Kirkjublaðið - 01.11.1892, Qupperneq 11
203
Kirkjan stendur mjög einkennilega á kletti fast við ána.
Sjera Þórður átti þá að hafa sagt við Jón bónda, sem
kirkjuna reisti, að það væri dauð sál, sem aldrei gæti
fengið gott »innfall« á stólnum, við að sjá sólargeislana í
árhylnum undir glugganum.
Einstaka prestur kann að styggjast við orð leikm., en
vjer verðum að sætta oss við það, að aðfinnandi raddir
komi og úr þeirri átt. Eramburður presta hefir efiaust batn-
að síðustu áratugina, en stendur hann eigi enn til bóta
hjá oss flestum? »Lifandi orð« töltið af »vakandi anda«
er takmarkið, eins og leikm. segir, en vakandi er andi
ræðumannsins því að eins, að hann sje sjálfur vakinn
af kristilegri trúarsannfæringu. Menn munu dæma mis-
jafnlega strangt um það, að prestar noti gamlar ræður í
viðlögum. Leikmaður sagði við mig nýlega: »Hafi mjer
þótt ræðau góð fyrir 10 árum, þá vil jeg fúslega heyra
hana aptur mjer til uppbyggingar«. Það er í frásögur
fært um nýdáinn biskup á Englandi, að hann hafi jafnan
brennt ræður sínar eptir messu, til að falla eigi í þá al-
tíðu freistni, að fara með ræðuna í annað sinn.
Viðsjárverðust í hugvekju leikm. eru þessi orð : »Vjer
þurfum eigi svo mjög að sökkva oss niður í fornöldina,
eða fálma fyrir oss í öðrum huldum heimum, til að verða
varir við dýrð Guðs, þetta má finna nær á hverri stundu«.
Mig skyldi alls eigi furða, þótt einhver segði, að þessi
orð ættu eigi heima í Kbl. En það var eigi sízt vegna
þessara orða, að greinin birtist hjer. I þeim dylst hugs-
unarháttur, sem er svo ofarlega í mörgum, að liann verð-
ur að koma fram, verður að fá að brjótast út og það þá
enda í þetta sinn í sjálfu Kbl., en sem Kbl. hlýtur alvar-
lega að berjast á móti, bæði benlínis og óbeinlínis. Orðin
sýnast að vísu mjög meinlaus, en í þeim virðist mjer að
felist sú hugsun, að prestar megi í prjedikun sinni yfirgefa
að mestu eða öllu opinberunina í heilagri ritningu, en halda
sjer að eins eða að mestu leyti við opinberun Guðsísam
vizkunni og í náttúrunnar ríki. En þá'væri grundvellin-
um kippt uudan kristindóminum.
Vjer viljum »prjedika um verk Guðs í náttúrunnar
og náðarinnar ríki á yfirstandandi tíma«, svo jeg viðhafi