Kirkjublaðið - 01.11.1892, Qupperneq 16

Kirkjublaðið - 01.11.1892, Qupperneq 16
208 Prestskosnlng fór fram á Eyrarbakka 12. okt., og fjekk sjera Ólafur Helgason í Gaulverjabæ öll atkvæðin, 160 af 228. Á prestaskólanum eru 11, aí) eins 2 í yngri deild. Bindindi presta. Bindindisyíirlýsingin frá sjera StefániJóns- syni á Staðarhrauni kom of seint til þess að hann gæti fyllt hóp- inn í októberblaðinu. —---------- Manning kardínáli, mesti Agætismaður, sem andaðist í byrj- un þessa árs, var mikill barnavinur. Hann sagöi eitt sinn vini sínum þetta sögukorn: »Jeg gekk niður strætið og mætti drenghnokka, glöðum í bragði; hann var fátæklega búinn, en hýr og greindarlegur; svipurinn var fölur en hreinn. Jeg gat ekki stillt mig um að ávarpa hann«: »Heyrðu mig, góðurinn minn, hvað segir þú til, hvert ertu að fara með þetta, sem þú heldur á«? »Þangað«, sagði drengurinn, og benti á hús í smíðum, »jeg á að finna hann föður minn«. »Hvaða maður er hann faðir þinn?«, spurði jeg. »Hann er tirnburmaður, herra minn«, svaraði drengurinn. sÞettafjekk svo mikið á mig«, sagði kardínálinn í hægum róm. »Sonur timburmanns hafði orðið á vegi fyrir mjer. Drottinn minn var einu sinni iítili vikasveinn eins og þessi drengur«. — »Ó þá dýpt kærleikans í Kristi«, bætti hann við með tárin í augunum. Svo endaði hann talið með því að segja frá því látlaust, alveg eins og sjálfsögðu, að hann hefði þegar snúið við heim og sent allt, sem hann gat gefið í það skiptið, til kærleiksstofnana fyrir fá- tæk börn. Myndin. Þýzkur myndasmiður, segir sagan, haf ði varið mörg- um árum til að höggva mynd Krists í marmara. Þegar myndin var fullgjör, sótti hann barn inn til sín og spurði það, hvaða maður þetta væri. »Einhver mikill maður«, sagði barnið. Listamanninum fannst fátt um, ónýtti myndina og byrjaði á nýjan leik, og þegar nýja myndin var búin, eptir langan tíma, fjekk hann aptur barn til að dæma um hana. Barnið horfði um stund þegjandi á myndina, táraðist og sagði: »Leyfið börnunum að koma til mín«. Takist kennurunum að sýna börnunum rjetta mynd af Jesú Kristi, þá standa hjörtu barnanna opin fyrir honum. 1. árgangur K1» 1., endurprentaður, 75 a., í Yh. 25 ots, fæst hjá útsölumönnum og útgef. Kirkjublaðið, 2. árg., 15 arkir, 1 kr. 50 a. Hjá flestöllum prestum og bóksölum. Borg. f. 15. júlí. — Erl. 2 kr., í V.-h. 60cts Inn á livert einasta heimili. Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. Isl. í V.-h. 12 arkir, 7. árg. Ritstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Kvík o. fi. víðsv. um land. Sæbjörg, mánaðarblað með myndum, 1. árg. Ritstj. sr. 0. V. Gíslason. Send bjargráðan., hjer 1 kr. 50 a., erl. 2 kr. Afgr.st. Isaf. RITST.IÓRI: ÞÓRHALLUR BJARNAUSON. Prentað i Íaafoldar prentamiðju. Reykjavik. 1892.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.