Kirkjublaðið - 01.11.1892, Qupperneq 6

Kirkjublaðið - 01.11.1892, Qupperneq 6
198 ura mörg furðuverk, sem Guð gefur mönnunum mátt til að gjöra, þótt ekki sjeu það kraptaverk í venjulegum skilningi, mörg stórmerki, sem ættu að geta leitt alla til trúar á almáttugan Guð. Ef þau ekki stoða til þess, mundu samskonar verk og hin gömlu kraptaverk ekki gjöra það. Með línum þessum hef jeg alls ekki ætiað að sanna kraptaverkin. Þau verða livorki sönnuð nje hrakin með skynsamlegum rökum. Þau liggja fyrir utan takmörk allra reynslu-vísinda, og mannleg skynsemi ræður ekki við það, sem yfirnáttúrlegt er. En það, sem jeg vildi sýna, er það, að kraptaverk eru möguleg, og að það er fásinna eða annað verra að bregða mönnum um heimsku eða hræsni, þótt þeir játi trú sína á kraptaverkum. Trúin á kraptaverkunum, eins og yfir höfuð trúin á Guðs orði í ritningunni, byggist á allt öðru en skynsamlegum rökum; hún byggist á persónulegum vitnisburði hjarta hvers ein- staks manns, og þar er ekki annara færi um að dæina. V. B. —1------------- Blaðalaust. Eptir sjera Hafstein Pjetursson. I grein einni um kirkjulífið á Islandi (Lögberg 24. des. 1890) vakti jeg fyrst opinberlega máls á því, að is- lenzkir prestar tækju upp nýja prjedikunaraðferð: hættu að lesa upp ræður sínar af blöðum, en flyttu þær blaða- laust. Dálítil umræða varð um þetta atriði manna á meðal. Jeg fór þess vegna fleiri orðum um þetta mál í ritgjörð minni í »Aldamót« um kirkjuna á Islandi. Þótt undarlegt inegi virðast, þá hafa ritdórnarnir um »Aldamót«, enn sem komið er, orðið fáir og fáorðir. Is- lenzku blöðin hafa látið lítið til sín heyra um rit þetta. »Hin nýja prjedikunaraðferð« er nálega hið einasta atriði í »Aldamót«, sem hefir orðið að umræðuefni. Mótmæli gegn henni hafa komið fram bæði austan ogvestan hafs. Og mótmælin komu mjer alls eigi á óvart. Jeg bjóst við því að standa í fyrstu einn míns liðs með þessa skoðun mína. Það voru því mikil gleðitíðindi fyrir mig, þegar

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.