hið fornkveðna, að einnig þar sé í raun og veru alt orðið nýtt; róðrarbátarnir gömlu hafa sungið sitt síðasta vers, og er hið sama um skúturnar að segja; í þeirra stað hafa komið togarar, vél- bátar af ýmsum stærðum og línuveiðaskip. Islendingar eru manna áræðnastir; enda þurfti til annað og meira en algengt áræði að hrinda af stokkum öðru eins athafnabákni og togaraflotinn er. En því er eins háttað um afurðir sjávarins sem uppskeru jarðar, að þar árar ærið misjafnlega. Oss, sem þetta land byggjum er ekki með öllu ókunnugt um uppskerubrest, og þó uppskera sé í meðallagi, eða jafnvel betur en það, ber framleiðandinn þráfaldlega skarðan hlut frá borði vegna verðfalls og óhagstæðra mark- aðssambanda; við hliðstæða örðugleika á útgerð íslendinga afli a etja, og er þar af leiðandi heldur ekki ávalt jafn trygt um hag hennar og vera ætti; nú sýnist þó vera að rofa til, og giftuvænlegri framtíð í vændum fyrir þenna lang veiga- mesta atvinnuveg þjóðarinnar; mun nú og þar að verki vera draumkona íslands hin betri. Nú eru íslendingar farn- ir að skygnast um i vestri eftir sölusamböndum fyrir fram- leiðslu sina, og þá einkum afurðir sjávarins.— Hver veit nema það verði hlutverk hins nýja heims, Canada og Bandarikjanna, að leiða fsland út úr eyðimörk yfirstandandi viðskiftakreppu, og greiða íslenzku þjóðinni götu inn í nýsköpun frelsandi athaínalífs? Og væri þá vel, ef íslendingar vestan hafs ætti þar nokkurn hlut að máli, því enn sem fyr liggur þeim velfarnan stofnþjóðar sinnar harla þungt á hjarta.— „ fsland nútíinans hefir ekki farið varhluta af hraðanum; svo hafa breytingarnar á sviði samgöngumálaiuia verið örar síðustu áratugina, að alt er þar svo að segja orðið nýtt, og hið fyrra farið; hesturinn, þarfasti þjónninn, eins og séra ólafur ólafsson frá Arnarbæli nefndi hann i merkri ritgerð, hefir nú að miklu leyti tapað hinu raunverulega tilverugildi sínu; ölduin saman flutti hann landsmenn um fjöll og firnindi á baki sér, jafnframt þvi sem hann, inis- jafnlega á sig kominn, rogaðist með drápsklyfjar lifsnauð- synja að heimilum þeirra og frá þeim; stundum voru verkalaun hans af skornum skamti, og þökk goldin í þræl- mannlegum svipuhögguin, þó vitanlega ætti þar ekki allir óskilið mál; nú er hesturinn í þann veginn að skil af sér örlagaþrunginni ábyrgð, og fela hana á hendur nútíma tækninni og bílnum. Velinnrættir fslendingar unnu hestum sinum, og sumar hestavisurnar islenzku eru með því feg- ursta, sem kveðið hefir verið á tungu vora; var slíkt heldur ekki mótvon þar sem þarfasti þjónninn átti i hlut. Vestur-íslendingurinn, Sveinn prentari Oddsson, kom með fyrsta nothæfa hilinn til Reykjavikur snemma sumars 1913; með því hefst fyrsti þátturinn i sögu bílanna á fslandi; nú eru í notkun á fslandi freklega tvö þúsund bílar af öllum hugsanlegum gerðum; verðhæztu fólksflutningahílar og margar tegundir fullkomnustu vöruflutningsbíla; inn- leiðsla bílanna Ieiddi þegar til umfangsmikillar byltingar á vegakerfi landsins, eða lagði öllu heldur grundvöll að þvi; er nú að kalla bílfært um land alt; nú eru þær ferðir íarnar á degi, er áður þurfti viku til; frá Reykjavík til Akureyrar er farið á degi, og frá Reykjavík að Hallormsstað