Lögberg - 29.07.1954, Side 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLl, 1954
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið 6t hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE. WXNNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjórana:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG. MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” ia printed and published by The Columbia Presa Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorlzed as Second Claas Mail, Post Office Department, Ottawa
íslands minst í Vesfrurvegi
A mánudaginn þann 2. ágúst næstkomandi verður
haldin Islendingahátíð á Gimli, hin 65. í röð; skemtiskrá er
auglýst á öðrum stað hér í blaðinu og ber hún þess ljós
merki, hversu vel hefir til alls undirbúnings vandað verið,
enda væri annað með öllu ósæmandi uppruna vorum og ætt.
Valdir ræðumenn minnast Islands og Canada, skáld
flytja drápur, mikill og vel æfður söngflokkur blandaðra
radda skemtir með fjölda íslenzkra úrvalssöngva, auk þess
sem hin þjóðlega íþrótt, glíman, verður sýnd.
Glæsileg Winnipegkona, „Fjallkonan“, flytur ávarp,
helgað Islandi og Canada, en prúðar hirðmeyjar standa um
hana vörð; að þetta verði fögur og tilkomumikil hátíð verður
eigi dregið í efa; þá verða og sýndar kvikmyndir af lýðveldis-
tökunni á Þingvöllum 1944, er prófessor Finnbogi Guð-
mundsson útvegaði, og eykur slíkt að sjálfsögðu eigi all-lítið
á hátíðabrigðin.
Islendingadagsnefndin vinnur eins og að undanförnu
öll störf sín endurgjajdslaust; hún stingur einnig tíðum
hendinni í eigin vasa vegna kostnaðar, sem leiðir af ferða-
lögum hennar til fundarhalda á Gimli; í þessu felzt óeigin-
gjörn og fögur þjóðrækni, sem vonandi er að almenningur
að fullu meti.
Frá því var skýrt í fyrri viku, að íslendingar í Norður-
Nýja-Islandi hefðu ákveðið að efna til mannfagnaðar að
Iðavelli við Hnausa hinn 14. ágúst- Skemtiskrá er enn eigi
að fullu við hendi, en víst er þó um það, að hr. Björn Sigur-
björnsson stúdent frá Reykjavík minnist þar Islands; er
hann gáfaður maður og vel máli farinn; og almennan fögnuð
vakti fréttin um það, að óperusöngkonan, frú Guðmunda
Elíasdóttir kæmi til Hnausa þenna áminsta dag til að
skemta samkomugestum með sinni unaðsfögru rödd; heim-
sókn hennar um bygðarlög vor í fyrrahaust var slík, að
seint mun fyrnast yfir.
Að áminstar samkomur verði á báðum stöðum fjöl-
sóttar, má nokkurn veginn telja víst, ef byggja má á reynslu
margra undanfarinnar ára.
Það er engan veginn einhlítt að vera í sólskinsskapi þá
tiltölulega fáu daga ársins, sem sérstaklega eru helgaðir
Islandi, vorri tiginbornu tungu og öðrum dýrum menningar-
erfðum; slíkt er á sína vísu falleg þjóðrækni, þó betur megi
ef duga skal; vér verðum vinna að því sýknt og heilagt,
að sem allra flest fólk af íslenzkum stofni, læri svo og skilji
íslenzka tungu, að það skilji til hlítar hyldýpi þeirrar
fegurðar, sem býr í lagi og ljóði eins og Ó, Guð vors lands,
og fari ekki á mis við þá ómælisfegurð, sem liggur til grund-
vallar sálminum Alt eins og blómstrið eina, sem að líkindum
er eitt allra undursamlegasta helgiljóðið, er ort hefir verið
á þessari jörð.
Herör þarf að vera skorin upp og skal verða skorin upp,
til að fyrirbyggja það slys, að tunga vor og rætur hennar
visni hér upp og deyi; slíkt yrði oss til lítillar mannsæmdar,
ef vér legðum árar í bát við vaxandi ágjafir í stað þess að
brynjast til átaks með sigurvon og sigurvissu í huga.
Þjóðernisbarátta vor dag út og dag inn, verður ávalt og
á öllum tímum að vera jákvæð hugsjónastefna, ósýkt af
afkvistunarsöngli, uppgjöf og lítilmensku.
