Lögberg - 29.07.1954, Side 13
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLÍ, 1954
13
Ásmundur Guðmundsson
Framhald af bls. 9
sonar, Haralds Níelssonar og
Eiríks Briem. Setið var beggja
megin í kennslustofunni, og var
ekki laust við að nokkur keppni
v®ri milli gamla landsins götu-
megin og nýju álfunnar út að
garðinum. Við vorum svo ó-
heppnir eða heppnir, að ekkert
virtist vera um skáld í okkar hóp
Sem þeirri gáfu beitti, en milli
okkar fauk oft í ýmsum bókstafa
þrautum og öðrum andans skyl-
mingum.
En þá bar meira á öðru hjá
þessum skólafélaga, sem nú er
heiðursgestur okkar í kvöld, og
það var hin djúpa alvara bak við
glaðværðina, hin heita trú hans
°g óbilandi áhugi á að vinna
Verk sitt vel og koma einhverju
«1 leiðar fyrir kirkju Krists vor
á meðal. Mér fannst það bein-
h'nis athygli vert, og skildi það
þó vafalaust ekki eins vel þá og
síðar. Hér var kominn í okkar
hóp efni í ofsamann, ofstækis-
mann, fanatískan mann í þágu
þess málefni, sem hann fann sig
kallaðan til.
Her var mikið prestsefni kom-
ið í Prestaskólann, og mikið efni
í leiðtoga í málefnum kirkjunn-
ar.
Prestsstarfi próf. Ásmundar
kynntist ég ekki af eigin raun,
hvorki vestan hafs né austan, en
prédikanir hans — sem óneitan-
lega eru einn megin þáttur þess
starfs — þekki ég vel og þið öll,
ef þið hafið kært ykkur um það.
Og án þess að fara hér að gerast
prófdómari yfir honum, vil ég
segja það, að þær bera prests-
hæfileikum hans fagurt vitni,
ekki aðeins um mnihald, stíl og
mælsku, heldur og um einlægni,
dýpt og heita trú, sem jafnan
skiptir mestu.
En hitt hefir þá ekki síður
komið fram, hvílíkur leiðtogi og
WEILLER & WILLIAMS CO. LTD.
UNION STOCK YARDS
St. Boniface, Man.
Vér grípum þetta tækifæri til að flytja
hinum íslenzku viðskiptamönnmn vorum
hugheilar hátíðakveðjur. Við þökkum við-
skiptin á undangegnum árum og væntum
þess að geta veitt ykkur greiða og góða
afgreiðslu í framtíð. Hafið hugfast, að vér
veitum smáum gripasendingum nákvæm-
lega sömu skil og þeim, sem stærri eru.
WILLIAM J. McGOUGAN, Manager
QUeát&ijfield etíauie
Specialists in Upholstered Furniture Since 1927
• Recovering & Reupholstering
• Made-to-Order Furniture
• Repairs
• Drapes
• Refinishing
• Slip Covers
• Cleaning
• Nooks
Phone 3-3362
L
639 PORTAGE AVE.
WINNIPEG, MAN.
HAMINGJUÓSKIR
til íslendinga í tilefni af 65.
þjóðminningardegi þeirra
ó Gimli, Man., 2. ógúst 1954
CENTRAL BAKERY
gimli manitoba
CONGRATULATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 65th Anniversory
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 2nd, 1954.
VICTOR BARBER SHOP
687 Sargent Ave.
WINNIPEG, Man.
vegsögumaður hann hefur orðið
á sínu sviði.
Auðvitað hefir honum farið,
eins og flestum miklum áhrifa-
mönnum og leiðtogum, að öldur
hafa á honum brotnað og straum
ar á honum klofnað. í því efni
hefi ég ekki átt með honum sam
leið, og tel ég það galla á mér en
ekki honum. Hann hefir haldið
sitt strik, það má hann eiga, hald
ið sitt strik, eins og hann hefir
talið rétt að láta horfa. Hversu
sem hann hefir viljað vera fús
til samvinni og samhugar,
hversu sem hann hefir viljað
látá hvern mann njóta sannmæl-
is, hversu sem hann hefir viljað
virða annarra skoðanir og dæma
hlutlaust, þá hefir hann haldið
sitt strik. Hann hefir án nokkurs
undansláttar viljað fara eftir
heilræði Matthíasar:
Haf Guðs orð fyrir leiðarstein í
stafni,
og stýrðu síðan beint, í Jesú
nafni,
á himins hlið.
Þessu striki hefir hann haldið
með öllum sínum einbeitta
vilja, ósveigjanlegu sannfær-
ingu, hvössu gáfum, og hvergi
vikið út af viljandi.
En eins og menn vita, þá sýn-
ist mönnunum oft sitt hverjum,
bæði um það, hvar himins hlið
er, og hvernig lesa beri Guðs orð
og þá skerst í odda milli þeirra
manna, sem eiga hinn sterka
vilja og hina öruggu sannfær-
ingu: Og þá geta dómarnir um
þennan mann, eins og aðra
mikla forustumenn, orðið svo
sundurleitir, að mér og ýmsum
öðrum mundangsmönnum getur
ofboðið.
En ég segi það alveg satt, að
ég dáist að ofsamönnunum, þeg-
ar þeir eru það af skynsemd og
velvild, í hvora áttina, sem þeir
vilja halda. Ég sé í þessu ein-
hvérn spámannsins móð, ein-
hvern glóandi kerúgsins altaris-
stein, sem gefur orð að mæla og
lífinu salt og annað krydd. Og
eftir allt er stríðið líf og lífið
stríð.
