Kirkjublaðið - 01.01.1892, Page 9
9
leið. Fjallkonan lýsti ánægju sinni yfir því, að kirkju-
fjelag vort hefði nú fengið sitt eigið blað, því að við það
ljetti á henni. Allt til þessa hefði hún verið eina blaðið
hjer á landi, sem flutt hefði ritgjörðir um kirkjuleg mál,
nú gæti hún betur gefið sig að öðru, án þess að hún
reyndar vildi lofa að ganga í bindindi með að ræða um
kirkjuleg mál endur og sinnum.
Það er með öðrum orðum : Sje um nokkurt kirkju-
legt málgagn að ræða á landi hjer hinn níunda tug ald-
arinnar, þá er það Fjallkonan. Kirkjutíðindin litu eigi
áttunda tuginn fullan, og Kirkjublaðið byrjaði fyrst, þeg-
ar missiri var liðið af hinum tíunda. Nú hefur Fjallkon-
an fengið nokkra hvíld, en það segir sig sjálft, að skyldi
Kirkjublaðið, einhverra orsaka vegna, verða skammlíft,
tekur Fjallkonan aptur til óspilltra málanna, »kirkjulega
málgagnið«.
Gamninu fylgir eigi svo lítil alvara. Heitið er eigi
svo ómaklegt, þegar litið er til þess, hve miklu rúmi
Fjallkonan ver til þess að tala um kirkju og kristindóm,
Jeg hef að eins fyrir mjer þetta síðasta ár, og það lætur
nærri að eitthvað, og það eigi svo lítið, sje um slík efni
í 4. hverju blaði. Heitið verður eigi síður maklegt, þeg-
ar þess er gætt, hve fáar raddir hafa andmælt kenning-
um Fjallkonunnar; hún hefur, eins og hún líka sjálf segir
frá, að mestu ein haft orðið. Loks gæti það sjerstaklega
og fremur öllu öðru rjettlætt heitið, að það hefur komið
optar en einu sinni fyrir, að »prestur« greinir sig að
vera höfund að því og því broti úr »Fjallkonu-kristindómn-
um«; nú síðast í sumar, þar sem »prestur« er að gylla
únitarakenning Kristofers Jansons. Pjetur heitinn biskup
mótmælti því hjer um árið, að nafnlaus Fjallkonu-grein,
sem eignuð var »einum merkasta presti landsins«, gæti
verið eptir nokkurn prest, því að enginn íslenzkur prest-
ur, hvað þá einn hinn merkasti, mundi »þannig vilja ó-
virða sig og stjett sína og smána vora kristilegu þjóð-
kirkju«. Þessi mótmæli biskupsins stóðu óhrakin, þar sem
höfundurinn nafngreindi sig ekki. Með þvi er þó engan
veginn sagt, að höfundurinn hafi ekki verið prestur. Það
stóð varla til, að hann færi að nafngreina sig. Það er eins