☆ ☆ ☆ ☆
Alf í grænum sjó
Sálarástand íhaldsflokksins í British Columbia, eins og
raunar svo víða annars staðar, hefir verið næsta bágborið
upp á síðkastið, handapat og fálm og tilgangslausar rysking-
ar um metorð og völd.
Ekki alls fyrir löngu héldu íhaldsmenn í áminstu
strandfylki vestur við hafið ársþing sitt í bænum Vernon,
er endaði með skelfingu og svipmerkt var af gráti og
gnístran tanna.
Nafnforingi flokksins í fylkinu, Mr. Finlayson, sem
ekki á sæti á fylkisþingi, veittist þunglega að Mr. Drew
þjóðleiðtoga flokksins og kendi honum allar þær mein-
semdir, er þjáð hefðu flokkinn frá þeim tíma, er Mr. R. B.
Bennett lét af forustu hans; að loknum löngum og ströngum
umræðum, lýsti fundurinn vantrausti á Mr. Drew með
allmiklu afli atkvæða.
Sambandsþingmenn flokksins frá British Columbia,
þeir Green, Pearkes og Fulton, vörðu Mr. Drew með oddi
og egg, en alt kom fyrir ekki. Að þessu sinni hafði Mr.
Finlayson sitt fram, þó engan veginn sé ólíklegt að slíkt
verði einungis skammgóður vermir.
Að loknum síðustu fylkiskosningum vestur þar, tók
sæti í þinginu einn íhaldsþingmaður, er fundið mun hafa
þungt til einstæðingsskapar síns, þótt lítt léti hann það uppi;
en svo fengu átökin í Vernon á hann, að hann sagði sig úr
flokknum og kvaðst aldrei framar stíga mundu fæti þar inn
fyrir dyr.
Rabbað við veiðimenn
Fyrsti laxveiðidagur stanga-
veiðimannanna var í gær. •—
Veðurfar og vatn mun vera með
bezta móti. Stórstreymt er um
þessar mundir (stærstur straum-
ur í dag. Veiðiskilyrði ætti því
að vera ágæt ef lax gengur
næstu daga í árnar, sem fyrstar
eru til.
■» I Elliðaánum fengust alls 3
laxar, 8 pd. 10 Vi pd. og 11% pd.
Fyrsti fiskurinn veiddist í foss-
inum. Lítið sást til laxa í ánni
fyrst um morguninn. en er leið á
daginn, urðu menn varir við tals
verða hreyfingu. Aðeins 2 laxar
voru komnir í kistuna.
í Norðurá fengust alls 4 laxar,
þyngd þeirra mun hafa verið 8
pd. 11 pd. og 13 pd. Aðeins einn
af þessum fiskum var veiddur á
flugu. Þrátt fyrir að menn urðu
svona vel varir, sáu veiðimenn
mjög lítið af fiski við Laxfoss.
I Laxá í Kjós veiddist enginn
lax og ekki urðu veiðimenn var-
ir við hreyfingu þar. Laxá er oft
dálítið, seinni til en þær tvær
fyrrnefndu, svo þetta getur allt
verið eðlilegt og laxinn birtist
eflaust eftir nokkra daga.
Aðeins 8 eða 9 laxar voru
komnir á land hjá netabændum
í Borgarfirði í fyrradag, en bú-
ast má við að veiðin aukist í
strauminn.
Það, sem ég sagði um ferðir
fólks við Elliðaárnar og umhverf
ið þar, hafa sumir Elliðaárveiði-
menn tekið heldur óstinnt upp.
Þeir segjast vera langþreyttir á
þeim truflunum, sem æfinlega
séu við árnar um laxveiðitímann
og ekki sé rétt að vera að hvetja
fólk þangað. — Varla gat rabb
mitt skilist á þann veg, en það
er staðreynd, að inn að ám koma
alltaf margir. Það er að vísu
rétt, að margir ganga þar nokk-
uð harkalega um og styggja þá
oft fyrir veiðimönnunum, en
venjulega er það af ókunnug-
leika og auðvelt að fá fólk til að
fara varlega.
Sannleikurinn er sá, að veiði-
mennirnir sjálfir, þeir sem koma
af forvitni en eiga ekki veiðidag,
eru snöggtum verri viðureignar.
