Lögberg - 30.07.1959, Síða 4

Lögberg - 30.07.1959, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. JÚLÍ 1959 Lögberg GefiS öt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDT STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórana: EDITOH LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON VerÖ $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg" is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Prtnters Authorised hm Second Class Mail, Post Office Department. Ottawa WHitehalI 3-9931 Þáttaskil I dag er Lögberg sjötíu og eins og hálfs árs að aldri og sextán dögum betur, og í dag kemur það út í síðasta sinn, sem sérstætt blað. Aldur Lögbergs er orðinn hár, þegar miðað er við mannsævina og önnur íslenzk vikublöð, en við hyggj- um að enn sjáist lítil ellimörk á blaðinu. Það hefir að vísu orðið að draga saman seglin, nokkrum sinnum, þegar illa hefir gefið á skútuna, en það hefir samt megnað að halda að mestu leyti óskertum samböndum milli íslendinga hvarvetna eins og það hefir gert frá upphafi vega þess. Á þessum tímamótum er freistandi að rekja að nokkru sögu Lögbergs, en til þess gefst nú hvorki tími né rúm, en það verður gert seinna. Og ekki er þörf á útfararóð í minn- ingu um Lögberg, því að Lögberg mun lifa lengi enn, ef allt gengur að sköpuðu. Nú er aðeins um þáttaskil að ræða í sögu þess. í næsta mánuði sameinast Lögberg og Heimskringla og útgáfunefndir þeirra, og væntum við að áskrifendur og vel- unnendur beggja blaðanna sameinist á sama hátt í að veita blöðunum stuðning; þannig mun framtíð Lögbergs og Heims- kringlu hvers um sig og í sameiningu verða tryggð í mörg ókomin ár. Árni Þór Víkingur, vélsetjari I byrjun ágúst-mánaðar leggur Árni Þór Víkingur, ásamt fjölskyldu sinni, af stað alfari til Seattle-borgar í Washington, U.S.A. Hann hefir verið vélsetjari Lögbergs síðastliðin 10 ár og jafnframt sett blaðið í síður. Ágætur frágangur á blaðinu hefir borið órækt vitni um smekkvísi hans og frábæra hæfni sem vélsetjara. Það er mikilvægt fyrir ritstjóra blaðs að hafa sér við hægri hönd góðan vélsetjara. Sú, er þetta ritar, er óviss um hvernig tekizt hefði að koma Lögbergi út þetta síðasta ár, ef ekki hefði jafnan mátt treysta á aðstoð Þórs og leiðbeiningar. Handritin, sem hann fékk, voru ekki alltaf sem aðgengilegust og lagfærði hann þá oft stafsetningu og orðfæri og skilaði síðan svo að segja hreinni próförk, og þetta gerði hann allt með glöðu geði. Árni Þór Víkingur er fæddur í Seattle 19. apríl 1926. Þriggja ára gamall fluttist hann til íslands með foreldrum sínum, Þórarni Grímssyni Víking og frú Ástríði G. Eggerts- dóttur. Árið 1944 hóf hann prentnám í prentsmiðjunni Eddu h.f. í Reykjavík og lauk þar námi árið 1948. Ári síðar fluttist hann vestur um haf. Hann vann fyrst sem vélsetjari hjá Columbia Press Ltd. í 7 ár, en síðustu 3 árin hefir hann unnið hjá Wallingford Press Ltd. Þór er jafnvígur sem vél- setjari á íslenzku og ensku og hefir getið sér hins bezta orðstírs í sinni iðn. Árni Þór kvæntist Ólöfu Jóhönnu Guðmundsdóttur 7. október 1950, hinni ágætustu konu; foreldrar hennar eru hin valinkunnu hjón, Mr. og Mrs. Guðmundur A. Stefánsson hér í borg. Þau Þór og Ólöf tóku strax mikinn þátt í félagslífi íslendinga; hafa þau bæði starfað í íslenzka-lúterska söfnuð- inum og í Þjóðræknisfélaginu; frú ólöf hefir verið í söngflokk kirkjunnar í mörg ár. — Þór átti sæti í stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins um skeið og í mörg ár í stjórnarnefnd Fróns; hann var ennfremur í íslendingadagsnefndinni í tvö ár. Þetta hátíðablað Lögbergs er síðasta blaðið, sem Árni Þór leggur hönd á; verður hans saknað við blaðið. — Ritstjóri og útgáfunefnd Lögbergs þakka honum innilega fyrir þýða samvinnu hans og ómetanleg störf við blaðið og árna honum og f jölskyldu hans blessunar og góðs gengis á ókomnum árum. Flytja búferlum til Seattle Frá vinslri: Frú Ólöf Jóhanna, Sigrún Helga, Jóhanna Ólöf og Árni Þór Víkingur. Sveinn Magnús, látinn Sveinn Magnús, er varð 95 ára á þorláksmessu í fyrra — fæddur 23. desember 1863 — lézt á miðvikudaginn var, 22. júlí, á heimili sonar síns, Eugenes, 2533 Fillmore St. N. E., í Minneapolis. Sveinn lamaðist af heilablóðfalli fyr- ir fáeinum árum, hresstist mjög vel, en varð svo fyrir slagi á ný tæpri viku fyrir andlátið. Fór jarðarförin fram á föstudaginn, 24. júlí á út- fararstofu í norðausturhluta borgarinnar, þar sem landar bjuggu flestir fyrr á árum. Var hann jarðaður í Hillside grafreitnum við