Lögberg - 19.12.1957, Blaðsíða 17

Lögberg - 19.12.1957, Blaðsíða 17
1 " ■■■ 11 — SEASON’S GREETINGS SEASON’S GREETINGS from from \ Í3enion ’i Htower Hoiví Henion 'i Htower Í3owt Flowers for all Occasions Flowers for all Occasions Potted Plants and Novelties Potted Plants and Novelties Lorne (Boom Boom) Benson ^UUUvl U Lorne (Boom Boom) Benson Res. Ph. JUstice 2-2110 23 Res. Ph. JUstice 2-2110 Bus. Ph. SPruce 2-9355 Bus. Ph. SPruce 2-9355 <: 888% Notre Dame Ave. Winnipeg 3 Manitoba THIRD SECTION 888% Notre Dame Ave. Winnipeg 3 Manitoba 70. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. DESEMBER 1957 17 „Lögberg" sjöfríu áro Eftir prófessor RICHARD BECK „Blindur er bókarlaus mað- ur,“ segir hið fornkyeðna. Þar er færð í markvissan orða- búning menningarleg trúar- játning íslendinga að fornu og nýju; bókarlausu og þá um leið menntunarsnauðu lífi gátu þeir eigi unað, töldu slíkt líf í rauninni ekki vera mann- sæmandi líf, heldur andlegan dauða. Vonandi heldur það viðhorf lífsins áfram að svip- merkja íslendinga um ókomin ár. Og þessi djúpstæða bók- menntahneigð var ein af hin- um ágætu ættarfylgjum, sem Islendingar fluttu með sér vestur yfir hafið, og orðið hef- ir þeim fylgispök hérlendis fram á þennan dag. Harla um- fangsmikil og fjölbreytt bók- menntaiðja þeirra ber þeirri staðreynd órækastan vottinn, en blaða- og tímaritaútgáfan er grundvallarþáttur í henni og allri menningarviðleitni ís- lendinga vestan hafs- Hefir mér alltaf fundizt það einhver merkilegasti og að- dáunarverðasti atburður í sögu þeirra, að þeir réðust í það á allra fyrstu frumbýl- ings- og erfiðleikaárunum í Nýja-lslandi að gefa út Fram- fara, fyrsta blað íslenzkt vestan hafs; og svo vill til, að einmitt á þessu hausti eru rétt 80 ár liðin síðan Framfari hóf göngu sína, en fyrsta blað hans kom út 10. september 1877. Um stofnun blaðsins fer Þorsteinn Þ. Þorsteinsson rit- höfundur þessum maklegu og eftirtektarverðu orðum: „Fornsaga Nýja Islands, borin saman við aðrar sagnir að nýlendu stofnunum í Can- ada, sýnir berlega, að enginn þjóðflokkur, sem þangað flyt- ur, er eins vankunnandi og íslejidingar á öllum verkleg- um sviðum þessa lands, vegna þess hve búnaður allur var frábrugðinn því, er þá gerðist heima. En þar sýna þeir samt þann andlega upprisumátt síns íslenzka eðlis og endur- reisnaranda í stofnun Fram-. fara. sem enginn jafn fámenn- ur og nýkominn þjóðflokkur kemst til jafns við í Canada — og jafnvel hvar sem leitað væri í Vesturheimi.“ (Saga Islendinga í Veslurheimi, III. bindi, bls. 128). En því hefi ég á þetta bent, að í stofnun Framfara, undir hinum andvígustu kjörum, lýsir sér svo átakanlega og eftirminnilega brennandi bók- mennta- og fræðihneigð land- nemanna íslenzku, og enn- fremur hefi ég að þessu sinni sérstaklega dregið athygli les- enda að stofnun Framfara vegna þess að þangað má auð- veldlega rekja þræðina til stofnunar Lögbergs tíu árum síðar. Rakti ég þá forsögu blaðsins, og sögu þess í heild sinni, í yfirlitsgrein minni, „Lögberg fimmtíu ára,“ í veg- legu minningarblaði þess á þeim tímamótum. Vísast til þeirrar frásagnar minnar, því að ekki verður sú saga, þó merkileg sé um margt, endur- tekin hér, heldur aðeins stikl- að á nokkrum allra helztu at- riðum, og stuttlega getið þeirra, sem þar hafa komið mest við sögu. Stofnendur Lögbergs voru þessir: Sigtryggur Jónasson, Einar Hjörleifsson( Kvaran), Bergvin Jónsson, Ólafur S. Þorgeirsson, Árni Friðriksson og Sigurður J. Jóhannesson. Komu flestir þeirra síðar með mörgum hætti við sögu íslend- inga vestan hafs, og skipuðu þar, sumir hverjir, mikinn leiðtogasess, eins og kunnugt er. Yrði það þess vegna lengra mál en rúm leyfir, ef rekja ætti starfssögu þeirra á öðrum sviðum, enda liggur það utan takmarka þessarar greinar. Ofannefndir stofnendur Lögbergs sendu út ítarlegt boðsbréf um blaðið 7. desem- ber 1887, en það hóf göngu sína 14. janúar 1888. Síðan hefir Lögberg komið út óslitið, og á sér því um þessar mundir 70 ár að baki. Er það vdrðu- legur aldur mældur á mæli- kvarða mannsævinnar, og þá ekki síður, þegar um útgáfu- fyrirtæki eða aðrar félagsleg- ar stofnanir er að ræða, og sannarlega hefir hvert það fyrirtæki og hver sú stofnvm, er þeim aldri hefir náð, fyrir löngu réttlætt tilveru sína og fest djúpar rætur í menning- arlegum jarðvegi hlutaðeig- andi mannfélagsheildar- Þessir menn hafa lengst haft aðalritstjórn Lögbergs með höndum, taldir í tímaröð: Einar Hjörleifsson (Kvaran), Sigtryggur Jónasson, Magnús Paulson, Stefán Björnsson, dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson, Jón J. Bíldfell og Einar P. Jónsson, nærri samfleytt síð- an 1927, en hafði áður í áratug verið meðritstjóri blaðsins. Um ritstjóra þessa að öðru leyti, sem og um þá, er önnuð- ust ritstjórnina um eins árs bil eða skemur og um með- ritstjórna (auk Einars P. Jóns- sonar), verð ég, rúmsins vegna, að láta mér nægja að vísa til fyrrnefndrar afmælisgreinar Framhald á bls. 18 «(CKiric!<icic<e(e:ts<|cx!<tc!ct<!«feie!etets!e<«!ctct«’'(i(i(ieiete«et8<ci(>ctctcicte>ct(t(>C(ctctcie<c>ctc!C!«!(E>ct8tci(>c<c!ctcie>et<(ete<e<ctctctEiciC(C<e<e<et(tciK<c<ctc>ctc<c>oeivc<6'cte!C>ctc<cic!6ictpciKiK<<>ctp««vcictpcwc9| HUGHEiLAR ARNAÐARÓSKIR! í tilefni af sjötíu ára afmæli Lögbergs, finn ég mér s k y 11, að þakka blaðinu langt og merkilegt menningarstarf, er haft hefir djúpstæð áhrif á þróunarsögu okkar Vesturíslendinga og styrkt bræðraböndin milli stofnþjóðarinnar í austri og okkar Vestmanna. Sýnum í verki ást okkar a íslenzkum menningarerfðum með þvi að styrkja blaðið í framtíðinni af fremsta megni. Keystone Fisheries Limited 60 LOUISE STREET G. F. JÓNASSON forsljóri og eigandi SÍMI WHiiehall 2-5227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.