Lögberg - 29.07.1954, Síða 25

Lögberg - 29.07.1954, Síða 25
Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLl, 1954 Creators of Distinctive Printing The Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 25 Mesta sauðfjórræktarland heims Skálholtshátíðin var f jölsótt og vel heppnuð Kanínur ein versla plága áslr- alskra fjáreigenda Menn þurfa ekki annað en líta a hagskýrslur til þess að sjá, hve °iikilvæg ullarframleiðslan er fyrir Ástralíubúa og öll þau lönd sem þurfa að flytja inn ull. Árin 1952-53 var verðmæti þeirrar ull ar, er seld var á ullarmörkuðum Ástralíu, samtals 323,804,800 ster hngspund. I Ástralíu er fram- leidd meiri ull en í nokkru öðru landi heimsins, og meginhluti hennar er fluttur út til iðnaðar í hðrum löndum. Menn geta feng- ið nokkra hugmynd um hinn öra vöxt iðnaðarins, ef þeir líta á það, að árin 1937-38 voru fluttir út frá Ástralíu 2,654,260 ballar ullar, en árin 1952-53 3,556,712 ballar. Ásamt ullarframleiðslu Nýja- Sjálands og Suður-Afríku — en það er International Wool Sekre lariat, sem verzlar með ull þess- ara landa — er ullarframleiðslu heimsins. Á heimsmarkaðinum er því stöðugur ullarflutningur frá syðra helmingi jarðar yfir á uorðurhvelið. Og Ástralía, Nýja Sjáland og Suður-Afríka hafa öll náð svipaðri framleiðsluaukn iugu síðustu ár. Ef lítið er á hina áströlsku ull, er það ekki aðeins hið gífurlega magn, sem vex mönnum í aug- Urn> heldur og hin frábæru gæði merínófjárins. F r á Ástralíu kemur meira en helmingur af allri merínóullarframleiðslu jarðarinnar. Merínóféð og skyldal- fjárteg- undir eru um 85% af sauðfjár- eign Ástralíu búa, en fjárfjöldi þeirra er um 117 milljónir. Ræktun Merínófjárins í Ástra- líu hófst í Nýja-Suður-Wales. Aðalbrautryðjendurnir v o r u John McArthur, kapteinn frá Devonshire, er nam land í Bot- any,Bay 1790, og Samuel Mars- den, trúboði frá Yorkshire, er fór til Ástralíu 1794. Þessir menn keyptu nokkrar Merínó- kindur og fengu þar með stofn þeirrar hjarðar, er brátt varð fræg meðal brezkra iðjuhölda sakir hinnar fíngerðu ullar. Athyglisverðast við vöxt hinn- ar áströlsku ullarframleiðslu er aukning ullarnytja af hverri kind, er þakka má nákvæmu uppeldi fjárins og bættum beitar aðferðum. 1 kringum 1876 feng- ust um fjögur pund ullar af hverri kind, en nú gefur kindin af sér um níu pund. Ullarframleiðendurnir h a f a um allan audur átt við mikla erfiðleika að stríða — þurrka, sjúkdóma, ásókn rándýra eins og urnar hafa eyðilagt beitilandið. Þá stafar mikil hætta af eld- um, sem koma upp á þurrum gresjunum, þar sem féð gengur um sumarið. Til þess að draga úr þessari hættu plægja bændurn- ir venjulega breiðar rákir um beitilendið, en rákirnar hefta út breiðslu e 1 d s i n s. Spýflugna- mergðin er alvarleg plága, sem kostar ástralska fjárbændur mill jónir punda árlega. Spýflugna- ásóknin hófst snemma á þessari öld, en stöðugt er unnið að til- raunum til útrýmingur á spý- flugunum. Kanínurnar hafa um langan aldur verið ein versta plága ás- tralskra fjáreigenda. Þessar smá vöxnu og frjósömu skepnur gjör eyða landsvæðum, er f ó ð r a mættu milljónir sauðfjár. Fyrir nokkru tókst að drepa milljónir kanína með vírussjúk- dómi, er dreift var meðal kanínu stofnsins. 