Kirkjublaðið - 01.11.1892, Side 9

Kirkjublaðið - 01.11.1892, Side 9
201 sumir menn misskilið og rangfært. Þeir segja að þetta stig heimti engan undirbúning og jeg vilji ráðleggja öll- um að »tala upp úr sjer undirbúningslaust«. Þetta er hrópleg rangfærsla á orðum mínum og sá mesti misskiln- ingur sem hugsazt getur. Eins og jeg tek fram í »Alda- mót«, þá er þetta ræðustig »eigi fyrir alla«. í fyrsta lagi er það fyrirþá eina, sem Quð hefirgefið þann »hæfi- legleika« að geta hugsað eins fljótt og þeir tala. Sá »hæfi- legleiki« er sjerstök Guðs gjöf, þótt hann vaxi og styrk- ist við æfinguna. Slika Quðs gjöf hafði t. a. m. Spurgeon þegið. í öðru lagi heimtar þessi ræðuaðferð langmestan undirbúning. Hún heimtar, eins og ritstjóri »Kbl.« kemst að orði, »lestur, hugsun og bæn margra ára«. Þettaræðu- stig er að eins fvrir þá, sem hafa gjört ræðugjörð og ræðuhald svo að segja að einasta lífsstarfi sínu. Þessi ræðuaðferð heimtar djúpa og víðtæka kristilega þekking, sterka lifandi trú, kærleika til Guðs og manna, stöðuga bæn um aðstoð Guðs anda og daglega æfing í kristilegu ræðuhaldi. Eins og jeg tek fram i »Aldamót«, þá ræð jeg öllum eindregið frá að freista þessarar ræðuaðferðar »að óþörfu«. Enginn prestur má stíga óviðbúinn í stól- inn, nema hann sje neyddur til þess. Slík atvik geta komið fyrir í lífinu, þótt sjaldan sje. Og þá getur sá einn með Guðs aðstoð stigið öruggur í stólinn, sem hefir gjört ræðuhald að sínu einasta æfistarfi. Svo mikinn undirbún- ing þarf þessi ræðuaðferð. I »Kbl.« II, 5. er önnur grein um þetta efni. Ein- hver »{3« vill þar færa Ciceró fram sem vitni gegn mier. En sú vitnaleiðsla er bvggð á mesta miskilningi. Ciceró heimtar rækilegan undirbúning. Hið sama gjöri jeg. Ciceró ræður mönnum til að »taka sjer einn tíma til að hugsa og annan til að tala«. Hið sama gjöri jeg. Því jeg heimta, að ræðumaðurinn verji öllnm hvíldarstundum sinum til að hugsa um það, sem hann ætlar að tala um í ræðustólnum. — Enginn getur elskað Ciceró meir en jeg. Og að því, er snertir ræðuaðferð hans, vil jeg eigi vera á öðru máli en hann. En ræðutegund Cicerós er alveg ólík kristilegri prjedikun, enda eru þær óskyldar að eðli og uppruna.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.