Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 18
18
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLl, 1954
Einar Benediktsson
Framhald af hls. 15
getur skilið skáldpersónuleik
Einars Benediktssonar, nema
hann kafi djúpt og leiti þessa
kjarna lífsskoðunar hans og
heimssky nj unar.
Einar var ekki vísindamaður,
heldur skáldspekingur, og fang-
brögð hans við hinztu leyndar-
dóma tilverurinar eru að mestu
utan við þau svið, sem almennt
eru talin til vísinda. Kenningar
Bergsons og þó einkum Einsteins
hafa auðsjáanlega fallið í góðan
jarðveg hjá honum og verið hon-
um andleg næring, en hins vegar
kemur fram af ljóðum Einars, að
sýn hans á tilveruna hefur verið
mótuð í meginatriðum, áður en
kenning Einsteins kom fram.
Með úrvali þessu gefst almenn
ingi fyrst kostur á að kynnast því
hvílíkur snillingur Einar var á
laust mál. Má hiklaust telja hann
einn mesta stílmeistara íslenzkr-
ar tungu fyrr og síðar. Urval
práfessors Steingríms er prýði-
lega gert og skipulega flokkað.
Ef ég mætti nokkuð að því
finna, væri það helzt það, að það
hefði mát vera nokkru stærra,
t. d. sakna ég þarna fornkunn-
ingja míns, Svikagreifans. En
vonandi kemur þetta rit út áður
en mjög langt um líður í annari
-------------------I—-----
Með innilegum kveðjum
í tilefni af
íslendingadeginum
2. ágúst 1954.
K. THÓRARINSON
kaupmaður
Umboðsmaður fyrir
I. J. CASE AKURYRKJUVERKFÆRI
Sími 79 231
RIVERTON. Man,
NM
nm0m
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 2. ágúst 1954
We Service all iypes of Healing Equipmenl
including
Hi-Low and Vaporizing Burners
Estimates Gladly Given
SAMU ELSON'S
OIL HEATING
GUNNAR SAMUELSON, Manager
Phone 74-5169
983 ARLINGTON ST. WINNIPEG
útgáfu, og er þá hægt um hönd
að stækka úrvalið nokkuð, eða ef
ráðlegra sýnist, að gefa út allt
það, sem vitað er með sannind-
um, að Einar hefur ritað.
☆
Steingrímur J. Þorsteinsson
prófessor hefur ritað rækilega
ævisögu Einars og er hún, eins
og áður er getið, prentuð aftan
við úrvalið. Myndi hún raunar
sóma sér vel sem sjálfstæð bók,
bæði vegna efnis og lengdar.
Loks hefur Steingrímur tekið
saman ritgerðatal Einars.
Hér er ekki rúm til að rekja
efni þessarar merku ritgerðar,
enda er þess að vænta, að mér
fróðari og færari menn felli dóm
sinn um hana. Höfundur rekur
æviferil Einars frá vöggu til
grafar eftir öllum þeim heimild-
um, sem honum voru tiltækar.
Gegnir furðu, hversu margt
hann hefur grafið upp um ævi
Einars, bæði með því að kanna
vandlega ritaðar heimildir og
eins með hinu að leita til skil-
ríkra manna, sem gerst máttu
þekkja Einar. Höfundur hefur af
mikilli elju og ratvísi hins æfða
rannsóknarmanns dregið fram
í dagsljósið svo mikla vitneskju
um hinn torakta lífsferil Einars,
að úr þessu ætti að vera hægra
að styðja en reisa. Ætla ég, að
rit þetta muni vera traust braut-
ryðjandaverk, sem ávallt heldur
gildi sínu. Höfundi tekst aðdáan-
lega vel að rekja skilmerkilega
og óslitið ævi Einars. Jafnvel um
þau tímabil, þegar torveldast er
að fylgja ferli hans, og heimildir
um hann eru ærið slitróttar, er-
um vér nú drjúgum fróðari en
áður, og hafa í þessu efni sann-
ast orð Einars sjálfs: „Ég hef nú
víðast hvar skilið eftir mig ein-
hver spor.“ í þessari víðtæku
heimildakönnun höfundar liggur
meira verk er flesta órar fyrir.