1 Nýja-Suður-Wales er talið, að tekizt hafi að ráða nið- urlögum um 60% af kanínustofn inum, og í Viktoríu er álitið, að 70% hafi verið útrýmt. Áður en tókst að rækta vírus þennan, er talið, að í Ástralíu hafi verið um 600 milljónir kanína. En þrátt fyrir að svo vel hefir tekizt með vírussjákdóm þenn- an, hafa komið upp vandamál, er valda vísindamönnunum áhyggj um. Þær moskítóflugur, sem eru bezti smitberi á þessum vírus- sjúkdómi, finnast einkum á lág- lendinu á mýrarflákum og með- fram fljótsbökkum. Á hálendinu hefir því ekki gengið eins vel að útbreiða sjúkdóminn. Annað vandamál er, að kanínurnar virðast hafa öðlazt mótvægi gegn sjúkdóminum, og vísinda- menn glíma nú við að framleiða aðrar vírustegundir, er kanín- urnar standist ekki. Meðan svo stendur, reyna bændurnir að vinna bug á kanínuplágunni með öðrum leiðum Þeir eyði- leggja bústaði þeirra með jarð- ýtum, og dreifa eitri meðal þeirra. Dingóarnir, áströlsku villi- hundarnir, drepa árlega fjölda fjár, bæði fullorðið og lömb. Og valda þeir nú meiri skaða en nokkru sinni fyrr. Á það má minna, að í Queenslandi hafa verið reistar 3200 mílna langar girðingar til að halda dingóun- um frá fjárhjörðunum. Mann- virki þessi eru kostuð af stjorn- inni. Geta menn þá látið sér skiljast, hve alvarleg dingóa- plágan er. Það er varla auðskilið fátæk- um evrópuskum bónda, er ef til vill hefir ekki yfir 100 ekrum lands að ráða, hvernig lífi ástr- ölsku sauðfjárbændanna er hátt- að. Ekki er óalgengt að fjárbýlin nái yfir 5000 ekrur. Þessara .miklu landsvæða verður að gæta af stökustu nágvæmni. Og ein- hver mesta ábyrgðarstaða á bú- inu að ríða með landamerkjun- um og gæta þess, að hvergi sé smuga á girðingunni. Fénu verð- ur að halda til vatns, og það er einungis lítill hluti fjárins, sem sjálfala gengur árið um kring. Stór svæði beitilands eru án alls drykjarvatns, nema þess, er fengið verður úr brunnum, sem grafnir eru djúpt í jörð. Vatnið er síðan leitt í skurði, sem féð drekkur úr. Sums staðar verður að grafa allt að mílu langa drykkjarskurði fyrir hverjar 1000 ekrur beitilands. Slý og ill- gresi verður að hreinsa úr skurð um þessum að minnsta kosti einu sinni á ári. Fjárhjarðirnar eru mismun- andi að stærð. Sumar eru 100,- 000 fjár eða meira, en flestar telja tvö til fimm þúsund. Sam- tals munu vera um 96,000 fjár- hjarðir í Ástralíu, eru því að meðaltali rúmar 1000 kindur í hverri hjörð. Beitarþol landeign anna er mismunandi, þetta 3-15 kindur á hverri ekru. Venjulega gefa kindurnar full ar ullarnytjar fram til fimm vetra aldurs, þegar tennurnar taka að falla. Á þeim aldri er þeim venjulega slátrað. Fáir fjárbændur ala sjálfir upp sína eigin hrúta. Venjulega eru þeir keyptir á einhverju Merínófjár- ræktarbúi. Með nákvæmu vali kynbótahrúta hefir tekizt að auka gæði ullarinnar. Það er mesta metnaðarmál fjárbænd- anna að bæta hjörð sína, og í því skyni verða þeir sífellt að bæta beitina. Það er vegna hins mikla landrýmis og góðu beitar- skilyrða sem Ástralíumönnum hefir tekizt að ná sínum mikla árangri í ullarframleiðslu. Á síðustu árum hafa bænd- urnir tekið að plægja upp hina ó- ræktuðu ekrur og sá í þær gras- fræi. Árangur þess er, að landið þolir meiri beit. önnur leið til úrbóta er að blanda járnefnum í jarðveginn, því að þar sem þau skortir, þrífst féð ekki. Rúning fer venjulega fram á vorin. Rúningin er framkvæmd af mönnum, sem ferðast á milli búanna allan þennan árstíma. Vani er að leigja fjóra menn til að rýja hver fimm þúsund fjár. Þeir rýja um 600 kindur á dag. Eftir rúningu eru reifin flokkuð. Ullarsérfræðingur greinir þau sundur eftirlit og gæðum. Því næst er reifunum troðið í ullar- balla. Hver balli er veginn og merktur, og númer hans, þyngd og lýsing er skráð í ullarbókina. Þá er komið að sölunni. Það eru yfir 30 sölufirmu, er fást við ullarverzlun í Ástralíu. Miklar vöruskemmur, er kosta milljón- ir punda eru byggðar í hinum ýmsu sölumiðstöðvum. Þar eru deildir fyrir móttöku ullarinnar, rannsókn hennar og sölu. Ullarsölunni