Kirkjublaðið - 01.11.1892, Síða 14

Kirkjublaðið - 01.11.1892, Síða 14
206 sem íieilla mig af vegi. En lát mjer skína ljós þín blíð svo langt jeg villist eigi. Og reis mig fallinn fætur á svo frelsi þitt jeg sjái, og þegar lífi’ eg leysist frá að líf jeg eilíft fái. Fr. Fr. Frá hjeraðsfundum 1892. Hjeraðsfund Árnesinga, 13. sept., sóttu 9 prestar af 11 og 12 safnaðaríulltrúar af 27. Fundurinn samþykkti »að framvegis sjeu haldin í hverju prestakalli prófastsdœmisins vorpróf á börnum 12 ára gömlum og eldri af rnanni, sem í þessu skyni færi um alla sýsluna og væri viðstaddur við próf á börnunum sem prófdómari ásamt prestum og sóknarnefndarmönnum«. Kvartað var um að nægilega færa um- gangskennara vantaði í ýmsum prestaköllum sog var talið nauð- synlegt, að fundarmenn væru þess eggjandi, að sem flestir leituðu sjer tilsagnar í kennara-skólanum í Flensborg«. Sunnudagaskóla- hald þótti vel framkvæmanlegt og mjög æskilegt á Eyrarbakka og í Stokkseyrarhveríi. Fund. áleit »þörf á að brýna það fyrir mönnum í prófastsdæminu, að láta börn sín kynna sjer stutt ágrip af biflíu- sögum, áður en þau byrja að læra barnalærdómsbókina«, og óskaði að fá heppilegri biflíusögur, stuttar og auðveldar. Tala altarisgöngufólks reyndist að hafa »minnkað stórum« sið- an 1881; »sem fyrstu tilraun til að reyna að ráða bót á þessu, komu prestarnir sjer saman um, að grennslast nákvæmlega eptir því við húsvitjun á hverju heimili, hverjir hefðu verið til altaris á árinu«. Messuföll voru við líka mörg 1891 og 1881. Til kristniboðs og skólans vestra áleit fundurinn eigi að þessu sinni fært að leita samskota vegna þess að árferði væri svo örð- ugt sem hugsazt getur. Fund. var þó þessu hlynntur, einkum skólanum. Fund. var »mótfallinn því að að nokkur breyting sje gjörð á helgidagalöggjöflnni, nema hún sje áður borin undir alla hjeraðs- fundi á landinu«. Lolts ítrekaði fund. áskorun sína til kirkjustjórnarinnar um sfrurnvarp til nýrra kirkjulaga, sem meðal annars hafl inni að halda ákvarðanir um gagngjörða breytingu á tekjum kirkna og presta«, og áskorun sína til biskups, að gefa sóknarnefndum er- indisbrjef.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.