Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 10
10
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLl, 1954
f
Símon Jóh. Ágústsson:
Einor Benediktsson
LAUST MÁL — Úrval 1—11
bindi 762 bls. Rvík 1952. —
Steingrímur J. Þorsteinsson
bjó til prentunar.
EINAR BENEDIKTSSON lifir í
vitund þjóðarinnar fyrst og
fremst sem ljóðsnillingur, en
síðan sem hugsjónamaður, ætt-
jarðarvinur, ævintýramaður,
glæsimenni, ofurmenni, sem
þurfti ekki annað en að drepa
staf sínum á harðlæst hamrahlið,
til þess að þau opnuðust og veg-
ur hans greiddist. Hann var þeg-
ar í lifanda lífi lifandi þjóðsaga.
Þegar honum var féfátt, gat
hann jafnvel selt norðurljósin!
Rit það, sem hér verður drep-
ið á, er tvíþætt. Annars vegar er
það úrval þesS, sem Einar Bene-
diktsson ritaði í lausu máli, og
er þetta úrval rúmar 520 bls.,
hins vegar æviágrip Einars eftir
útgefanda úrvalsins, Steingrím
J. Þorsteinsson prófessor. Þetta
æviágrip mætti þó frekar nefna
ævisögu, því að það er 226 bls.
og því heil bók, þótt það sé
prentað aftan við úrvalið.
Að úrvali þessu er hinn mesti
fengur. Er þar komið saman flest
hið markverðasta, sem Einar
hefir ritað í lausu máli og al-
menningi hefir til þessa verið
að mestu lítt tiltækt, þar sem
það er prentað á víð og dreif í
blöðum og tímaritum, sumt án
þess að höfundar sé getið eða
undir dulnefnum. Að vísu kom
út 1935 2. útg. af Sögum og
kvæðum, sem Kristján Alberts-
son bjó til prentunar. Er í því
safni 20 sögur og þættir, sem
allir eru teknir upp í þetta úr-
val. En Sögur og kvæði sýna að-
eins þann þátt í ritstörfum Ein-
ars, sem telja má til skáld-
skapar. ■
Þótt ljóð Einars muni án efa
halda nafni hans lengst á lofti,
ef til vill meðan íslenzk tunga er
töluð eða skilin, fer því fjarri,
að ritsmíðar hans í lausu máli
séu ómerkar. Margar þeirra eru
með handbragði snillingsins,
þótt fæstar þeirra hafi fengið þá
fágun og umsköpun, sem. ljóð
hans hafa hlotið. Fáir hafa ritað
fegurra né kjarnmeira mál en
Einar, þegar honum tókst upp.
Úrval þetta sýnir fjölhæfni Ein-
ars og hin margþættu og sund-
urleitu áhugamál hans. Margar
þær skoðanir og hugmyndir, sem
birtast í ljóðum hans í skáldlegu
og háfleygu orðaskrúði, koma
þarna fram í hversdagsbúningi.
Geta því sumar þeirra stuðlað að
gleggra skilningi á kveðskap
hans. Og síðast en ekki sízt
hjálpa ritsmíðar Einars í lausu
máli oss til þess að þekkja hinn
stórbrotna og margslungna per-
sónuleika hans, sem býr yfir
djúpum andstæðum og óþrot-
legri auðlegð, en sameinar þó
allt hið ólíka og andstæða í gerð
sinni eða í kjarna lífskoðunar
sinnar. Persónuleika Einars má
líkja við gimstein með mörgum
flötum, sem brýtur ljósið á ótelj-
andi vegu og sýnir oss óendan-
lega mhörg litbrigði, en þó á
einstæðan hátt samkvæmt gerð
sinni og eðli.
Útgefandi hefir skipt ritgerð-
um Einars í fimm flokka, og er
það til mikils 'háegðarauka og
glöggvunar fyrir lesendur. —
Fyrsta flokkinn nefnir hann
Sögur og svipmyndir. Þar er
flest það að finna, sem eftir Ein-
ar liggur í lausu máli og venju-
lega er talið til skáldskapar.
Þessi þáttur í ritstörfum Einars
,í óbundnu máli er almenningi
kunnastur, því að meiri hluti
efnisins hefir birzt áður í bókar-
formi í 1. og þó einkum 2. útg.
af Sögum og kvæðum. Sumt
sagna þessara og svipmynda úr
daglegu lífi eru hreinar perlur
og metnar fyrir löngu af alþjóð,
svo sem Valshreiðrið, Aurriðinn,
Þyrsklingurinn, Heiðmyrkur —
(svipuð skáldsýn er tjáð í kvæð-
inu Sæþoku), Hrossasala o. fl.
Miklu meira er tekið upp í
þennan flokk en í 2. útg. Sagna
og kvæða. Nemur viðbótin(rösk-
um þriðjungi. Sérstakur fengur
er að sögubroti alllöngu, Undan
krossinum, sem Einar lét prenta
veturinn 1897—’98. Þrjár arkir
voru fullprentaðar af sögu þess-
ari, sem nú er aðeins til eitt
eintak af (á Landsbókasafninu)..
Einar hefir vafalaust samið sög-
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 2. ágúst, 1954.
Accurate Washing Machine
Repair & Sales Co.
Phone 72-2183
788 ELLICE AVE. WINNIPEG. MAN.
For
The Best In Bedding .
GLOBE
BEDS
SPRINGS
MATTRESSES
DAVENPORTS AND CHAIRS
CONTINENTAL BEDS
COMFORTERS
BEDSPREADS
PILLOWS AND CUSHIONS
GLOBE BEDDING
COMPANY LIMITED
Winnipeg
Calgary
MM
UNITED COLLEGE
AN INSTITUTION OF THE UNITED CHURCH OF CANADA
AFFILIATED WITH THE UNIVERSITY OF MANITOBA
CENTRALLY LOCATED IN DOWNTOWN WINNIPEG
☆ ☆ ☆ x
Complete Arts Course leading to B.A. degree.
lst and 2nd Year Science,
Pre-Professional Courses for Medicine, Dentistry,
Engineering, Architecture, Pharmacy, Law,
Commerce.
