Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 10

Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 10
10 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1939 Islandsdeild sýningarinnar (Framh. frá bls. 9) auknum framförum í við- skiftum, vísindum og þjóðfé- lagsmálum. íslandssýningin sé ákveðin sönnun þess. Þá er vikið að fossaflinu og heita vatninu og þess getið, að á fslandi séu nú þegar tiltölu- Iega meiri rafvirkjanir en í nokkru öðru landi Evrópu, og þjóðin sé nú óðum að taka heita vatnið í þjónustu sína. Ennfremur er sagt frá því, að íslendingar framleiði 8% af allri fiskframleiðslu Evrópu, enda þótt þóðiri sé aðeins 1/50 úr 1% af íbúafjölda Evrópu og að landbúnaðarframleiðsl- an hafi á seinni árum aukist úr 45% til 100% á ýmsum vörutegundum. Eg læt þá útrætt um frásögn þessarar hókar um ísland og fslandssýningunaí En eg vil að gefnu tilefni taka til at- hugunar það, sem sagt var um framleiðsluvörur okkar á sýningunni. Það var komist svo að orði m. a.: “Stórar upphleyptar myndir sýna framleiðsluskilyrði afurðanna og sanna, að þær eru frábær ar að gæðum.” Þetta var ein mitt það, sem við þurftum að auglýsa og vildum auglýsa Að við framleiddum góðar og kröftugar vörur. — Annars gat í þessu efni verið um tvær stefnur að ræða:: Að sýna framleiðsluskilyrði og verkun varanna með mynd um —. eða sýna vörurnar sjálfar og hafa þá útstilt salt síld, saltfisk, kindakjöt, gær ur, þorskalýsi, sildarmjöl o. fl slíkar vörur. Við síðarnefnda kostinn er það í fyrsta lag að athuga, að íslenzku vör- urnar, ekki sízt þær sem mestu máli skifta, eru yfir- leitt til annars betur fallnar en að vera sýningargripir og þola auk þess eigi að geym- ast lengi í hlýju loftslagi Meðfram af þessari ástæðu og einnig vegna hins, að íslenzka sýningarstjórnin taldi miklu þýðingarmeira að sannfæra sýningargesti um hin sérstöku og ágætu skilyrði til fram leiðslu fyrnefndra og annara afurða sjávarútvegs og land- húnaðar var sú leið farin að sneyða hjá heinni vörusýn ingu. Þó var það ekki með öllu gjört. Þannig voru t. d. á miðju gólfi niðri tveir stórir sýning.. arskápar, annar með sjávar afurðum, aðallega niðursuðu- vörum og upphleyptum fisk- um og hinn með landbúnað- arvörum, svo sem ull, gæru- skinnum og æðardún. Auk þess var lýsisframleiðslan auglýst sér í lagi í sambandi við fagra standmynd af haf- meyju, er Guðm. Einarsson frá Miðdal hafði gjört. Loks voru allskonar íslenzkar af- urðir sýndar á öllum fram- leiðslustigum í kvikmyndum þeim, sem daglega gaf að lita í sýningarskálanum. En allra dómar hnigu að því, að við hefðum breytt rétt í því að hafa ekki frekari vörusýningu. í því sambandi vil eg vitna í bréf, er Dr. Vilhj. Stefánsson skrfiaði mér skömmu áður en eg fór frá New York. Þar segir svo m. a.: “Mér er sagt að frá upphafi sýningarinnar hafi það verið almannarómur, að þa>r þjóðir hafi farið óvit- urlega að ráði sínu, sem hafa gjört sýningarskála sína að vörusýningum. fsland er hins- vegar eitt þeirra landa, sem sérstaklega eru rómuð fyrir að hafa ekki fallið fyrir þéss- ari freistingu, en það hefir getið sér orðstír fyrir hæfilega, smekkvíslega, skvnsamlega og /fræðandi sýningu.” Eitt sýningaratriðið af okk- ar hálfu, sem sérstaka athygli vakti og þar af leiðandi náði greinilega tilgangi sínum, voru kvikmyndasýningarnar, sem eins og eg gat um áðan, voru daglega sýndar í skálanuin. Þessu var þann veg fyrir kom- ið að uppi á svölunum voru sæti fyrir um firiitiu manns og auk þess voru þar stæði fyrir fjölda manns. And- spænis þessu, á aðalvegg skál. ans, voru síðan myndirnar sýndar. Það voru fjórar myndir. Litmynd af ýmsum fegurstu stöðum landsins og vanalegar kvikmyndir af sjáv- arútvegi, landbúnaði og í- þróttalífi landsmanna, einkum vetraríþróttum. Á sjávarút- vegsmyndinni sáust togarar og mótorbátar að þorskveið- um og síldveiðum, fiskverkun í ýmsum myndum, saltþurk- un, hraðfrysting fiskjar og niðursuða, síldarsöltun og síldariðnaður í nýjustu og fullkomnustu verksmiðjum landsins. Landbúnaðarmyndin