Kirkjublaðið - 01.09.1891, Page 10

Kirkjublaðið - 01.09.1891, Page 10
42 Aþreifanlegasta orsökin til þcss skilnaðar var sú, að sjera Magnús hafnaði útskúfunarkenningunni, og söfnuðir hans vildu yfir höfuð ekki við hann skilja, en ýmislegt mun þó hafa orðið til greina áður með þeim sjera Magn- úsi og forseta kirkjufjelagsins. Á umræðufundi sem varð um þetta mál, meðan kirkjuþingið stóð yfir, þar sem sjera Magnús talaði máli sínu, leituðust prestar kirkjufjelagsins við að sýna, að sjera Magnús væri í fleirum atriðum horf- inn frá kenningu hinnar lútersku kirkju. Annar merkilegur umræðufundur var haldinn sam- hliða kirkjuþinginu og fór fram í kirkjunni, og var um- talsefnið: »Þýðing kirkjufjelagsins í menningarlegu tilliti fyrir fólk vort«. Sjera Jón Bjarnason talaði inngangsorð, oglhjelt þvi fram, — er skoða má sem ómótmælanlegan sann- leika — að lúterska kirkjufjelagið er bezta tryggingin fvrir þjóðerni Islendinga í Ameríku. Eina kennslan sem fram hefir farið vestra á íslenzku, er verk kirkjufjelags- ins, nefnilega sunnudagaskólakennslan, og nú er það kirkju- fjelagið eitt saman, sem heldur uppi hugmyndinni um stofnun æðri skóla íslenzks. Skólamálið er frá sjónarmiði voru hjer heima þýð- ingarmesta málið, sem um var fjallað á kirkjuþinginu. Svo sannarlega, sem kirkjufjelagið vestra hefur eittsaman viljann og máttinn að halda uppi hinu íslenzka þjóðerni, þá er skólastofnunin hið fyrsta og beinasta meðal til þess. Frá sjónarmiði Vestur-íslendinga getur það verið álitamál, hvort það borgar sig að reyna að varðveita íslenzka tungu og íslenzka menntun, slíkt er þó aukin bvrði eða mætti skoða fremur til gamans en gagns. Frá voru sjón- armiði hjer heima hlýtur slik viðleitni að vera mjög svo þakkarverð og lofsverð og að henni ættum vjer að hlynna í orði og verki. Það er næsta þýðingarmikið fyrir oss í andlegu tilliti að eiga trúarlega og bókmenntalega samlanda í Vesturheimi, sem hugsa, tala og rita á vorri tungu. Vestur mun kominn hjer um bil sjötti hluti íslenzku-tal- andi manna, og eigi mun ofsagt að þaðan komi nú sjötti hluti þess, sem á íslenzka tungu er ritað árlega. Þess- um sjöttung ættum vjer að óska að fá að halda í and-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.