Lögberg - 19.12.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.12.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. DESEMBER 1957 7 Skapgerð og breytni Úr borg og bygð Mæt kona látin Hinn 3. desember s l. lézt að heimili sínu Leal, North Dakota, Mrs. Kristín Reykja- lín áttræð að aldri, hin mesta atgerfis- og dugnaðarkona; útför hennar var gerð að Sherwood, N. Dak., 6. desem- ber, en þar hafði hin látna lengi verið til heimilis; hún lætur eftir sig tvær dætur, Mrs. Caroll (Rose) Hatting 121 5th Street, N. Fargo, og Pancy, að Leal, einnig svo sonu, Halldór að Leal og William í West Fargo. Tvær systur hennar eru á lífi, þær Mrs. Melsted og Mrs. J. J. Thorvardson, báðar í Winni- peg, sVo og einn bróffir, John Freysteinsson, Churchbridge, Sask., er var viðstaddur út- förina. — Egill H. Reykjalín, maður hinnar látnu, lézt 1939. ☆ — DÁNARFREGN — E i n a r Ólafsson málara- meistari Jézt að heimili sínu á Akranesi 27. nóvember s.l. 77 ára að aldri; hann lætur eftir sig konu sína og einn son; einnig dóttur af fyrra hjóna- bandi. Fimm systkini þessa ágæta manns eru á lífi, Petrína að Oak Point, Halldóra í Win- nipeg, Helga að Oak Point, Benedikt í Winnipeg og séra Sveinbjöi-n í St. Paul. Mr. Ólafsson dvaldi í allmörg ár vestanhafs. ☆ Jóla- og nýárskveðjur Dr. Haraldur Sigmar og frú Margrét Sigmar, sem nú eru búsett að 505 North Pacific, Kelso, Washington, U. S. A., biðja Lögberg að flytja vinum þeirra öllum innilegar jóla- og nýárskveðjur og biður þeim blessunar guðs; er blaðinu ljúft að verða við tilmælum þessara ágætu hjóna. ☆ Mrs. Snjólaug Gillis fór ný- lega flugleiðis til Aukland á Nýja-Sjálandi í heimsókn til dóttur sinnar Bellu og manns hennar, Ivan R. Mit- chel flugliðsforingja. ' Hefir hún ekki séð dóttur sína og tengdason í 13 ár og mun dvelja hjá þeim í 4 til 6 mán- uði. ☆ Mrs. A. Anderson, Alloway Court, fór til San Diego, Colf. síðastliðna viku til vetrar- dvalar. ☆ Hin ágæta ritgerð, „Helgir menn og hugvísindi,“ er eftir séra Benjamín Kristjánsson. Framhaldið kemur í næstu viku. ☆ Mrs. C. Johnson, Eggertson Apts., fór s.l- viku til Lombard, 111., í heimsókn til barna sinna, sem búsett eru þar og í grenndinni. ☆ VEITIÐ ATHYGLI! Lögberg kemur út 2. janúar; ekkert blað í næstu viku. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH St. James, Man. ERICH H. SIGMAR, Pastor Sunday. Dec. 22nd — 5 P.M. Sunday School Christmas Program at Lodge Theatre Sharp Blvd. at Portage Ave. Christmas Day------11 A.M. Family Festival Service at St. James Y.M C.A. Welcome! — A Blessed Chrislmas to Everyone! Congratulations to Lögberg on its 70th Anniversary. ☆ — MESSUBOÐ — Jólamessa á Lundar í lút- ersku kirkjunni, jóladaginn kl. 3 e. h. Séra Eric H. Sigmar prédikar. HATÍÐARKVEÐJUR Við höfum jafnan haft mikla ánægju af að fá jóla- spjöld frá frændum og vinum, og líka að senda sams konar kveðjur, en í þetta skipti vegna óvenjumikils annríkis vanst okkur ekki tími til þess, og biðjum því Lögberg að flytja öllum vinum okkar, fjær og nær, innilegar jóla- og nýársóskir. Ingibjörg og Einar P. Jónsson ☆ Mr. Franklin Johnson skáld frá Árborg, er nýkominn út af Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni eftir mánaðarlegu þar af völdum uppskurðar; hann er nú á ágætum bata- vegi. ☆ Mr. B. J. Lifman frá Árborg var staddur í borginni í byrj- un vikunnar. ☆ Mr- G. A. Williams kaup- maður í Hecla var staddur í borginni í fyrri viku í verzl- unarerindum. ☆ Mr. Guðjón Johnson frá Lundar var nýlega á ferð hér í borginni. Merk kona lótin Á mánudagsmorguninn 16. þ.m. varð Mrs. S. O. Bjerring bráðkvödd að heimili sínu 550 Banning Street, hér í borg- inni. Hún var 71 árs að aldri. Skírnarnafn hennar var Sig- ríður, og var hún dóttir hins nafnkunna Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum í Þingeyjar- sýslu, og Guðrúnar Einars- dóttur. Kom hún til Kanada, ásamt móður sinni 1893, og átti heima í Manitoba alla ævi síðan, og lengst af í