Lögberg - 29.07.1954, Qupperneq 11
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLÍ, 1954
11
ur í mannlífinu." Þetta viðhorf
kallar hann „hlutheimsku.“ Ein-
ar er harðdæmur um skáldskap,
en hann horfir hér, eins og hans
er vandi frá háum sjónarhóli, og
1 vandlæting sinni talar hann
eins og sá, sem vald hefur. Sjálf-
ur hefur hann sett markið hátt,
listin er honum heilagt mál,
hann er kröfuharður fyrir henn-
ar hönd og því leysir dusil-
itiennska annarra réttláta reiði
hans úr læðingi: „Mikil ábyrgð
fylgir því að snerta listina með
raektarlausum og fákunnandi
höndum,“ skrifar hann löngu
síðar í bréfi til frú Gunnfríðar
Jónsdóttur.
í þessum flokki eru ýmsar stór
merkar greinar um íslenzka
tungu og menningu. í greininni:
„Orðlistin á Islandi (1916) bend-
ir hann á nauðsyn þess að koma
upp Þjóðleikhúsi. „Saga sjálf-
stæðrar íslenzkrar nútímamenn-
ingar í höfuðstaðnum byrjar,
þegar þjóðleikhús verður stofnað
í Reykjavík.“ Og 1927 hitar hann
,enn um þjóðleikhúsið og spáir
því, að þegar stundir líði fram,
muni það verða höll söngva og
dansa, sem hefur „alhæfa, full-
skipaða hljómsveit fyrir efsta
flokks leiksvið.“ í greininni: ís-
lenzk orðmyndan (1891) bendir
hann á þann eina veg, sem hon-
um virðist fær til þess að íslenzk-
an geti „fullnægt þörfum sið-
aðrar þjóðar framvegis,“ og hann
er sá, að mynda nýyrði af ís-
ienzkum stofnum. Hann vill fela
nefnd hæfra manna að hafa á
hendi slíka nýyrðasmíð. Kemur
ekki þarna fram fyrsta hugmynd
in að íslenzkri Akademíu, sem
Kristján Albertson, Björn Ólafs-
son o. fl. vilja láta stofna? Yfir-
leitt má segja, að varðveizla ís-
lenzkrar menningar sé Einari
engu síður hugstæð en endur-
sköpun hennar, þetta tvennt
verður að haldast í hendur. Því
ritar hann um varðveizlu ís-
lenzkra rímnalaga og þjóðlaga,
um gildi stökunnar og þjóðsagn-
anna, hins íslenzka alþýðuskáld-
skapar.
Næst tekur við flokkurinn
Saga og þjóðarframi, fimm rit-
,gerðir um forsöguleg og sagn-
íræðileg efni og um þá sögu, sem
Einar hafði geysimikinn áhuga á
forsögu Islendinga og reit um
bað efni stutta bók á dönsku:
Thules Beboere, Kria 1918, en
ekkert úr henni er tekið í úrval
þetta. Einar vildi vefja ættland
sitt, „minningalandið,“ dulmóðu
forsögunnar, um það vitna bæði
ljóð hans og ritgerðir. Hann held
ur því fram, að Thule eða Thyle,
þetta undraland norðursins, sem
getið um í forngrískum heimild-
um, sé Island, en Thule kveður
hann merkja sólarlandið, Sóley.
Reynir hann að færa ýmis rök að
því, að írar hafi byggt Island
löngu áður en Norðmenn settust
þér að. Hann hafði og löngum
.mikinn áhuga á „Grænlandsmál-
inu.“ Orti hann um lok Islend-
inga í Grænlandi slétthenda
fímu, Ólafs rímu Grænlendings,
sem er vafalaust hin mesta brag-
þraut, sem nokkurt íslenzkt
skáld hefur af höndum leyst.
Hagsýnt fólk situr jafnan
við þann eldinn sem
bezt brennur.
s. J
Af þessum ástæðum er það, að viðskiptavinum
vorum fjölgar óðfluga dag frá degi. Það kaupir
i <
enginn köttinn í sekknum, sem gerir sér það að
regulu að verzla í
Home of Bonded Baby Beef
Hamingjuóskir til íslendinga í
tilefni af 65. þjóðminningardegi
/ •
þeirra ó Gimli, 2. ógúst 1954
frá
J. J. SWANSON & CO., LIMITED
Leigja og annast íbúðir og verslunarhús
Annast tryggingar í öllum greinum
Eldsábyrgðir, bíla tryggingar, slysatrygg-
ingar, o. fl.
Lána peninga gegn lágum vöxtum
Fasteigna umsjónarmenn.
J. J. Swanson & (o.
Limited
W. H. OLSON
President
308 Avenue Bldg.
REALTORS
D. C. HENRICKSON
Managing Director
WINNIPEG, MANITOBA
Phone 92-7538
Kveikjuna að Ólafs rímu Græn-
iendings sótti Einar í íslenzka
þjóðsögu. Sjá: Jón Þorkelsson:
Þjóðsögur og munnmæli, Rvík.
