Kirkjublaðið - 01.11.1892, Blaðsíða 7
ritstjóri »Kbl.« lýsti því yfir, að hann sje mjer »yflr höfuð
samdóma«.
I »Kbl.« II, 4. rita tveir ónafngreindir prestar móti
því að priedika blaðalaust. Ritstjórinn svarar þeim og
kann eg honum beztu þakkir fyrir öll hans orð umþetta
efni. Jeg get skrifað undir þau með honum orði til orðs.
En athugasemdir prestanna þurfa frekari leiðrjettingar við.
Jeg verð því að biðja um rúm í »Kbl.« til að leiðrjetta
aðalmisskilning þeirra í máli þessu. Iþessari grein minni
leiði-jeg að eins þrjá aðalvotta fram. Og vottar minir
eru prestarnir Henry Ward fíeecher. Gharles Haddon Spur-
geon og T. de Witt Talmage. Allir þessir menn eru heims-
frægir ræðumenn. Rit þeirra um þetta' efni liggja prent-
uð fyrir allra augum.
Aðalmisskilningur manna á þessu máli liggur í því,
að þeir blanda saman tveimur aðgreindum ólíkum atrið-
um. Þeir blanda saman undirbúning ræðunnar og fram-
burði hennar.
Undirhúningur rœðunnar (Preparation of sermons) er
einkamál (private) hvers einstaks ræðumanns. Undirbún-
ingurinn er margbreytilegur, því þar er eigi hægt að
heimta sömu aðf'erð af öllum. Sjerhver ræðumaður á að
hafa þá undirbúningsaðferð, sem bezt á við »hæfilegleika«
lians. Þannig hafa og þessir vottar mínir haft sína undir-
búningsaðferðina hver. Beecher tók saman ræðu sína i
huganum, en skrifaði hana sjaldan áður en hann flutti
hana. Spurgeon skrifaði venjulega hjá sjer aðalefni ræð-
unnar og sundurliðun þess, áður en hann stje í stólinn.
Tálmage skrifar venjulega alla ræðuna orði til orðs, áður
en hann flytur hana. Þannig getur undirbúningurinn
verið margbreyttur. Og opt er það gott fyrir ræðumann-
inn að breyta um undirbúningsaðferðina og hafa eigi
ávallt hina sömu.
Framburður rœðunnar (Delivery of sermons) er alls-
herjar mál. Það snertir eigi að eins ræðumahninn sjálf-
an, heldur einnig tilheyrendurna. Iframburðaraðferðin
við allar ræður er þess vegua ein og hin sama. Og þessi
bezta, fullkomnasta, þessi eina rjetta framburðaraðferð,
þegar um ■ ræðu er að tala, er: að flytja rceðuna hlaða-