Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 18

Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 18
18 LÖGBERG, FIAITUDAGINN 21. DESEMBER 1939 Höfðingi í ríki andans (Framh. frá bls. 17) að dyljast, að mjög misjöfn- um dómum sætti þessi starf- semi séra Haralds, enda grein- ir' menn mikið á um þessi mál. Hitt er vafalaust rétt athugað hjá Ásmundi pró- fessor, að “við þær rannsókn- ir og fúsleikann að þola alt fyrir þær óx honum megin og spámannlegt andríki og tungu- tak.” f fimta kafla lýsir höfund- ur prédikunarstarfi séra Har. alds, og mun þess rétt til get- ið, að það lifi um langan aldur í minni þjóðarinnar, svo var það andríkt og tilkomumikið á alla lund. Þeir, sem um lengri eða styttri tíma, hlýddu á guðsþjónustur séra Haralds í Fríkirkjunni í Reykjavík, mynu taka undir þessa lýs- ingu á þeim: “Kirkjan fylt- ist helgi og hrifningu og hjörtun tóku að brenna.” Þeir, sem hlýddu á prédikanir hans annarsstaðar á landinu, hafa vitanlega sömu sögu að segja. Undir prédikunum hans hvarf efnishyggjan eins og ský fyrir sólu, og menn eignuðust, eins og einn vina hans orðaði það, “betri, víðsýnni og bjartari skilning á lífi og dauða.” .Djúpstætt trúartraust, feg- urðarást og auðug listgáfa í framsetningu einkenna ræður hans; hver sá, sem les þær, sannfærist fljótt um það. Snildarlegt er t. d. þetta nið- urlag á einni ræðu hans, sem Ásmundur þrófejssor vitnar til: “Dæmalaust er til einkenni- legur foss í Vatnsdal í Húna- vatnssýslu. Hátt uppi í fjalls- brún kemur lækur eða gil of- an af fjallinu og fellur fram af háu klettabergi. Skálin i bergið, þar sem fossinn fellur niður, er stór og fögur. En þegar lítið vatn er í gilinu og þurkar ganga, fer einkenni- lega um fossinn, ef hvast er og vestanvindur. Þá þyrlar vindurinn öllu vatninu upp í loftið, þar sem það byrjar að hrapa, og vatnsbunan slitnar með öllu; fossinn hverfur, leysist upp í einlæg úðaský, sem feykjast fyrir vindininn og standbergið, sem fossinn er vanur að hylja silfurslæðu sinni, hlasir hert við manni, en þó sífeldlega dökt af úðan. um. En þegar horft er lengrr. niður eftir berginu, sjást ör- smáar táralindir niður undan úðanum, sem renna niður dökkan bergvangann. Þær streyma stöðuglega þótt þær séu svo smágervar að þær sjást varla. En er niður i hlíðina kemur, fellur lækur- inn þar fram með sama afli og áður og með sama vatns- þunga og uppi á brúninni, áð- ur en vindurinn sleit hann sundur. Likt og um þessa vatns- hunu fer stundum lind guðs- traustsins í lífi voru. Margs- konar mæða og hörmungar geta slitið fossinn sundur í bili. Oss finst þá guðssam- félagið rofna. Guð veta hvergi na>rri oss. En ef vér höldum áfram að þrá Guð og samfélag hans, þá taka smám saman smágervar lindir að safnast undan úðanum, og lind guðstraustsins rennur Á jólaföálu Eftir Richard fíeck Nú hleður vetur dánum laufum leiði úr lilju-hvítum snjó. Það skeflir yfir hvert blóma-spor, en fræ í foldu lifir, þó frostsins hrammur gróðri jarðar eyði. Á þekju brotnar hríðar hörpu-sláttur, sem hafið þungt við strijndu andann dragi; en stormsins reginsterki bragarháttur á strengja-hreim frá vorsnis blíða lagi. Það undirspil í eyrum næmum hljómar sem ódauðleikans páskasöngur l'agixr; á gröfum vetrar lífsins stjarna ljómar, úr lengstri nóttu rís oss jóladagur. [EimreiðinJ aftur gegnum líf vort. Styrj- aldir geta veikt guðstraust þitt í bili, fátækt getur fetað í spor vindsins og þyrlað því sund- ur í úðaský, ástvinamissir getur dregið hulu fyrir það í bili. En ef þér lánast að halda því mitt í hörmung og neyð, áttu í því æðsta aflvaka lífs þíns.”