☆
Þessi ræða mín fer að verða of
löng. En hvað skal segja, þegar
umtalsefnið er stórt? Mér finnst
ég í raun og veru eiga flest eftir,
sem ég vildi sagt hafa, en hugga
mig við að aðrir muni hér um
bæta, og tala um preststarf hans
vestan hafs og austan, kennslu
hans í háskólanum, kennslu
hans utan háskólans og skóla-
stjórn, um hinn mikla íslenzku-
mann, um formann og drifkraft
Prestafélags íslands o. s. frv.
En einu get ég ekki alveg
sleppt, því að það er í raun og
veru það, sem ég hefði viljað
tala um hér, og það, sem fyrst og
fremst hefir mótað mynd mína
af heiðursgestinum, er það er
maðurinn Ásmundur Guðmunds
son, sem ég hefi nú verið með og
starfað með, meira og minna,
upp undir hálfa öld. En þar
vandast málið, því að þótt ekk-
ert sé til stærra en mótaður per-
sónuleiki, ekkert betra en góður
vinur og ekkert áhrifameira en
mikilhæfur og ljúfur samferða-
maður á lífsleiðinni og sam-
starfsmaður í ævistarfinu — þá
er ekkert til, sem erfiðara er að
lýsa með orðum en einmitt
þetta.
Ég bregð því á léttara hjal, og
byrja á þvi, að lýsa viðbufða-
litlu ferðalagi, sem við áttum
saman á ungdómsárunum. Þetta
var að vísu langt ferðalag, alla
leið vestur í miðja Ameríku.
Ferðalög eru sérstaklega vel
-fallin til kynningar. Þau ein-
rfngra tvo eða örfáa menn frá
öllum öðrum, slíta þá úr venju-
legu umhverfi, sópa öllum hvers
dagsins umbúðum af, daglegum
störfum og áhyggjum.
Þarna sá ég Ásmund Guð-
mundsson eiginlega fyrst í út-
flytjendahópnum sumarið 1912,
undir forustu okkar ágæta Am-
eríku-agents B. B. Olson.-----
Á öðru ferðalagi kynntumst
við þó enn betur ,þá orðnir full-
orðnir menn, um fimmtugt. Það
var á margra mánaða ferðalagi
okkar um Landið helga. Ég ætla
ekki að lýsa því sumri, svo
barmafullt er það af alls konar
endurminningum og áhrifum.
Og þá sá ég skýrar en nokkru
sinni fyrr marga af mannkostum
Ásmundar Guðmundssonar.
Tveir einir í hersetnu landi, með
morð og sprengingar daglega á
götum úti, í opinberum bygg-
ingum, strætisvögnum og hvar
sem var, en jafnframt landi, sem
átti hjarta okkar allt löngu fyrir
,fram og uppfyllti þó allar vonir
okkar og bætti miklu við.
Hér var tækifæri til þess að
kynnast ferðafélaga, sem óhætt
var að treysta út í yztu æsar,
hvað sem fyrir kom, og á hverju
sem gengi.
Þessa mynd af heiðursgestin-
um okkar á enginn nema ég og
með hana 1 huga mínum vil ég
enda þessi orð.
Guð og gæfan fylgi honum.
Ég yrði ánægður, ef þér vild-
uð nefna einhvern sérstakan dag
sem þér ætlið að greiða mér
skuldina, sagði lánardrottinn.
— Já, alveg sjálfsagt, svaraði
skuldunauturinn; — hvernig
lýzt yður á dómsdag; en þann
dag verðið þér líklegast dálítið
upptekinn; — þá segjum við
bara daginn eftir dómsdag!
☆
Hún: — Svei mér, ef ég held
ekki að ég sé ekki ég sjálf í
kvöld!
Hann: — Við ættum þá að
geta skemmt okkur vel!!
Kirkjuriiið
HAMINGJUÓSKIR
til íslendinga \ tilefni af 65.
þjóðminningardegi þeirra
ó Gimli, Man., 2. ógúst 1954
Minnumst sameiginlegra erfða
á Islendingadeginum á Gimli, 2. ágúst 1954.
GIMLI MOTORS LIMITED
ver/.lar me8
Chevrolet, Pontiac, Buick og Oldsmobile bifreiðar
og Chevrolet og G.M.C. vörubifreiðar.
IAllar tegundir af akuryrkjuverkfærum
ALLIS-CHALMERS
TIP TOP MEATS &
FROZEN FOOD LOCKERS
PHONE 101 GIMLI. MAN.
CONGRATULATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 65th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 2nd, 1954.
| I
j
OFFICE SPECIALTY MFG. CO.
LIMITED
358 Donald Street Tel. Nos. 93-4712
93-5364
“We make everything we sell and guarantee what we make.”
Fljót afgrelðsla, vingjarnlegt viðmót
GIMLI MOTORS LTD.
O. T. KRISTJANSON, forstjóri
Centre Street Sími 23 GIMLI, Man.
Compliments of . . .
i COWIN & CO.
j LIMITED
I
Reinforced Concrete Engineers
Structural Engineers
i
( Telephone 74-2581
i
j 1137 PACIFIC AVE. WINNIPEG, MAN.