Winnipeg- Árið 1909 giftist hún Sigtryggi O. Bjerring, kunnum sæmdar- manni, var sambúð þeirra ástúðleg og heimili þeirra fyrirmynd. Auk eiginmannsins lætur Sigríður eftir sig tvær dætur Guðrúnu, Mrs. Parker í Ot- tawa og Margréti, Mrs. Peiluck í Winnipeg, og einn son, Kára í Winnipeg; barna- börnin eru 8. TJtförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á fimmtudag- inn kl. 2, að viðstöddu miklu fjölmenni. Dr. V. J. Eylands jarðsöng með aðstoð séra Sig- urðar Ólafssonar. Framhald af bls. 5 vera aldrei með flaustur. í stuttu máli: láta hið andlega óafvitandi og ótilkvatt, ganga eins og rauðan þráð gegnum hversdagsleikann. Þetta er mín symfonía-“ (William Ellery Channing. 1780—1842. Amerískur guð- fræðingur.) „Sem þverhönd hefir þú gjört mína daga" „Hegðaðu þér ekki eins og ættir þú að lifa í tíu þúsund ár. Yfir þér vofir dauðinn. En vert þú góður, meðan þú lifir, og meðan það enn er á valdi þínu.“ (Marcus Aurelíus. 121—180. Rómverskur keisari og spekingur.) Guðstraust „Ekkert markmið er of hátt, ekkert skyldustarf of erfitt, engin synd of stór, engin reynsla og þungbær fyrir þá, sem þolinmóðir og auðmjúkir treysta Guðs náð og trúa því, að hann veiti þeim aukinn styrk í öllum erfiðleikum." (Bishop Pagel.) —íslendingur, 18. okt. »tcie<«'e!ctc!c<«ie!cic«<s!ct£tc<c'ets<c'«*'ctc'c!et«'e'«te«>etc>c<ctc<c<*>ci<irc«< INNILEGAR JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR! allra vorra vina og viðskiptamanna HAMINGJUÓSKIR TIL LÖGBERGS SJÖTUGS HELGASOM and ARASON | g Umboðsmenn fyrir INTERNATIONAL HARVESTER COMPANY % Cypress River, Man. Phone 11 »3t>l%»9i9t3)9)S)3)S)aðiSiS)3tS99i>i3lSi9)9tat9)ai9tði3i9!3i»!3l>)SiS«9)»ði>)»í»)9ik3)»)ktl HIÐ EVANGELISKA LÚTERSKA KIRKJUFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI (Meðlimur TJnited IjuUíeran Ohureh in Ameriea) Prestar Kirkjufélagsins: — SPra Rúnólfur Marteinsson, D.D. Winnipeg; Sóra Haraldur Sigmar, D.D., Kelgo, Wash.; Séra SigurtSur ólafsson, Winnipeg; Séra Octavius Thorláks- son, San Francisco, Calif.; Séra Valdimar J. Eylands, D.D., (vara-forseti), Winnipeg; Séra Gufmundur P. Johnson, Seattle, Wash.; Séra Eric H. Sigmar, (forseti), St. James, Man.; Séra Jóhann Fredriksson, Scandia, Alberta; Séra Eirikur Brynjólfsson, Vancouver; Séra ólafur Skúiason, (skrifari), Mountain; Séra Russei Weberg, California; Séra Norman Nelson, Seattle; Séra John Fullmer, Gimli; Séra O. Jack Larson, Arborg; Séra Edward Day, Selkirk; Séra Albert Neubauer, Blaine. I/eikmenn í framkvæmdarnefndinni: — O. Björklund. féhirSir; R. B. Vopni, G. K. Halldorson; H. Bjarnason: og Dr. F. Scribner. Söfnuðir Kirkjiifólagsins: — Ardals, Breiðuvíkur, Bræðra, Geysir og VtSir (Arborg- Riverton Prestakall); Frelsis, Fríkirkju, Immanuel, og Glenboro (Argyle Prestakall); Blaine söfnuSur; Concordia söfnuSur, Churchbridge; Arnes, Gimli, Mikley og ViSlnes (Gimli Prestakall); HerSubreiSar söfnuSur, Langruth: Lundar söfnuSur; St. Paul's og Lincoln (Minneota Prestakall); Fjalla, Hallson, Péturs, Vidalíns og Vlkur (Mountain Prestakall); Trinity, Pt. Roberts; Hallgrlms söfnuSur. Seattle; Selkirk söfnuður; GuSbrands, Morden; Betel söfnuSur, Silver Bay; Vancouver söfnuSur; I’yrsti lúterski söfnuSur, Winnipeg; St. Stephen's, St. James. í full 73 ár hefir Kirkjufélagið að verki verið meðal íslendinga í Vestur- heimi. Það hefir samþýðst lífi þjóðarbrotsins hér og orðið einn af líf- rænustu þáttum þess. Það hefir flutt boðskapinn um Jesúm Krist, krossfestan og upprisinn — hina einu von dauðlegra manna. Á þeim grundvelli stendur það reiðubúið að þjóna komandi kynslóð. Styðjið og eflið mólefni Kirkjufélagsins, söfnuði þess og stofnanir! Minnist Betel í gjöfum og bænum yðar Styrkið Sunrise Lutheran Camp, stofnun Bandalags lúterskra kvenna Kirkjufélagið árnar Lögbergi heilla og hamingju á 70. aldursafmæli þess og óskar að það megi lengi lifa Vestur-íslendingum til uppbyggingar og ánægju.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.