Grade XI and Grade XII.
Summer School in Grades XI and XII,
August 2nd to 23rd, 1954.)
Diploma, B.D. and S.T.M. Courses.
Available — Manitoba, Isbister and others tenable
at United College.
For Men and Women.
☆ ☆ ☆
Wriie to the Registrar. United College, Winnipeg
UNIVERSITY DEPARTMENT - -
COLLEGIATE DEPARTMENT - -
THEOLOGY DEPARTMENT - - -
SCHOLARSHIPS AND BURSARIES
RESIDENCES................
una jafnóðum eftir því, sem hún
var prentuð, en hætt við hana
af einhverjum ástæðum í miðj-
um klíðum.
Þegar haft er í huga, að Einar
samdi flestar sögur sínar og
svipmyndir í miklu annríki og
birti þær jafnóðum í blöðum
sínum, Dagskrá eða Þjóðstefnu,
og þær hlutu fæstar fullnaðar-
fágun á borð við ljóð hans, getur
ágæti þeirra talizt undrun
sæta. Listfengnari á blaða-
mennsku en Einar Benediktsson
hefir enginn Islendingur verið,
hvorki miðað við sinn tíma, né
enn í dag. Lýsingar hans í sög-
um þessum og svipmyndum eru
máttugar og sannar, auga hans
er jafn glöggt og samúðarskiln-
ingur hans er skarpur og bera
þær hið sama svipmót og sum
kvæði hans.
Annar flokkurinn kallast
Skáld og þjóðmenntir. Er það
komið saman hið helzta, sem
Einar ritaði um íslenzka menn-
ingu, listir, skáld og rithöfunda.
Flestar þesar ritgerðir hafa til
þessa verið lítt kunnar almenn-
ingi, að undanteknum formála
hans að úrvalsritum Sigurðar
Breiðfjörð. Þegar menn lesa nú
ýmsa blaðaritdóma Einars, sem
sumir eru meira en hálfrar aldar
gamlir, og bera þá saman við rit-
dóma þá, sem nú tíðkast í blöð-
um og vel flestum tímaritum, fer
varla hjá því, að um þá fari hálf-
ónótaleg tilfinning. Því miður
rita hinir færustu bókmennta-
fræðingar vorir alltof sjaldan rit- |
dóma um nýútkomin skáldrit, og
hin helztu skáld vor ,sem til þess
eru fær, einnig alltof sjaldan.
Hvað veldur? Hræðsla við, að
þeir baki sér, óvinsældir höfunda
eöa útgefenda? Hræðsla við, að
þeim skjátlist í mati sínu á nýj-
um skáldverkum? Annríki, að
þeir telji önnur verkefni liggja
sér nær? Ég læt þessum spurn-
ingum ósvarað, en eitt er víst, að
ritfregnir í aðalblöðunum hér
likjast oft satt að segja kvittun
fyrir því, að blaðinu eða ritdóm-
ara þess hafi verið send bókin
til umsagnar.
Einar er glöggsýnn á kjarna
þeirra skáldverka, sem hann rit-
ar um, ef óvild blindar hann
ekki, og að sama skapi er hann
fundvís á meginveilur þeirra höf-
unda, sem honum er lítið um
gefið. Sums staðar hættir honum
til smásmygli og hártogana, jafn
vel þegar hann ritar um þá höf-
unda, sem hann hefur miklar
mætur á (smbr. Grím Thomsen
og Matthías JochumssonL Sam-
búð hans og andúð marka mjög
afstöðu hans. Fágætt er þó oflof
í ritdómum hans, er hitt er oftar,
að hann er hlífðarlaus og ósanng-
jarn við höfunda, sem honum er
í nöp við (smbr. Gest Pálsson,
Jón Trausta, Gunnar Gunnars-
>on, en ritsmíðar Einars um hinn
síðastnefnda eru ekki teknar upp
í úrval þetta.) Einar veitist eink-
um að raunsæisskáldunum ís-
lenzku fyrir þrennt: Þeir eru ó-
þjóðlegir, þeir horfa aðeins á hið
ytra borð hlutanna og þeir eru
haldnir „ástríðu til þess að gagn-
rýna agnkvikindi og sóttkveikj-
---->rw->r><-->o< ~~>o<rrr3o<^r3ocrrr>o<=>oc
o
0
o
| Minnumst
jj sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
0 á Gimli, 2. ágúst 1954
0
o
0
S IMPERIAL BANK
R. L. WASSON, Manager
GIMLI
MANITOBA
(X.-.----------.f'.->rié->n.--,n.--,m-------->n<-->n<—ior~T>o<rrroocr=>oco^>ogrrooc
ooc?
r
n
Með innilegum kveðjum
í tilefni af
íslendingadeginum
2. ágúst 1954.
Gimli Medical Centre
Phones 117-118
A. B. INGIMUNDSON, D.D.S.
G. JOHNSON, M.D.
GIMLI
C. R. SCRIBNER, M.D.
F. E. SCRIBNER. M.D.
MANITOBA
! HAMINGJUOSKIR 1U
! ISLENDINGA
j í tilefni af 65. þjóðminningardegi
j þeirra á Gimli, þann 2. ágúst
j næstkomandi!
★
„íslendingar viljum vér allir vera"
★
í P. O
í
í
OAK POINT
Virðingarfylst
. Einarson
KAUPMAÐUR
MANITOBA
I