1899, bls. 62—65. Var Einar og
riðinn við útgáfu þjóðsagnasafns
þessa.
Hvað sem vísindagildi ritgerða
Einars líður, er tvennt víst:
Hann vildi hlut íslands sem
.mestan í fortíð og framtíð, og
þessar rannsóknir hans og áhuga
mál urðu honum tilefni margra
ágætra skáldverka.
Fjórði efnisflokkurinn heitir
Þjóðmál og framkvœmdir. Hefur
útgefandi valið dæmi af sem
flestum áhuga- og baráttumálum
Einars, og er þar um auðugan
garð að gresja. Samt er upp í
þennan flokk tekið langminnst
að tiltölu við efnismagn. Hér eru
segir útgefandi, „myndir af blaða
manninum, stjórnmálamannin-
um, bardagamaninum, umbóta-
manninum, jafnaðarmanninum,
auðhyggjumanninum, fram-
kvæmdamanninum." Einar kem-
ur í þáttum þessum víða við. Mál
efni íslands ber hann ávallt fyrir
brjósti; hann ritar gegn Vestur-
heims förum: „Mesti og bezti
auður hvers lands er fólkið sjálft
sem lifir þar, hugsar og starfar,
og hver, sem stuðlar til þess, að
fólk flytji sig burt úr jafn lítt
byggðu landi sem ísland er,
vinnur þjóðinni tjón, því meira
sem honum verður betur ágengt.
Hann ritar um jafnaðarstefnuna,
hvetur verkamenn til þess að
stofna með sér samtök, verka-
mannafélög, hann skrifar um
böl atvinnuleysisins og fordæm-
ir fyrirhyggjulausa „vanrækslu
á því að nota erfiðisafl atvinnu-
lausra Reykvíkinga, sem einskis
óska fremur en að fá eitthvað að
gjöra, þó lítið kaup væri goldið
fyrir.“ Með því að nota vinnuafl
atvinnulausra manna vill Einar
koma upp háskólabyggingu, sem
er eitt hið allra lífsnauðsynleg-
asta til framfara og menningar
fyrir þjóðina"---. Þetta er ritað
1896, Einar skrifar af ríkri rétt-
lætiskend grein um fátækra-
löggjöfina og nauðsyn þess að
koma henni í mannúðlegra og
.hagkvæmara horf. í greininni:
Starfsfé fyrir Island (1914) ræðir
hann um framleiðsluskilyrði ís-
lands og vill afla erlends starfs-
fjár til þess að hagnýta auðlindir
landsins. Kennir þar ekki lítils
stórhugar, því að lágmark láns-
fjár til þess að nytja auðlindir
landsins telur hann vera 200
milljónir króna. „Nei ,stórfé!
Hér dugar ei minna!“ Margar
aðrar greinar eru í flokki þess-
um um stjórnmál, atvinnumál og
fjármál, t. d. bréf og skýrslur,
sem Einar sendi enskum fyrir-
tækjum um framfaraeflingu og
gróðavegi á Islandi (í þýðingu
útgefanda).
Fimmti og síðasti flokkurinn
Hugleiðingar og heimspeki, eru
fimm greinar heimspekilegs efn-
is. Tvær fyrri greinarnar,
Stjörnudýrð og Gullský (1896 og
1897), eru frá ýngri árum Ein-
Framhald á bls. 14
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 2. ágúst 1954
THORGEIRSON CO.
PRENTARAR
532 Agnes St., Winnipeg Phone 3-0971
Með innilegum kveðjum
í tilefni af
íslendingadeginum
2. ágúst 1954.
WILLIAM A. McKNIGHT
DRUGGIST
Sherbrook and Westminster
871 Westminster
Academy Rd. and Ash St.
Phone 3-0151
Phone 3-5311
Phone 40-2700
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 2. ágúst 1954
Sími 92-2101
BOOTH FISHERIES
Canadian Co., Limited
2nd Floor, Baldry Bldg., 235 Garry St.
Winnipeg Manitoba
Islendingadagurinn . . .
ww years ago, while early groups of Icelandic families were
pioneering this land with hope and enthusiasm in their hearts, a
steel company called Dominion Bridge was just six years old.
We are proud to have pioneered through the years with the Ice-
landic people of Canada.
DOMINION BRIDGE congratulates you on your splendid cultural
achievements . . . your rededication to happiness and generosity on
this National Celebration of Icelandic Day.9 9
DOMINION BRIDGE GOMPANY
LIMITED
k
Plants & Assoc.
Companies at
AMHERST. N.S. - QUEBEC - MONTREAL - OTTAWA - TORONTO
SAULT ST. MARIE - WINNIPEG - CALGARY - EDMONTON - YANCOUVER