Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 11

Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 11
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1939 11 foringinn gefur nú hermönn- unum fyrirskipun um að heilsa. Þeir bregða byssum sínum á loft fram fyrir sig, en foringjarnir hneigja sverð sín til jarðar. Á því augna- bliki svífur stór og mikill ís- landsfáni hátt að hún fyrir framan sýningarhöll Banda- ríkjanna og allir viðstaddir staðnæmast og líta þessa sýn berum höfðum. Þetta er okk- ur íslendinguin hrífandi augnablik. Fáni Bandaríkj- anna og fáni íslands blakta þarna hver móti öðrum, sem tákn fornra tengsla íslands og Vesturheims og túlkun nýrra óska minustu þjóðar heimsins um vaxandi samband og viðskifti við stærstu þjóð heimsins. Að lokinni þessari athöfn var gengið fram hjá fylkingum hermannanna er þarna stóðu heiðursvörð. — Nokkru síðar bauð stjórn heimssýningarinnar til ár- degisverðar. Voru þar við- staddir allir helztu menn sýn. ingarinnar, auk allra áður- nefndra fulltrúa íslands og nokkurra fleiri.— Var þar skifst á kveðjum af hendi Bandaríkianna og fslands.— Nú var komið að því, að sjálf hátíðahöldin skyldi hefj- ast í sýningarskála fslands. Héldu því allir veizlugestir þangað. Skálinn var þétt- skipaður fólki og fjöldi manns beið við anddyrið. Til þess- arar samkomu hafði verið boðið öllum íslendingum, sem um var vitað í nágrenni New York, auk þess sem félög fs- lendinga í Bandaríkjunum og Þjóðræknisfélagið í Canada höfðu verið hvött til að beita sér fyrir komu íslendinga til New York. En aðeins munu hafa mætt rúmlega 100 fs- lendingar, aðallega úr ná- grenninu. Auk fslendinga hafði verið hoðið blaðamönn- um frá öllum merkverðum blöðum borgarinnar, ýmsum íslandsvinuin og stjórnendum fjölda fyrirtækja, sem íslend- ingar hafa haft viðskifti við, eða óska að skifta við. Voru því nokkur hundruð manns samankomin í skálanum. Há- tíðin hófst með því að fjöl- menn hljómsveit lék þjóð- söngva Bandaríkjanna og fs- lands. Var isíenzki þjóðsöng- urinn mjög vel tekinn, og fór andagt þjóðrækninnar um sal- inn. Þá tóku við ræðuhöld og stjórnaði Vilhjálmur Þór samkomunni og kynti ræðu- inenn. Ræðunum var útvarp- að um Bandaríkin og Canada og endurvarpað hér heima. Eg ætla því ekki að rekja efni þeirra til hlýtar, en vil lítil- lega geta þeirra i þeirri röð, sem þær voru fluttar. Það féll í minn hlut að hafa framsögn héðan að heiman. Eg leitað- ist við að lýsa tilgangi okkar fslendinga með þátttöku okk- ar í heimssýningunni. Okkur var Ijóst, að við hefðum ráð- ist í mikinn vanda, en við vildum umfram alt rifja upp og vekja athygli alheims á hinum fornu tengslum íslands við hinn nýja heim, er voru þau að fslendingur hefði fyrst- ur hvítra manna stígið fæti á ameriska grund. Við vildum helga skála vorn þessum sameiginlegu endur- minningum, um frelsisleit og framaþrá, og hinni vaxandi samúð og vináttu hins mikla heimsveldis og okkar litlu þjóðar. Við vorum varnar. laus þjóð, en við óttumst ekk- ert. Við treystum vinum vor- um, og eigum enga óvini. Næstur talaði aðalframkvæmd- arstjóri Bandaríkjasýningar, Edward J. Flynn. Hann sagði meðal annars að hin varnar- lausa íslenzka þjóð væri að ýmsu leyti stærri þjóðunum fremri og til fvrirmyndar, og rómaði hugrekki hennar. Þá talaði borgarstjóri New York, La Guardia. Hann er maður af ítölskum ættum, um fimm- tugur að aldri, lágur vexti, en alsstaðar auðsýnn, iðandi af fjöri og . leiftrandi gáfum, ræðumaður af guðs náð, enda einn hinn vinsælasti maður í Bandaríkjunuin. Er því orð- um hans veitt meiri athygli en flestra annara. La Guardia var ekkert að spara íslend- ingum lofsyrðin. Hann sagði: “Þið hafið afrekað meir að tiltölu við fólksfjölda og land- rýini, en nokkur önnur þjóð í víðri veröld,” og ennfremur: “Á fslandi er enginn skortur né eymd, öll þjóðin er ment- uð og það er séð fyrir gamal- mennum og sjúkum. Þetta gætu hinar stærri þóðir tekið sér til fyrirmyndar.” Borgar- stjórinn endaði ræðu sína við dynjandi lófatak áheyrenda, með þessari setningu: “Stærsta borg heimsins telur sér heiður að því, að heilsa mestu þjóð