Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 23

Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 23
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1939 23 t»í»Ö er ekkert að fást. En hvað fjármálahliðina snertir, l»á hel'ir það aldrei verið hug- myndin að gera þessa íslend- ingadagshátíð að gróðafyrir- tæki og eg vona að þeir menn skipi aldrei sæti í nefndinni, sem hafa það að markmiði. Markmið íslendingadagsins er að hann sé skemtilegur, fari vel fram og skilji eftir góðar cndurminningar hjá þeim, i sem þangað koma. Og það vona eg að oft hafi tekist að svo iniklu leyti, sem unt hefir verið eftir kringumstæðunum. Hafi starf fslendingadagsins verið umfangsmikið undan. farin ár, þá hefir það verið tvöfalt umfangsmeira þetta síðastliðna ár, og haft alt að því tvöfalt meiri kostnað í för með sér. Það hafa verið haldnir' tuttugu og tveir fund- ir á starfsárinu, í staðinn fyr- ir að vanalega hafa fundirnir verið frá átta til tíu árlega. Upp hafa komið um hundrað mál. 153 tillögur hafa verið hornar undir nefndina. Af þeiin hafa hundrað tuttugu og fimm verið samþyktar, en 18 feldar. Eitt af aðalmálunum, sem mest umtal hefir vakið og nefndin hefir verið ásökuð fyrir að fara á stað með, er Fjallkonu samkepnin. Eg ætla ekki að ræða um hvort nefnd- in hefir gert rétt eða rangt í þessu tilfelli. En nefndinni var það Ijóst í bvrjun, að ef hátíðin átti að bera sig fjár- hagslega, þá varð nefndin að finna einhver ráð til þess að ná saman peningum. Og eft- ir langar mnræður og heila- brot, var samþykt að reyna að hafa inn peninga fyrir vænt- anlegum útgjöldum, með því að stofna til Fjallkonu sam- kepni. Og það var Fjallkonu sainkepnin, sem bjargaði ís- lendingadeginum frá því að verða stórkostlega í halla. Konunum, sem tóku þátt í þessari samkepni, getur nefnd- in aldrei þakkað nógu vel fyr- ir. það geysimikla starf og fyrirhöfn, sem þær lögðu á sig fyrir íslendingadagsnefnd- ina til þess að stuðla að því að hálíðahald fimtiu ára af- mælis íslendingadagsins yrði sem ánægjulegast og fegurst og ölluin íslendingum til sóma. Þessum konuin, sem þátt tóku í Fjallkonu sain- kepninni, er það aðallega að þakka að íslendingadagurinn bar sig í ár, og þar næst ykk- ur öllum, sem voruð svo á- hugasöm að styðja gott mál- efni, með því að gefa cent með atkvæði ykkar. Þá má heldur ekki* glevina því, að forsetinn okkar, Jón J, Samson, átti annan aðal- þáttinn í þvi að svo vel tókst með afkomu “dagsins” i ár, því hann safnaði öllum aug- lýsingum fyrir nefndina, og leysti það hlutverk svo vel af hendi, að enginn Islendingur hefði gert það betur, þvi hann safnaði meiru fyrir auglýsing- ar heldur en nokkur hefir «ert síðan löngu fyrir kreppu- ár. Og mér er óhætt að full- yrða, að enginn, sem starfað hefir að hátíðahaldinu i ár. hefir lagt á sig eins mikið verk og afkastað eins miklu fyrir nefndina, og leyst verk sitt betur af hendi, en Jón Samson. Bankamenn sannfærðir um mátt Canada til þess að mæta þörfum stríðsins V. Hátt á fjórða þúsund manns sótti hátíðina að Gimli þann 7. ágúst síðastl. Var það nokkuð svipað og sumar sem leið. Veður var yndislegt fyrri hluta dagsins og fólk skemti sér ágætlega í góðri von um að veðrið mundi hald- ast gott til kvölds. En það fór á annan veg. Rétt fyrir klukkan fjögur, skall á húðar slagveður, sem hélst það sem eftir var dagsins og alt kvöld- ið. Fólkið hljóp inn í öll þau skýli, sem það gat fundið og þegar ekki birti upp, fóru sumir að hafa sig heim, því margir voru orðnir holdvotir •af rigningunni. Skemdi þetta afarmikið fvr- ir hátíðinni. Skemtiskráin var aðeins vel hálfnuð þegar veðr- ið skall á, og varð aldrei lok- ið við hana. Af