— í lokakafla ritsins er vikið að öðrum störfum séra Har- alds, einkum starfi hans að bindindismálum, en þeim unni hann og vann af alhug. Áttu templarar hauk í horni Jtar sem hann var og virtu hann mikils. Lýkur höfundur svo ritgerð sinni með gagnorðri, en eink- ar skilningsríkri og hlýrri frá- sögn um heimilislíf séra Har- alds og síðustu ár æfi hans. Þá fylgir skrá yfir rit hans á ýmsum málum, og hefði e'g kosið hana nokkuru ítarlegri. En óneitanlega er myndarlega af stað farið í þessum fyrsta fyrirlestri, sem tengdur er við Minningarsjóð Haralds pró- fessors Níelssonar, og ber að þakka öllum hlutaðeigendum ræktarsemina við minningu þess ágæta íslandssonar. Á þessutn tímum, þegar ránshendi hins vægðarlausa hervalds teygir stálhnefa sinn inn á varnarsnauð lönd hinna friðsömustu Jijóða, er gott að setjast við fætur þeirra manna, sem helguðu líf sitt túlkun hinna æðstu sanninda og börðust djarfmannalega undir merkjum konungs sann- leikans; undir því merki einu er nokkurs varanlegs sigurs að vænta. einnig séra K. K. ólafsson frá Seattle og Mr. L. H. Thorláks- son, sem er einn af yfirmönn- um Hudson’s Bay félagsins hér. Þegar máltiðinni var lokið og búið að rýma borðum og fólk búið að ná jafnvægi, kom Mrs. Alice LeMessuier fram á ræðupallinn og ávarpaði gest- ina með nokkrum velvöldum orðum. Hún lýsti ánægju sinni yfir hvað vel Jiessi sam- koma væri sótt og kallaði upp Mr. Frank Fredrickson, fyrr- inn hockey-leikara, til að stýra prógramminu. Hann sagði að sér væri mik- il ánægja að reka þetta starf af hendi fyrir kvenfélagið á hverju ári við þetta hátiða- hald. Fyrst var sungið “Hvað er svo glatt,” eftir Jónas, og Mrs* Frank Fredrickson spil- aði undir á píanóið. Var svo kallað á Bjarna GLEÐILEG JOL Frá Vancouver Kfvenfélagið “Sólskin” hélt sitt venjulega þorrablót í Swedish Hall föstudagskveldið 17. nóv. Hátíðahaldið byrj- aði með kveldverðinum kl. 6.30. Voru þeir hepnir, sem höl'ðu góða matarlyst, því þar var mikið á borðum. Var }>ar mikið af íslenzkum réttum svo sem kæfa, harðfiskur, lifrar- pylsa, rúllupylsa og hangi- kjöt. Og svo íslenzk vínarterta sem fréttarituruin ensku blað- anna þótti svo góð, að þeir sögðu að ekki gæti þeir henni lýst til hlýtar. Svo var skyr- ið, sem íslenzku konunum í Vancouver tekst svo dásam- lega að búa til. Og ekki má gleyma kaffinu, sem var svo gott að manni fanst þetta alt svo há-íslenzkt í hinni há- engelsku British Columbia. Þær kvenfélagskonurnar hafa sannarlega mátt láta til sín taka að tilreiða þessa mál- tíð, því þarna var um eða yfir 300 manns, og margt mætti nú segja um þá fyrirhyggju, sem þar kom fram í því hvað konurnar unnu þessu hagan. lega og skipulega. Hver hafði sitt 'Úthlutað verk og fórst þeiin það svo vel af hendi að aldrei stóð á hangikjötinu, skyrinu eða kaffinu á nokkru borðinu. Þarna voru viðstaddir tveir fréttaritarar frá ensku dag- blöðunum hér: Vancouver Sun og Vancouver Province; einn- ig var þar myndatökumaður frá Vancouver Sun og birti það blað mynd af fram- kva'indarnefnd kvenfélagsins, öllum Vorum íslenzku Vinum Sendum Vér Hugheilar óskir um Cdeðileg Jól og Gifturikt Nýár Yðar næstu gripakvíar eru hliðið að sérhverjum inarkaði. Dag út og dag inn inætast þeir sein kaupa og selja á Canada’s Public Markets til þess að komast að verðlagi á búpeningi. • Löggilt og veðtrygt umboðsfélög. • Gripakaupmenn og Jieir sein kaupa eftir pöntunum. 3 • Stjórnar yfirskoðun. • Nýtisku áhöld til móttöku á sláturgripuni. j \ Canadian Livestock Sales Agencies 1 ROY McPHAIL, Framkvæmdarstjóri j ST. BONIFACE - - MANITOBA t Þessir Public Markets í Canada eru í } Vancouver, Calgary, Edmonton.'Moose Jaw, Saskatoon, } Regina, Prince Albert, Toronto, St. Boniface, Montreal. \ og FARSÆLT NYÁR frá the WINNIPEG PfllNT & GLASS COMPANY, LIMITED Hátíðakveðjur! Ákveðið að hafa fætur yðar heil- brigða alt árið í kring með því að kaupa skófatnað hjá Mac- donald’s . . . heilbrigðir fætur er kjörorð vort í viðskiftum. Vér bjóðum yður velkomna til Jiess að heimsækja oss viðvíkj- andi skóvali. “You Are As Young As Your Feet” MACDONALD Shoe Store Ltd. 492-4 MAIN.STREET Látið þetta verða RAFURMAGNS Ánægja yðar um jólin getur aukist mikillega með notkun rafmagns. Með því að hafa rafkæliskáp í eldhúsinu og raf- stó, verður matargeymsla og matartilbúningur margfalt auðveldari; rafþvottavél og raf- ryksuga léttir undir við húshreinsunina. Þessi rafáhöld létta vinnuna og veita aukið svigrúm til jólafagnaðar. Hafið það hugfast, að- smárafáhöld, svo sem tóst- arar, straujárn, vöflujárn, lampar, hitapúðar, kaffikönnur og klukkur, eru hagkvæinar gjafir, sem ölluin koma vel. Skoðið vort sérstaka raf- gjafa úrval í City Hydro’s sýningarbúðunum. CITY HYDRO l-:it YÐMt EWN — NOTIÐ ÞAÐ I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.