heimsins.” — Minna hefði nú mátt gagn gera — en þessi setning var birt orðrétt í ýms- um blöðum borgarinnar dag- inn eftir. — Þá talaði Gerald P. Nye cinn af víðkunnustu þingmönnum í öldungadeild Bandaríkjanna. Hann er þing- maður fyrir Norður Dakota ríki, en þar eru flestir fslend- ingar búsettir af þeim, sein búa i Bandarikjunum. Nye þingmaður sagði að Amerika ætti enga betri borgara en ís. lendinga, og engir innflytjend- ur hefðu svo fljótlega og full- komlega gjörst Amerfkanar sem þeir. — Næstur honum tók til máls Joseph Thorson,' einasti fslendingurinn, sem á sæti á sambandsþingi Canada. Hann er lögfræðingur og bú- settur í Winnipeg. Hann sagðist geta verið Nye þing- manni sammála uin að fslend- ingar hefðu fljótlega orðið góðir borgarar í Ameríku, en þeir hafa aldrei gleymt og gleyma aldrei landinu, stm forfeður þeirra komu frá né tungunni, sem vikingarnir töluðu og ef víkingur kæmi upprisinn úr gröf sinni hing- að til okkar í dag, sagði Thor- son, “væru íslendingar einu mennirnir, sem við hann gætu talað.” Ræða Thorsons var mjög skörulega flutt og var henni sérlega vel tekið. — Þá flutti varaforseti heimssýn. ingarinnar íslandi árnaðar- óskir og lofaði sýningu okk- ar og loks flutti. Dr. Vilhj. Stefánsson ræðp á víð og dreif, en gat einkum um kenn- jngar sínar viðvíkjandi fs- landi og Ameríku. Var hon- um vel fagnað af áhyerend- um, en útvarp stöðvaðist í upphafi máls hans. Á milli ra’ðanna söng Guðm. Kristáns- son frá Borgarnesi nokkur ís. lenzk lög af mikilli smekk- vísi og við almennan fögnuð áheyrenda. Loks lék hljóm- sveitin íslenzk þjóðlög og þótti ýmsum það inerkileg og ný- stárleg tónsmíð. ■— Það var auðséð að öllum viðstödduin Geysir Bakery 724 SARGENT AVE. Simi 37 476 • Selur Tvibökurnar víð- frægu, Kringlur, íslenzkt Rúgbrauð, Vínartertur, Kökur og Smákökur. Innilcgar Hátíðaóskir ! Innilegar hátíðarkveðjur t FURNITURE DISTRIBUTORS 599 HENRY AVE. WINNIPEG Vcrksmiöjn-nmboðsmcnn fijrir EASTERN FURNITURE, LTD. BEACH FCRNITURE, LTD. THOMAS ORGAN & PIANO CO„ LTD. “ROYALCHROME” FURNITURE hafði líkað þessi hátiðahöld hið bezta og voru hinir á- nægðustu. Voru teknar fjölda margar myndir af ýmsum þáttum athafnarinnar, eink- um af hendi blaðanna og auk þess voru öll ræðuhöld tekin niður á hljómplötu, sem enn er geymd vestra. — Nú varð nokkurt hlé og notuðu menn það til að skoða skálann og rabba saman, því að þarna hittust margir fslendingar, seni; lengi höfðu eigi sézt. Nokkru síðar hófst kynning- arsamkoma í sýningarhöll Bandaríkjanna. Buðu stjórn- endur Bandaríkjasýningarinn- ar öllum okkar sýningargest- um til þessarar samkomu og voru þeir allir kyntir forráða- mönnum Bandaríkja- og fs- landssýningar. Veitingar voru höfðinglega frambornar og gestirnir dvöldu þarna um tvær klukkustundir í bezta yfirlæti: — Loks kom að loka- þætti þessa íslandsdags. Við höfðum boðið öllum fslending- unum og nánasta venslaliði þeirra í fslendingahóf í skála okkar. Hófst það síðla kvelds og voru þar um 150 manns. Matur og drykkur var nú framborinn, ræðuhöldin dundu um skálann og áður en varði heyrðist óma: “Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.” Síðan kom “ó fögur er vor fósturjörð” með slíkum krafti" að langt barst út fyrir veggi (F-ramh. á næstu blaðsíðu) f Við óskum öllum vinum j i okkar \ GLEÐILEGRA JóLA og \ 5 FARSÆLS NÝÁRS I \ B. MEYERS [ Adanac Confectionery \ £ 741 SARGENT AVE. 3 I N f mmm Si/A®1 \Jj STOFNAÐUR 1871 Vér seljum bankaávísanir, ferðamanna peningaávísanir og sendum peninga með sima eða pósti til allra landa, fyrir lægstu hugsanleg ómakslaun. Vér veitum sérstaka athygli viðskifta- reikningum þeirra viðskiftavina, er búa utan borgar. Upplýsingar fúslega látnar i té. Vér bjóðum yður að skifta við oss og leggja peninga yðar inn i næstu spari- sjóðsdeild vora. Útibú í Winnipeg: Main Office—Main St. and McDerniot Ave. Main St. and Redwood Ave. North End Branch—Main St. near C.P.R. Stn. Notre Dame Ave. and Sherbrooke St. Portage Ave. and Kennedy St. Portage Ave. and Sherbrooke St. Union Stockyards, St. Boniface

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.