dansinum urðu tekjurnar fullum hundr- að dölum lægri en undanfarið ár. En þarna tók náttúran ráðin í sínar hendur og við það gat enginn mannlegur kraftur ráðið. Að síðustu ætla eg að gefa stutta skýrslu yfir gullafmæl- isbörnin i ár. Talsvert færri sendu inn nöfn sín en árið sem leið. 80 á móti 120 i fvrra. Af þessum 80 voru 3 vfir 90 ára; 16 milli 80 og 90; 30 inilli 70 og 80; 19 milli 00 og 70; 8 milli 50 og 00. Og af þessum 80 voru 10 Húnvetningar, 10 Skagfirðing- ar, 10 Eyfirðingar, 9 Þingey- ingar, 7 úr Dalasýslu, 7 Norð- mýlingar, 5 úr Mýrasýslu, 5 Borgfirðingar, 4 Snæfellingar, 3 Skaftfellingar, 2 úr Stranda- sýslu og svo einn úr ýmsum öðrum sýslum landsins. Svo að síðustu vil eg leyfa mér að þakka öllum, sem stutt 1 ræðu sem Mr. Drunnnond forseti Montreal bankans, flutti nýlega á hluthafafundi bankans, sneri hann- máli sinu að hinu afar hættulega ástandi, sem nú er í heiminum, og þá þýðingu sem það hefir fyrir Canada sérstaklega. Hann kvaðst byggja traust sitt á hinni óbilandi vissu um ein- ingu canadisku þjóðarinnar og þeim möguleikum sem sú ein- ing gæfi, til að standast þau átök og reynslu, sem fram- undan væri. “Sem einhuga þjóð stöndum við ' saman i þessari raun,” sagði Mr. Drummond. “Það er skylda vor að skipuleggja og nota allan styrk hinnar samhuga canadisku þjóðar, til þess að vinna þetta stríð, og jafnhliða gæta þess að halda öllum vorum málum heima í sem beztu lagi, svo að vér getum, að stríðinu loknu, snúið oss að endurbótum heima hjá oss, lausir að eins miklu leyti og mögulegt er, við gjaldeyris. truflun og skuldir, og með fullu trausti til framtíðarinn- ar. “Eg er sannfærður um, eins og vér höfum réttilega tekið þátt í stríðinu, sem sameinuð canadisk þjóð, að við að stríð- inu loknu verðum þeim mun meir sameinaðir í hugsun og athöfnum, og á sama tíma þroskaðri í hugsun og reynslu, reiðubúnir að lceppa að því háleita takmarki, sem bíður þessarar þjóðar, sem virðulegs meðlims hins brezka þjóða- sambands.” Mr. Drummond mintist og á það stjórnar eftirlit og tak- markanir, sem settar hafa ver- ið tir trvggingar og verndunar gjaldeyri þjóðarinnar, ásamt því að hafa nauðsynlegt eftir- lit með þeim forða, sem land- ið hefir að bjóða, til þess þeim mun betur að tryggja sigur- vissu Canada og sambands- þjóða þess í þessu stríði. Hann kvaðst viss um að öll við- skifta- og verzlunarfélög, og þar á meðal banki sá, er hann veitti forstöðu, væru í fylsta samræmi við landstjórnina í þessu mikla nauðsynjamáli. Hann kvað þessar reglur að vísu hefðu talsverð takmörk- unar áhrif á viðskifti um stund, en undir eins og kring- umstæður þær, er gerðu slíkar fyrirskipanir nauðsynlegar eiga sér eigi lengur stað, ættu þær strax að verða úr gildi numdar. Mr. Drummond lagði áherzlu á hversu nauð- synlegt væri að greiða alla skatta og gjöld til rikisins án nokkurs dráttar. Hann hvatti og mjög ákveðið til að minka kaup á öllum ónauðsynlegum hlutum, og kvað hann að landstjórnin ætti að gangá á undan i því. Flokkar eða sér- stök flokksverndun mætti ekki eiga sér stað, né sitja í fyrir- rúmi fyrir hinu stóra við- fangsefni, sem þjóðin hefði með höndum. Hann mintist og á járnbrautamál vor, sem kostuðu þjóðina 100,000,000 dollara á ári; fram úr því vandamáli yrði tafarlaust að ráða. Áður en Mr. Drummond lauk máli sinu, mintist hann á hinn almenna misskilning, sem hann kvaðst stundum verða vart við, um hinn mikla arð er bankarnir tækju. “Við verðum oft varir við aðfinslur um það, hversu háan arð bankarnir taki. Samkvæmt fjármálaskýrslu vorri, sem hér hefir verið lögð fram, sjá- ið þér að arður vor af hverj- um 100 dollars í eignum vor- um, er aðeins 38 cent.” Mr. Jackson