Lögberg


Lögberg - 29.07.1954, Qupperneq 17

Lögberg - 29.07.1954, Qupperneq 17
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 HAMINGJUÓSKIR til Islendinga í tilefni af 65. þjóðminningar- degi þeirra á Gimli. Man., 2. ágúst 1954 Soloway's Super Market Selkirk and Andrews WINNIPEG MANITOBA WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLÍ, 1954 17 Þegar „Norge” fórst Þann 28. júní s.l. voru 50 ár liðin, síðan mesta sjóslys, sem um getur í norrænni siglingasögu, varð, — er út- flytjendaskipið ,Norge‘ fórst við Rockall, skammt undan Skotlandsströndum. Drukkn- uðu þar um 600 manns, þar á meðal 200 börn — en að- eins rúmlega 100 manns björguðust. PYRIR SKÖMMU birtist hér í blaðinu frásögn norska skálds- ins, Herman Wildenvey, af því, er danska vesturfararskipið ».Norge“ fórst við Skotlands- strendur, þann 28. júní 1904, en skáldið var meðal þeirra hundr- að farþega, er af komust af þeim rumlega sjö hundruð manns, er skipið hafði innanborðs. í tilefni af því, að nú eru fimmtíu ár liðin frá því er þessi hörmulegi stburður gerðist, hafa dönsk blöð og tímarit flutt greinar um hann, og birtist hér útdráttur úr einni þeirra. í frásögn sinni af slysinu nrinntist Wildenvey á íslending nokkurn, sem verið hafði í sama irjörgunarbát og hann, Sigfús Johnsen, fyrrverandi bæjar- fógeti í Vestmannaeyjum og höfundur hins mikla sagnfræði- nts „Saga Vestmannaeyja“, er út kom í tveim bindum fyrir nokkrum árum, lét blaðinu í té nánari upplýsingar um þennan mann, og afrek hans í sam- bandi við björgunina, og verður það ekki rifjað upp hér, — en ekki er þessa íslendings minnzt í nefndri grein. Má vera að því valdi gleymska þeirra, er frá at- burðum segja, en hvað um það, — afreka hans var þó minnst í dönskum blöðum í þá tíð. Þetta mun vera mesta sjóslys, hvað mannfórn snertir, sem norræn siglingasaga kann frá að greina, að minnsta kosti hefir ekki orðið annað meira í sögu danska sigl- ingaflotans, og um leið eitt hið hörmulegasta, sem um getur á friðartímum. Hvers vegna Wildenvey breytti um nafn Greinarhöfundur getur þess, að hann hafi fyrst snúið sér til Wildenveys, varðandi frásögn af þessum atburði, en skáldið hafi færzt undan svari, þar eð hann hafi verið búinn að lofa norsk- um blöðum og útvarpi slíkri frá- sögn, — og er þar um þá sömu frásögn að ræða, og birtist hér í blaðinu. Hins vegar sagði Her- man Wildenvey höfundinum, að atburður þessi hafi beinlínis BETRI AFGREIÐSLA Til þess að veita sem allra fullkomnasta af- greiðslu starfrækir United Grain Growers Ltd. aragrúa af kornhlöðum víðsvegar um landið og hefir auk þess útskipunarstöðvar í Vancouver og Port Arthur. Af þessu leiðir það, að hinar mörgu þúsundir, sem teljast til þessa félags- skapar, sem bændur eiga og starfrækja á sam- vinnugrundvelli, njóta þeirrar beztu afgreiðslu, sem hugsast getur. UNITED GRAIN Ík GROWERS LTD. CALGARV - REGINA - WINNIPEG - SASKATOON - EOMONTON Svipmikil nýtízka . . . Vegna úrvals skófatnaðar og vís- indalegrar gerðar, er tryggir hin fullkomnustu þægindi, skuluð þér ávalt heimsækja Macdonalds. Macdonalds flytur Canadaþegnum af íslenzkum stofni innilegar árnaðaróskir. MACDONALDítore ltd 492-494 MAIN STREET . . . Just South of the City Hall Minnumst sameiginlegra erfða ó íslendingadeginum á Gimli, 2. ágúst, 1954. Dr. T. GREENBERG 814 SARGENT AVENUE WINNIPEG. MANITOBA Phone 3-6196 orðið orsök þess, að hann breytti „eftirnafni" úr „Portas“ í „Wildenvey". „Mér þótti þá, sem eg færi gersamlega villur vegar“, hefur höfundurinn eftir honum, „og síðan hef ég borið nafnið Wildenvey“. Er þetta í sjálfu sér ekki ófróðlegt, þar eð ýmsar sögur hafa verið á kreiki um það, hvað nafnbreytingu skálds- ins hafi valdið. Þá stóð öld vesturfaranna sem hœst „Norge“ lagði af stað frá Kaupmannahöfn 22. júni 1904, með um það bil fimm hundruð farþega. Ekki voru nema um 80 Danir í þeim hópi, annars voru farþegarnir mestmegnis pólskir, finnskir og rússneskir vesturfarar. í Osló bættust svo tvö hundruð farþegar í hópinn, norskir og sænskir; voru því alls 723 manneskjur innanborðs, er skipið lét í haf, að fimmtán manna áhöfn meðtaldri. Á þessum árum stóð vestur- faraöldin sem hæst, útflytjen- urnir voru ekki sérlega vand- fýsnir hvað aðbúnað snerti; — þeim var það aðalatriðið að komast sem fyrst til hins fyrir- heitna lands. Hin mikla eftir- spurn varð til þess, að skipa- félögin veittu oft.fleirum far, en gildandi lög leyfðu. Forráða- menn