hlið konu sinnar, Guðrúnar Salínu Jónsdóttur, er lézt í apríl 1952. Séra Sveinbjörn ólafsson, prestur Methodista safnaðar í South St. Paul, jarðsöng. Sveinn kom frá Islandi með stærsta innflytjendahópnum, sem komið hefir í Minneota- byggðina í Minnesota, sumarið 1879. Hann fæddist á Áslaug- arstöðum í Selárdal í Vopna- firði, bróðir Páls Magnússon- ar og Stefaníu, konu Sigur- björns Benson, er bjuggu bæði lengst af í Selkirk. Sveinn vann á bóndabæ fyrir vestan Minneota fyrstu tvö árin, þá um hríð í Duluth, og síðan um tíma í Winnipeg, þar sem hann var blaðasali á götunum. Hann vann um skeið í Chicago, hvarf svo aft- ur til Minneota, og árið 1897 giftist hann í Minneapolis Guðrúnu Salínu Jónsdóttur, systur Bjarna heitins Jones. Þau stofnuðu heimili í Minne- ota, þar sem Sveinn rak ljós- myndafyrirtæki í nokkur ár. Þar fæddust tveir synir, sem lifa hinn háaldraða föður sinn, Eugene og Bjarni. Magnús- fjölskyldan fluttist til Minne- apolis 1906, og þar hafa þau átt heima síðan. Fram á háan aldur vann Sveinn hjá Soo Line járnbrautinni á viðgerð- arverkstæði þess í Minne- apolis. Hjónin voru hjálpar- hellur nábúa og samlanda um áratugi, og hafa ótal margir verið aðnjótandi tryggðar og glaðlyndis Sveins. Séra Sveinbjörn las úr ís- lenzkum sálmum bæði við kveðjuathöfnina og í kirkju- garði og lýsti með verðskuld- uðu lofi löngum og gifturíkum æviferli hins látna. Til áskrifenda Lögbergs í meira en sjötíu ár hefir Lögberg komið út með fréttir og fróðleik til lesenda sinna. Og enn er gert ráð fyrir að það haldi áfram að koma út, en þó í dálítið breyttu formi, — í sameiningu við hið eina annað vikublað, sem líka hefir verið gefið út í sjötíu ár. Og vonast er eftir, með stuðningi margra góðra manna, að íslenzku blöðin geti enn verið við góðu lífi í mörg ókomin ár í hinu nýja, sameinaða formi, með það eitt fyrir augum að vera málgagn íslendinga í Vesturheimi og tengiliður þeirra við ættjörðina. Stofnað hefir verið nýtt út- gáfufélag, North American Publishing Co. Ltd., sem gefur út hið sameinaða blað. Forstöðunefnd Lögbergs vill, við þessi tímamót, nota tækifærið í þessu síðasta tölublaði Lögbergs, er það kemur út í sérstæðu formi, til að þakka öllum áskrifendum blaðsins viðskipti þeirra, stuðning og tryggð á liðnum árum. Og það vill hvetja alla áskrifendur blaðsins og aðra góða vini til að halda áfram að styrkja það með stuðningi við Lögberg í sínu nýja formi. Lögberg á langa og glæsilega sögu að baki sér, og vonast er til að saga framtíðarinnar verði því engu að síður til heið- urs og sóma, í hinu breytta formi. Aðal verkefni Lögbergs nú, í sameiningu við Heimskringlu, verður það, að efla mál Is- lendinga, bæði austan hafs og vestan. Hér er því ekki um sögulok að ræða heldur þáttaskipti. I fullu trausti þess að íslendingar almennt séu fylgjandi þessari breytingu mun hið nýja blað, Lögberg-Heimskringla, hefja göngu sína þriðju vikuna í ágúst. Virðingarfyllzt, Forstöðunefnd Lögbergs og Columbia Press Ltd. — FJAÐRAFOK — Rímnaskáld Mann í Borgarfirði eystra dreymndi, að kunningi hans kom að honum og mælti mjög glaðklakalega: „Nú er ég byrj- aður á að yrkja rímur. Þær byrja svona: Allra fyrst eg um það kveð, sem ýtum færir gleði, að jöfu rnokkur járni með Jötunheimum réði.‘ 1 Borgfirðingurinn s p u r ð i kunningja sinn, þegar þeir fundust, hvort hann hefði bor- ið við að yrkja rímur. „Ekki svo mikið sem eina vísu,“ svaraði hann; enda var hann ekki hendingarfær og hinn heldur eigi skáld. — {Þjóðs. Sigf. Sigf.) Forboði Þegar Árni prófastur Þor- steinsson hélt Kirkjubæ í Hróarstungu (1791—1829), bar svo til um 1820, að margt fólk bar úti statt, þar á meðal pró- fastur sjálfur. Heyrðu þau þá afskapleg öskur í suðaustri og líkast því, að það kæmi frá fossinum í Lagarfljóti. Allir urðu ókvæða við, eða sem þrumu lostnir, en biðu þess þó hvort annað heyrðist. Eftir dá lítinn tíma buldi við annað öskrið helmingi nær. Prófast- ur rak allt fólkið í bæinn. En í sama augnabliki og hann lokar á eftir sér, buldi við Framhald á bls. 5 BETEL BUILDING FUND In loving memory of Mrs. A. G. Polson: Mrs. Thora Jónsson, Ste. 11, Chelea Crt., Wpg....$10.00 Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., Winipeg, Man. ........$5.00 Mr. & Mrs. P. McCarthy, Selkirk, Man.........$5.00 Mr. & Mrs. Carl Bjarnason, Baldur, Man..........$5.00 BETELCAMPAIGN $250,000.00 Make your donations to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street. Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.