lýsti Hfinu í sveitunum, híbýl- um manna, störfum þeirra og búpening. Þar voru menn við heyskap, að gömlum og nýj- um sið, við smalamensku um heiðar og dali, í réttum og við hverskonar annir. Síðan voru sýndar afurðir landbúnaðar. ins, hraðfrysta kjötið, ullin og iðnaður í sambandi við hana, vinsla i nýtízku mjólkurbúi og margt fleira. AHar þessar kvikmyndir tóku einar 40 mínútur og þótt það sé lang- ur og dýrmætur tími, þar sem jafn margar dásemdir gefur að líta og á New York sýning- unni, þar sem 57 þjóðir eru á þingi mættar og keppa um athygli gestanna, voru margir sem gáfu sér tíma til að horfa á alla kvikmyndasýninguna. En þó var fjöldi, sem lét sér nægja litmyndina eina, enda var hún lang tilkomumest og lýsti ljósast fegurð landsins. Eins og kunnugt er fékk hver þjóð, sem þátt tekur í sýningunni sérstakan dag til hátíðahalda og landkynningar. Okkar dagur var 17 júní. Við reyndum eftir föngum að vanda til hátíðahaldanna og höfðum haft mikinn viðbún- að. Stjórnendur og starfs- menn sýningarinnar biðu þvi dagsins og viðburða hans með mikilli eftirvæntingu. Og stundin kom. 17. júní rann upp yfir New York borg, heið- ur og fagur. Sólin varpaði þéttum geislum sínum yfir heimsborgina og lukti hana faðmlögum sínum, sem eftir því sem leið á daginn, urðu innilegri, ákveðnari og óþægi- legri. Á þessum degi átti nafn íslands í fyrsta sinn að verða til i vitund og á vörum mikils fjölda þeirra miljóna, sem lifa og hrærast í hring- iðu þessarar stórborgar hrað- ans og tækninnar. Blöðin og útvarpið skýra frá því að ís- land eigi þennan dag. Eigi þennan dag innan um 57 þjóð- ir heimssýningarinnar. Og ýms blöðin eru svo elskuleg að skýra lesendum sínum frá þvi, hvað þetta ísland eigin- lega sé. fsland er komið á kortið. Stór og vinalegur ís- lenzkur fáni blaktir við hún eins stærsta gistihúss borgar- inriar og teygir sig langt út á aðalgötuna, Rennar 5th Avenue. Þangað erum við OLEÐILEO JÓL og FAR8ÆLT NÝÁR til handa vorum ínlcnzku við» kifta vinu m. HandsaumaSir karlasðlar á- samt hælum, $1.50, úr eikar- leðrl. Alt verk ábyrgst. . Aðgerðir á kvenna yfirskðm I 75c. Vulcanizing rubbers. i Jofin’sShoe RepairShop | 748 SARGENT AVE. leðileg Jól og Farsœlt Nýár GLOBE BEDDING CO. LTD. 274 JARVIS AVENUE Winnipeg, Man. sótt kl. 10 f. h. Við erum fjögur heiman frá íslandi: Vilhj. Þór og kona, kona mín og eg og auk okkar Wadsted, sendiherra fslendinga og Dana í Washington og Josejih Thor- son þingmaður íslendinga í Canada. Síðar bætast í hóp- inn *Dr. Vilhjálmur Stefáns- son, Nye þingm. N.-Dakota í öldungadeildinni, ræðismaður ísl. og Dana í New York o. fl. Nú var stigið í bifreiðar sýn- ingarstjórnarinnar, er skreytt- ar voru íslenzkum og amerísk- um flöggum, og ekið með lög- reglumenn í broddi fylking- ar út á sýningarsvæðið. Leiðin sóttist fljótt, því að alt varð að víkja fyrir öskrandi hljóð- pípum lögreglunnar. Er kom- ið var að sýningarsvæðinu var fulltrúum Jslands heilsað með 17 fallbyssuskotum og var síðan, með riddarasveit í hroddi fylkingar haldið til halla sýningarstjórnarinnar og Bandaríkjanna og menn kynt- ir. Á leiðinni til hinnar síð- arnefndu hallar var staðnæmst á hinu mikla friðartorgi. Stóðu þar i fylkingu yfir þvert torg- ið skrautlega búnar herdeild- ir, mörg hundruð manns úr landher og sjóher Bandaríkj- anna. Staðnæmdust aðkomu- menn ásamt forráðamönnum heimssýningarinnar f y r i r framan herdeildirnar. Her- Frelcar en nokkrn sinni fyr endu.rtökum vér óskir vorar um Gleðileg Jól Og Farsœlt Nýár! . . . og leggjum á það nýja áherzlu pegar mest reynir á, er þaft skylda vor allra, aS láta anda jólahátíðarinnar berast frá manni til manns, og stuðla með þvi að bættum kjörum allra manna. Pd‘th’8 482-4-6 PORTAGE AVE., Winnipeg MANITQBA RDLLING MILL CO. LTD. _ PíanujaclnTcts cj Open Hearth Steel and Merchant Bars ósknin fslendingum i S e l k i r k-bæ, og lxvar annarsstaðar sem þeir eru búsettir \ Gleðilegra Jóla Og Farsœls Nýárs i í i l i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.