Kirkjublaðið - 01.11.1892, Síða 10

Kirkjublaðið - 01.11.1892, Síða 10
202 Ræðuteguud sú, sem vjer köllum prjedikun, er alveg ókunn í hinum heiðna heimi. Hún var algjörlega ókunn ræðumönnum Grikkja og Rómverja. Hún er eingöngu byggð á ritningunni. Og fyrirmynd hennar eru ræður frelsarans, spámannanna og postulanna. Ef íslenzkir prest- ar vildu kynna sjer latínsk og grísk mælskurit til þess að geta lagað prjedikanir sínar eptir reglum kristilegrar málsnildar, þá mætti benda þeim á Águstín, Jóhannes gullmunn o. fl. En ráðlegra væri þeim óefað, að kynna sjer rit nýrri tima um allt það, sem prjedikun snertir. Þau rit eru mörg til, eins og hver einasti guðfræðingur veit og þekkir. —--------------- Prjedikunaraðferð presta. »Röddin« frá presti hefir eigi náð í þetta blað. Sannleiksatriðið athugaverða hjá leikmanninum síðast er það, að presturinn lifi i og með tímanum, svo að hann slái eigi á hljómlausa strengi. Það er hin gamla áminn- ing, að »kaupa hinn hentuga tíma«. Slík áminning þarf alltaf að brýnast fyrir orðsins boðurum, en leikm. fer of langt, þar sem hann virðist heimta, að presturinn hagi sjer eingöngu eptir hvarflandi hugarástandi safnaðarins. I blíðu sumarsins er eigi síður en í skammdegis-kuldanum ástæða til þess að tala um syndina og náðina. Jeg er hjartanlega samdóma leikm. um það, að texta- valið, að undanteknum minningarhátíðum kristninnar, eigi að vera frjálst á prjedikunarstól, af þvi að jeg ber það traust til íslenzkra presta, að þeir mundu engu siður eptir sem áð- ur halda sjer við grundvallaratriði allrar kristindómsboðun- ar, að prjedika Krist og hann krossfestan. Jeg hef áður lýst skoðun minni á blaðalausu prjedikuninni. Um það mál er rækileg grein frá aðaltalsmanninum í þessu tölubl., og þarf jeg ekki að endurtaka, hvar jeg er honum sam- dóma og í hverju okkur skilur. Það er rjett og góð bending hjá leikm., að presturinn geti kryddað ræðu sína með hverju því, sem stundin býður. Mjer eru minnistæð orð, sem jeg hevrði eptir sjera Þórði heitnum Jónassen i Reykholti, þegar hann kom í Norðtungukirkju nýbyggða.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.