við Lagar- fljót á tveim dögum eða því sem næst; jafnvel sjálfar vega- lengdirnar eru orðnar nýjar, eða þær birtast oss að minsta kosti í nýju ljósi. Flestar ár landsins, þær, er verulegu máli skifta, hafa verið brúaðar; símar tengja bæ við bæ og sveit víð sveit, og nú siðast er rikisútvarpið komið til sögunnar með margþætt menningaráhrif frá flestum þjóðum heims; sæsimi og ioft- skeytasambönd hafa nú fyrir löngu tengt ísland við um- heiminn. Með hliðsjón af þvi, sem nú hefir sagt verið, og vitaskuld mörgu öðru, er i umbótaátt miðar, skiftir það nú margfalt minna máli en fyr hver hnattstaða landsins er; fjarlægðirnar hafa verið þurk- aðar út, aldir einangrunarinn- ar úr sögunni, og við oss blas- ir nýtt ísland, nýtt vöku- manna land, nýtt upprisu- og athafnaland, ísland hins mikla morguns. — Siglingum íslenzku þjóðar- innar er nú betur komið en nokkru sinni fyr; má það einkum og sérilagi þakka Eimskipafélagi Islands, er nokkrir framtakssamir Vestur Islendingar með höfðinglegum fjárframlögum flýttu fyrir að stofnað yrði, og islenzkur al- menningur í þessari álfu drengilega studdi með hluta- bréfakaupum. Félagið hefir nú verið starfrækt í fjórðung aldar, og má hiklaust teljast traustasta einkafyrirtækið, sem rekið er á íslandi um þessar mundir; nytsemi Eim- skipafélagsins kom snemma í ljós; það reyndist þjóðinni hin haldbezta líftaug á tíð heimsstyrjaldarinnar miklu frá 1914. Er ferðir og flutn- ingar hófust með Gullfossi milli Reykjavikur og New York, öðlaðist Gullfoss-nafnið hið annað aðdáunargildi sitt i sögu þjóðar vorrar. óumræðilegt fagnaðarefni er oss vestrænum afkomend- uin fslands það, hve giftusam- lega hefir tekist til um starf-* rækslu Eimskipafélagsins, enda mun sambandi voru við heimaþjóðina þá jafnan bezt háttað, er vér fremur erum veitandi en þiggjandi; hafa nú og að vorri hyggju, að minsta kosti greiddir verið sæmilegir vextir af blóðtökunni miklu, er þeim ýmsum á Fróni hefir verið tíðræddast um, er örð- ugast veittist að átta sig á þeim varanlega gróða, sem auknu og útvíkkuðu landnámi íslendinga meðal menningar- þjóða hins nýja heims var samfara. — ísland er undraland og strendur þess Furðustrendur; þessvegna flugu ómótstæðileg- ar og fullvængjaðar þessar lýsingalínur Jónasar með hraða eldingarinnar milli af- dals og andness: “Gat ei nema guð og eldur gert svo dýrðlegt furðuverk.” Á nokkurt land í víðri ver- öld fegurri sköpunarsögu en ísland? Vakningaröldur islenzks at- hafnalífs rísa hátt; þær hrísl- ast í allar áttir, og setja ný- sköpunarsvip sinni á eitt og alt; á rústum torfbæjanna hafa víða risið upp nýtízku steinsteypuhús; glæsilegum héraðsskólum hefir verið kom- ið á fót, sem hitaðir eru með hveravatni, og nú er í þann veginn að verða fullger há- skólabygging íslands, sem kostar hálfa aðra miljón króna, og að öllu fullnægir hinum ströngustu kröfum nú- tímans; þjóðleikahús er í smíðum, sem telja iná víst að verði þjóðinni til menningar- legrar vakningar og mikils sæmdarauka. ísland verður ekki sakað um svefngöngur; sú kynslóð, sem nú er uppi mun jafnan verða talin vöku- manna kynslóð, þó vitað sé, að kapp sé jafnan bezt með forsjá.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.