Skandínavian-Ameríku- línunnar, félagsins, sem átti „Norge“, héldu þó þau ákvæði; til dæmis var skipið búið sex björgunarbátum, þótt það hefði ekki, lögum samkvæmt, þurft að hafa nema fimm, og auk þess nokkrum björgunarflekum. — Ekki tóku þó bátarnir og flek- arnir nema 276 manns, — eða aðeins um þriðja hluta farþega- fjöldans. Þetta atriði kom fram við yfirheyrslur í sambandi við slysið, og varð meðal annars til þess, að þeim lagaákvæðum var breytt. Þoka og segultruflanir Þegar „Noreg“ hafði farið fram hjá Orkneyjum, skall yfir dimmviðri og þoka, og vegna segultruflana bar það því sem næst 25 sjómílur norður af réttri leið. Skipstjórinn, Wm. Gundel, bar þó mörgum betra skynbragð á slíkar truflanir, þar eð hann hafði þá fyrir skömmu verið sæmdur heiðurspeningi frá kunnri vísindastofnun, fyrir frá- bærar athuganir, einmitt hvað þær snerti, á hinum mörgu ferðum sínum yfir Atlantshafið. En bæði var það, að hinir svo- nefndu segulbyljir voru þá enn lítt þekkt fyrirbæri, og leiðin á milli Orkneyja og Rockall, klettsins, sem „Norge“ strandaði á, er skerjótt mjög og vand- rötuð. Kom hið síðarnefnda einnig fram í sjóréttinum, og varð til þess, að siglingaleiðinni var breytt þannig, að stefnan var færð nokkuð suður á bóg- inn, og hefir henni ekki verið breytt síðan. „Norge“ strandar Klukkan 7.45 tók „Norge“ niðri á rifi, sem liggur út frá hinum mikla gramtdrang Rock- all. Voru farþegar þá í fasta svefni. Skipið losnaði samstund- is af rifinu, en stefni þess hafði laskast svo við áreksturinn, að það tók þegar að sökkva. Margir af farþegunum drukknuðu í klefum sínum, en aðrir komust upp á þilfar, fáklæddir, eða jafnvel naktir. Gundel skipstjóri bauð áhöfn- inni, að farþegarnir skyldu ganga fyrir um rúm í björgunar- bátunum. Voru flestir skipverja syndir, og því meiri von, að þeir gætu bjargað sér, jafnvel þótt þeir kæmust ekki í bátana. Um leið og fyrsti björgunarbáturinn var látinn síga fyrir borð, stökk fjöldi farþega niður í hann, og mun það hafa átt sinn þátt í því, að hann brotnaði og sökk við skipshlið, en margir drukknuðu. Þegar næsti bátur seig fyrir borð, var stafn skipsins ícominn í kaf, og skutur þess lyftist svo að skrúfan tók ekki sjó, og lét skipið því ekki að stjórn. Slæmt var í sjó, og gengu ólögin hvert af öðru yfir þilfarið, þar sem hálfnakið fólk, karlmenn, konur og börn, hímdi hríðskjálfandi af kulda og beið þess að komast í bátana. Var röggsemi og festu skipstjórans við þrugðið á þess- ari hörmungarstund. Frásögn skipstjórans Um endalok þessa þáttar slyssins fórust skipstjóranum þannig orð: „Ég stóð a stjórnpalli þegar skipið sökk kl. 8.05, — eða tutt- ugu mínútum eftir að það rakst á klettarifið. Þegar sjórinn lukt- ist um mig festist annar fótur minn í stjórnpallshandriðinu, svo að ég sogaðist í kaf; tókst þó að losa mig, og þegar mér skaut upp aftur, sá ég 'skut skipsins hverfa í öldurnar. Eftir að ég hafði verið langa hríð á sundi, og rætt við marga af skipshöfn- inni, sem líka voru á sundi, kom ég auga á björgunarbát og synt- um við að honum, Bruun að- stoðarvélstjóri og ég, og vorum báðir innbyrtir. Þá var klukkan orðin hálftíu. Er ég hafði jafnað mig dálítið eftir volkið í sjón- um, tók ég við stjórn á bátnum, sem var drekkhlaðinn fólki. Mér tókst að láta setja upp segl, og tók ég þegar stefnu á St. Kilda. Lét ég síðan kasta Framhald á bls. 24 Greetings to Our lcelandic Friends on their 65th Anniversary DINETTE The Right Place to Eat Home-Cooked Meáls SAM EPSTEIN Dry Goods, Clothing, Footwear MANITOBA AVE. SELKIRK. MAN. CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. RIVERTON HOTEL JOHN LUPYRYPA, Prop. RIVERTON PHONE 79 203 MANITOBA CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. Paper-Mate of Canada CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary GAS 5 cents 0FF Per Gallon FAMOUS MOTORS OPEN 24 HOURS 815 NOTRE DAME AVE. ^>ocrzooczz3oc oocrz>ocz-z>o<zzzz>oczzz>o<--->Q<—r->Q<--->r><-->r>«-->o<--->n<--- WINNIPEG HÁMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 65. þjóðminningardegi þeirra ó Gimli, Man., 2. ógúst 1954 FOR WARM AIR HEATING AT ITS BEST jj CONSULT i Waterman-Walerbury (o. Lld. I \ Oil Healing Division , 556 NOTRE DAME AVE. WINNIPEG ! 1 Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 2. ágúst 1954. MIKKELSEN-COWARD & COMPANY LIMITED PLUMBING AND HEATING 612 LOGAN AVE. WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.