Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 1
mánaðarrit handa íslenzkri alþýðn. II. REYKJAVÍK, JAN. 1892. Nýársvers. 0, kom nú, kristinn skari, að keppa fram í hulda tíð; en með þjer merkið fari og með þvú skaltu heyja stríð. Þú mátt þitt merki kenna, það merkið Jesús er; þjer hæfir hvergi’ að renna, er hann i broddi fer. I Jesú náðarnafni þitt nýár byrja þú; hans náð þjer saman safni til sín í hlýðni’ og trú. B. II. Við áramótin. Kirkjublaðið er nú missirisgamalt, og leyfir sjer, til hægðarauka, að telja þetta fyrsta missiri sem ár. Það er nú sannað, að fyllsta þörf var á kirkjulegu málgagni, því að blaðinu hefur rjett alstaðar verið tekið mæta vel, og mjer er það bæði ljúft og skylt, að þakka sem bezt hinum mörgu styrktarmönnum þess, nær og fjær, fyrir samvinnuna þennan stutta tíma, sem af er. Starfið hefur orðið mjer enn ánægjulegra við það, aðjeg hef við þessa litlu byrjun kynnzt brjefiega svo mörgum góðum mönnum, lærðum sem leikum, og endurnýjað fornan kunningsskap. Vjer kynnumst vonandi enn betur á komandi ári.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.