Þeir eru oft hreinasta plága á
þeim sem eru að veiða, sérstak-
lega á neðri áni og þegar lax er
tregur. Venjulega er þetta ein-
tóm hjálpsemi og áhugi fyrir að
viðkomandi fái eitthvað, en verð
ur þó flestum hvimleitt. Svo
langt hefur þetta gengið á stund
um, að hjálparmaðurinn hefur
horfið með stöngina eitthvað út
í buskann um langa stund, en
veiðimaðurinn setið eftir með
sárt ennið.
Gamansögu hef ég heýrt af
veiðimanni, sem átti að hafa beð
ið árvörðinn fyrir boð til eins
hjálparmannsins um að skila
stönginni til sín að loknum veiði
degi, því sjálfur væri hann far-
inn heim.
Að sjálfsögðu er ekkert at-
hugavert við að menn líti inn-
eftir til að sjá hvernig veiðin
gengur, en bezt mun vera að
lofa þeim, sem eru að veiða, að
fara að öllu eftir sínu höfði.
Einn er sá maður, er stundar
veiði á annann hátt en allir aðr-
ir. Þegar stangaveiðimennirnir
sitja um laxinn, sem gengur upp
árnar, þá situr hann um laxinn,
sem gengur niður. Hjá venju-
legum veiðimönnum miðast allt
við það sem fer upp, en hann
leggur einskonar aflangan net-
poka og lætur opið vita upp í
strauminn, svo hans fiskar, eða
POLIO
■■■■ i; v.i.Lv.1»
THIf
SPACC
CONTRIBUTKD
DREWRYS
MANITOIA
OIVItlON
WESTERN
CANADA
BREWERIES
l I M I T I D
ættum við að segja síli, ganga
afturábak í netið. Flest snýr sem
sagt öfugt hjá þessum veiði-
manni, ef miðað er við okkur
hina, nema ekki hefur orðið vart
við að hann aki Jeppanum aftur-
ábak að ánni, þegar hann vitjar
um.
Þessi náungi er góðkunningi
margra stangaveiðimanna og
stundar sitt ágæta starf í kyrr-
þei, en heitir annars Einar og er
starfsmaður hjá Veiðimálaskrif-
stofunni.
Aðallögn sína hefur hann haft
í Korpu undanfarin ár og veitt
og merkt þar fjölda lax- og sil-
Framhald á bls. 5
Með innilegum kveðjum
í tilefni af
íslendingadeginum
2. ágúst 1954.
Use Easton’s Cash and Carry for Fast Service or
Phone 59-6304
EASTON'S CLEANERS & DYERS
173 McGregor St. Winnipeg
Minnumst
sameiginlegra erfða
á Íslendingadeginum
á Gimli, 2. ágúst 1954
★
PioUtSie
Bring your Pictures, Photos, Paintings,
Petit Point, Cross Stitch and all framing
framing problems to . . .
LITTLE GALLERY, where expert consultants,
designers and framers with over fifty years
of know-how and ability can save you 20% to
40%; assure you of the correct selection and
prove it by results. Pictures should be framed
correctly.
LITTLE GALLERY
396 Noíre Dame Ave. Winnipeg, Man.
HEADQUARTERS FOR FRAMING
I Conqrahilations . . .
to the lcelandic People on the
Occasion of the 65th Anniversary
of their Annual Celebration Day
| at Gimli, August 2nd, 1954.
☆
Our lcelandic citizens are noted
for their strong civic pride and
have played a very real part in
the development of Canada.
☆
This announcement is sponsored, hy
WESTERN PUBLISHERS
L I M I T E D
Publishers of
"WINNIPEG AND WESTERN GROCER"
also
"WESTERN MOTOR TRANSPORTATION"
Winnipeg Canada
'iiai!!!B!il!BIII!B!!liailllHI!!iail!!HII>!BI!!H!!na!!!IH»ia!IIIBIIIIHIH!l!IH!l!iani!HI!!ia!l!IH!l!!B!!IIH!l!iailllH!l!IH!!
CONGRATULATIONS
to the lcelandic People on the
/
Occasion of the 65th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 2nd, 1954.
From Your Neighborhood Theatres
THE AIRPORT DRIVE-IN
Ellice Ave. (near Airfield)
THEROSE - THE WONDERLAND
THE ARLINGTON AND MACS