Dodds, sem lagði fram fjármálaskýrsluna fyrir fundinn, sýndi fram á hag bankans sem hann kvað hafa náð hæzta hámarki sinu þetta ár. Skýrslan sýndi að í fyrsta sinn í sögu bankans hafa eignir hans farið yfir 1000 miljón dollara mark. Hann benti á að þessar tölur væru mikils virði til trygg- ingar viðskiftavinum bankans og allri þjóðinni, og þeirrar ábyrgðar, sem bankinn bæri á geymslufé viðskiftavina sinna. Hann kvað óhagstæða verzl. un og verðfall hafa valdið því, að minni útlán hefðu átt sér stað á undanförnum tiu ár- um en áður, þó hefðu útlán i ár verið 30,000,000 dollurum meiri en síðastliðið ár, eða út- lán alls á árinu 220,000,000 dollarar, sem hann kvað þó muri lægri en um 1920 og þar eftir; og sökum þess hefði bankinn orðið að ávaxta pen- inga sina á annan hátt. Hann kvað þessa voldugu fjármála- stofnun vera bygða upp með það fyrir augum, að hjálpa v i ð s k i f talifi þjóðarinnar, styðja iðnað, námaframleiðslu og akuryrkju. Hann sagði ennfremur, að tillegg Canada til hinna sameinuðu krafta hins r.étta málstaðar í þessu stríði, tæki langt fram þvi, sem Canada gat gert i síðasta stríði, og að það væru yfir- fljótanlegar sannanir fyrir þvi i öllum fylkjum Canada, að engin tregða væri á því að þetta land gæti sent til hjálp- ar fjölda hinna viðurkendu hraustu hermanna, sem unnu þessu landi ódauðlegt frægð- arnafn í síðasta stríði. hafa að þvi að þetta hátiða- hald fimtíu ára afmælis fs- lendingadagsins lukkaðist svo vel. Og eg vil þakka öllum sain. verkamönnum mínum í nefnd- inni vel £yrir góða og ánægju. Iega samrinnu, og forsetanum sérstaklega. Mér hefir verið ánægja að starfinu, og sam- vinnan hefir verið ágæt. Við vorum að visu oft ósammála, sem betur fer, það er ávalt nauðsynlegt til þess að skerpa skilninginn á viðfangsefnun- um og gera starfið þýðingar- meira. Davíð Björnsson. Til hins sigursæla (Það, sem vofan sagði) Eftir Alfred Nayers Að þjáninga- og þrautasporum gengnum til þín var gull úr mörgum áttum seitt.— Þú hneptur varst í fjötra’ að sigri fengnum, með friðlaust hjarta, ellimótt og þreytt. Já, skrítið! — það, sem þráðir heitast, bróðir stóð þá til boða, eins og sál þín veit: en það var ástríkt lif við hlýjar hlóðir og hláturmild og trúföst vinasveit. Svo fjáður varstu’, er flón þig snauðan töldu, að fáum meira veitir heimurinn.— Þá fögnuð sál þín fann i hafsins öldu og friðarstjörnur skreyttu hiniinn þinn. Og manstu’ í skógi helgi blómgra bletta og bók, sem gat í opinn himinn leitt?— Alt glatað! — Áttu gjald að kaupa þetta?— Nei, gleymum slíku! — Þú átt ekki neitt. Með þessu — hvílík fórn! — var i'rægð þín goldin; og fórst þin æska’ og von í sama straum? En ber þig vel! — Er moldu tengist moldin, það máske byggir alt þinn hinsta draum. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Tilvaldar Jólagjafir Hjá Thompson & Pope fást fyrir jólin meðal annar hinar frægu ROMEO SUPPERS og OPERA SLIPPERS Verð $2.95 Karlmannaskór af fyrsta flokks gerð og Karlmannasokkar hlýir og sterkir Verð f 50c og 75c THCMPSC.N & PCPC The Man’s Shop 379V2 PORTAGE AVENUE Winnipeg i i i f f f f f f Vorum islenzk-canadisku vinum sendum vér innilegar JÓLAKVEÐJUR með óskum um farsœlt nýár Vér þökkum öllum gripaeigendum, er seldu gripi sina i Union Stock Yards, sem er bezti sölustaðurinn. Þar eru kaupendur frá öllum mörkuðum Canada og Bandarikja. Þér fáið bezta verðið, sem unt er, -daginn sem þér seljið í Union Stock Yards. Sendið alla gripi til: UNION STOCK YARDS St. Boniface - - Manitoba Skrifið oss á islenzku ef þér viljið, og leitið hjá oss applýsinga um verð áður en þér sendið næst gripi yðar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.