En hitt er ekki minna um vert,
hversu vel og smekkvíslega höf-
undur fer með þessar heimildir.
Eins og hann segir sjálfur í for-
mála, er ,vandfarið með sögu ný-
látins manns, ekki sízt þegar
uppi eru nánustu ættingjar hans,
aðstandendur og ástvinir, sem
ýmsir hafa mjög ólík viðhorf.“
En prófessor Steingrímur hefur
í þessu efni siglt hina kröppu
leið milli skers og báru og varizt
þó áföllum. En af þessu má ráða,
að hann á efalaust margt í fórum
sínum um ævi Einars, þótt ekki
hafi hann með réttu talið tíma-
bært að birta það almenningi.
Höfundur segir í forspjallsorð-
um að ritgerðinni, að henni sé
„fyrst og fremst ætlað það hlut-
verk að birta nokkurt staðreynda
tal um E i n a r Benediktsson,
bregða upp einstaka myndum úr
lífi hans og rekja æviatvik hans
hin helztu, en ekki að fjalla um
skáldskap hans sérstaklega."
Hér hefur höfundur gefið oss
meira en hann lofar, því að hann
rekur jafnframt í megindráttum
þroskaferil Einars sem skálds af
næmri innsýn og djúpskyggni. í
ritgerðinni er fjöldi skarplegra
í minjasafni H. G. Andersen í Odense ó
afmælisdegi skáldsins
Danir og Norðmenn leggja
áherzlu á að búa borgara-
legri stjórn glæsilega um-
gjörð í ráðhúsum bæjanna
Islenzki blaðamannahópur-
inn, sem gisti Danmörk í
aprílbyrjun í boði dönsku
stjórnarinnar, kom til
Odense árla morguns á af-
mælisdegi H. C. Andersen.
í borg, sem oft er nefnd „H.
C. Andersens By“ er 2. apríl
hátíðisdagur. Augu dönsku
þjóðarinnar, og raunar fleiri
þjóða, hvíla á Odense þenn-
an dag. Borgin heiðrar minn
ingu skáldsins á ýmsan hátt
og úr hinu fræga minjasafni
við Jensensstræde er út-
varpað dagskrá, sem helguð
er skáldskap H. C. Aender-
sen, um víða veröld.
Minna mun hafa verið um
dýrðir í Odense 2. apríl s.l. en
oft áður, enda þegar hafinn
undirbúningur að hátíðahöldun-
um næsta ár, er 150 ár eru liðin
frá fæðingu skáldsins. Þó fluttu
bæði danska og brezka útvarpið
veglega dagskrá frá H. C. Ander-
sens Hus að þessu sinni og með-
al þeirra, sem fram komu þar og
lásu úr verkum hans, var heims-
fræg brezk leikkona, Margarethe
Rutherford.
Danmerkur „hýrasta
hagsældarfrón“
Við áttum að dvelja þennan
eina dag í Odense og var því
ekki til setunnar boðið eftir
athugana á skáldskap Einars, svo
að hún tekur einnig að þessu
leyti flestu eða öllu því fram,
sem um Einar hefur verið ritað.
— Góður fengur er að brotum
þeim, sem höfundur birtir af síð-
asta kveðskap Einars (Ökklaeld
og nokkrar lausavísur). Er það
hálfraunalegt, að svo til hið eina,
sem til er af ljóðum þessa stór-
skálds í eiginhandriti, skuli vera
ófullgerð kvæðisbrot og lausa-
vísur frá síðustu æviárum hans.
Öll er ritgerðin samin af frá-
bærri vandvirkni og andríki á
stundum, hún er stórfróðleg og
ómissandi öllum þeim, sem vilja
kynna sér líf og list Einars Bene-
diktssonar. Hún er miklu meira
en þurrt staðreyndatal. Stíllinn
er yfirbragðsmikill, en 'þó slétt-
felldur, frásögnin skipuleg, hnit-
miðuð, sumsstaðar með drama-
tískum þunga og stígandi. Það
er sönn unun að lesa þetta ævi-
ágrip“, sem er hið langrækileg-
asta og ristir dýpst af því, sem
nokkru sinni hefur verið ritað
um Einar sem mann og sem
skáld. Ég lit svo á, að þetta úrval
verka Einars Benediktssonar og
hin ágæta ævisaga hans séu stór
viðburður í bókmenntum vorrar
fámennu þjóðar.