á öllum áströlsk- um ullarmörkuðum er skipt í flokka, sem stjórnað er af sam- tökum þeirra, sem þar hafa hags muna að gæta. Ullaruppboðin hefjast venju- lega í september ár hvert. Að morgni söludagsins ganga kaup- endur frá öllum löndum heims fram og aftur með röðum ullar- ballanna og athuga þá. Eftir há- Hátíðin hófst kl. eitt. Var þá margt manna komið á staðinn. Kirkjuklukkurnar í Skálholti hringdu til hátíðarinnar og Lúðrasveit Reykjavíkur lék nokkur lög í kirkjugarðinum. Þá hófst messa. Gengu átta hempuklæddir prestar í kirkju og með þeim biskupinn, Ás- mundur Guðmundsson, og vígslu degið ganga þeir síðan inn í kauphöllina, þar sem uppboðin fara fram. Venjulega ganga boð- in hratt. Ullarballar ,sem sendir verða úr landi eru venjulega pressaðir saman, unz þeir taka ekki nema þriðjung af upphaflegu rúmi sínu. Með hverju skipi ér unnt að flytja 20-30 þúsund balla. Ullarframleiðsla Ástralíu- manna fer mjög eftir' því, hve keypt er frá þeim löndum, sem mest nota af ull. 1 öllum sölu- miðstöðvum í Ástralíu hafa er- lendir ullarkaupmenn komið sér fyrir. Ýmist eru það menn, sem kaupa ull fyrir sín eigin fyrir- tæki, eða um samvinnu fleiri að- ila er að ræða. Það sölufyrirkomulag að selja ullina á frjálsum uppboðum hef- ir reynzt öllum aðilum vel, jafnt framleiðendum sem kaupendum. biskup, Bjarni Jónsson. Voru þeir báðir í kórkápum. Organ- isti ólafsvallasóknar, Eiríkur Guðnason lék en meðhjálparinn Einar Sigurfinnsson las bæn. Biskup prédikaði en vígslu- biskup þjónaði fyrir altari. Að- eins lítill hluti mannfjöldans komst í kirkjuna en gjallar- hornum hafði verið komið fyrir úti, svo að unnt var að hlýða þar á messuna líka. Að messu lok- inni varð nokkuð hlé á dag- skránni og gafst þá gestunum tóm til að skoða hinn sögufræga stað. Kl. 3.30 hófst samkoman aftur. Lék Lúðrasveit Reykjavíkur nokkur lög en síðan flutti próf. Sigurbjörn Einarsson, formaður Skálholtsfélagsins, ávarp; próf. Richard Beck flutti ræðu; Einar Sigurfinnsson sóknarnefndar- maður flutti ræðu; Kristján Eld- járn þjóðminjavörður flutti er- indi um fornleifarannsóknirnar í Skálholti og að lokum flutti séra Sigurður Pálsson í Hraun- gerði, formaður Skálholtsdeild- ar Árnesinga, lokaorð. Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóðsönginn en síðan var hátíð- inni slitið um kl. 6. Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 2. ágúst, 1954. THE S.O.S. STORE “Shoe Fitting Is Our Specialty” Phone 392 SELKIRK IKE TENEHOUSE, Manager Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 2. ágúst, 1954. DR. G. PAULSON Viðtalsstaðir: LUNDAR og ERIKSDALE MANITOBA HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 65. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 2. ágúst 1954 SELKIRK GARAGE Vlð brúarendann VERZLA MEÐ: STUDEBAKER—AUSTIN—BIFREIÐAR SELKIRK MANITOBA O. S. Sigurðsson, ráðsmaður <?K °<=>ö 4INGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 65. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 2. ágúst 1954 | LUNDAR BAKERY n A. V. OLSON, r&Csmaður og eigandi o LUNDAR MANITOBA S 0=3' o<rr->o<z=r>oczr>oc oo<=oocz=oo<=zoo<=>oczz>oc=>oc=>oc=>oc=>o<=>oc ooá -Alþýðublaðiö, 20. júlí Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum * 2. ágúst 1954. G. J. OLESON & SON G. J. OLESON T. E. OLESON Umboðsmenn fyrir INTERNATIONAL HARVESTER COMPANY GLENBORO MANITOBA i F. G. BILES GLENBORO TIN SHOP PLUMBING - HEATING PHONE 138 GLENBORO MARSHALL WELLS’ STORE N. K. McLEOD, Owner Complete Line of Hardware ELECTRICAL APPLIANCES PAINT Phone 118 GLENBORO MANITOBA

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.