Kirkjublaðið - 01.11.1892, Qupperneq 2

Kirkjublaðið - 01.11.1892, Qupperneq 2
dýrstur krossinn kvala þinna kvittun ávann synda minna. Þennan íast eg faðma krossinn, friðþægingar krossinn þinn, þinn sem dýrstur dreyra fossinn döggvað hefir, Jesú minn! himinstigi hann mjer er, himin Guðs hann opnar mjer; anda mínum beinir bjarta braut að Guðs míns föðurhjarta. Undir þínum kæra krossi, Kristur Jesú, held eg mig, uns eg hef með ástar kossi ástir bundið fast við þig. Hjartað þjer eg helga mitt, hjartað fyrr mjer gafstu þitt, hjartað mitt skal heita gjalda hjartans þökk um aldir alda. Um kraptaverkin. Eitt af því, sem efagjarnir menn einatt steyta sig á, eru kraptaverkin, sein talað er um í heilagri ritningu. Óvinir kristninnar reyna á allan hátt að hrinda þeim eða gjöra þau hlægileg; og sumir fara jafnvel svo langt að segja, að enginn maður með nokkurri menntun geti trúað þeim, og að trúin á þau sje nú útdauð í lútersku kirkj- unni. Svo illgjarnlegum tilgátum er nú raunar varla svarandi. En af því að sumir eru gjarnir á að trúa því, sem illt er, þótt þeir sjeu trúlitlir að öðru leyti, þá virð- ist þó ástæða til að bera af kristninni þetta illmæli; því að illmæli má það kalla, er fjöldi kristinna manna og þar *á meðal líklega allir kennimenn lútersku kirkjunnar eru taldir hræsnarar eða menntunarlausir menn að öðrum kosti. Það má fyrst geta þess, að það er engan veginn víst, að allt, sem menn hafa skoðað sem kraptaverk, sje svo í raun rjettri. Einstök verk, sem almennt hafa verið talin

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.