— LESB. MBL.
dropinn, sem varð að fljóti!
Þetta gerðist árið 1876. Útflutningsvaran var hveiti,
hin fyrsta slíkrar tegundar í Vestur-Canada og nam 857
mælum og fimm pundum.
Þeir tólf bændur, er fluttu út fyrsta hveitifarminn,
urðu brautryðjendur, og frá þeim varð Vestur-Canada að
miðstöð kornframleiðslunnar í heiminum.
Til þess að haldast í hendur við þessa öru þróun, urðu
aðferðirnar við móttöku korns og útflutning óhjákvæmi-
lega að breytast.'
Frá ári til árs síðan 1893 hefir National Grain trygt
bændum í Vestur-Canada þau fullkomnustu markaðs-
skilyrði fyrir kornframleiðslu þeirra, sem hugsast getur.
. . .» 1 þjónustu landbúnaðarins.
National Grain
\/ COMPANY LIMITED
komuna til borgarinnar. Borgar-
stjórnin, Ferðamálafélagið, Blaða
mannafélagið og leiðsögumaður
okkar frá utanríkisráðuneytinu,
höfðu þegar ráðstafað hverri
stund. Til þess var ætlast, að
dagurinn festi í vitund okkar
svipmynd af „Danmerkur dýr-
asta, hlýjasta, hýrasta hagsæld-
arfróni“, sem Matthías nefndi
Fjón. Okkur var því ekki aðeins
ætlað að skoða hinn menningar-
lega höfuðstað eyjarinnar held-
ur líka að ferðast um landið. Og
þegar tíminn er skammur kemur
sér vel að vegalengdir í milli
granna eru ekki miklar eins og
á Islandi. Okkur tókst því, á
þessrun eina degi, að skoða
menningarstofnanir í borginhi
og húsmannsbýli úti á landi, í
milli þess sem við sátum að
veizluborðum hjá borgarstjórn
og blaðamannafélagi og skáluð-
um við fyrirmenn í viðsjálum
drykk, sem heimamenn kalla
Óðinsmjöð, og segja að tíðkast
hafi þar um sveitir síðan fyrir
daga Knúts hins helga, er veginn
var í þessum forna bæ árið 1086.
Fróðleg morgunstund
Frá Kaupmannahöfn til Odense
er raunar ekki nema snertispöl-
ur. Á einni morgunstund má
ferðast suður Sjáland, sigla á
ferju yfir Stóra-belti, aka inn í
miðjan Odensebæ, koma sér
fyrir á gistihúsi og skoða hús
H. C. Andersen, — og ljúka
þessu öllu áður en klukkan er 12
á hádegi. Allt þetta höfðum við
að baki, þegar ráðhúsklukkan sló
tólf högg og við gengum fyrir
Werner borgarstjóra í hinu
mikla ráðhúsi borgarinnar. Var
þetta því sannarlega fróðleg
morgunstund og fjölbreytileg.
í húsi skáldsins
Eftirminnilegast var þó að
CHARLES RIESS & CO.
FUMIGATORS
I
★
372 Colony St.. Winnipeg Phone 3-3529
Við samgleðjumst fslendingum á 65.
þjóðminningahátið þeirra á Gimli 2.
ágúst 1954, og þökkum góða viðkynn-
ingu og vinsamleg viðskipti þeirra, sem
við höfum notið í liðinni tíð, og vonum
að njóta í framtíðinni.
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, íorstjóri
N.W. CHAMBERS and HENRY
WINNIPEG SÍMI 74-7451
BLUE RIBBON
Quality
PRODUCTS
COFFEE
A rich and flavory blend of
freshly roasted moderately
priced coffee.
TEA
Always a favorite because
it is always so delicious.
BAKING
POWDER
Pure and Wholesome
Ensures Baking Success
I