Kirkjublaðið - 01.11.1892, Qupperneq 5
197
komið sú mergð fiska, sem nægir til að metta margar
þúsundir manna. Og af hinum litlu frækornum, sem
lögð eru í jörðina, getur komið efni í brauð handa ótal
mörgum mönnum. Hvorugan þessara náttúruviðburða,
sem vjer svo opt sjáum, geta heímsins mestu náttúru-
fræðingar skýrt til neinnar hlítar. — Þannig má telja
margt upp, sem engu síður er furðanlegt en kraptaverk
ritningarinnar. Og hví skyldu þau þá vera ómöguleg?
En hví hefir Drottinn þá viljað gjöra kraptaverk?
Það vitum vjer ekki að öðru leyti en því, sem ritningin
gefur oss vísbendingu um það á stöku stöðum. Og það
er nægileg vitneskja fyrir þá, sem trúa, því, að hún sje
Guðs orð. En þó að vjer ekkert vissum um það, hví
Guð hefir viljað gjöra kraptaverk á vissum tímum og
vissum stöðum, þá er sú ráðstöfun Guðs ekki hóti undar-
legri en mörg önnur ráðstöfun hans, er vjer þó sjáum
eða reynum svo að segja daglega. En nokkuð vitum vjer
þó um tilgang Guðs með kraptaverkin. Optast nær virð-
ast þau hafa verið gjörð til að kenna mönnum að trúa.
»Þjer trúið ekki, nema þjer sjáið tákn og stórmerki«,
sagði Jesús. Ef hann væri uppi nú á dögum er ekki
ólíklegt að hann segði: »Þjer trúið ekki, þó að þjer sjáið
tákn og stórmerki«, eða jafnvel við suma: »Þjer trúið
ekki, af því að þjer sjáið tákn og stórmerki«.
Eitt af því, sem hefir hneykslað menn í tilliti til
kraptaverkanna, er það, að þeim hefir ekki haldið áfram,
og að þau ekki eru gjörð enn í dag. Þetta er eitt af
því marga í ráðstöfunum Guðs, sem vjer ekki skiljum til
fulls. En vjer getum þó vel ímyndað oss, að það sje
einkum af því, að kraptaverka þurfi ekki lengur við, og
jafnvel, að þau nú gætu orðið eins skaðleg eins og þau
áður voru nauðsynleg. Fyr meir leiddu kraptaverkin
marga til trúar; nú sýnist svo, sem þau miklu fremur
mundu æsa marga til vantrúar. Og þá er ekki von, að
þeim sje haldið áfram. Kraptaverkin, hin einstöku
kraptaverk, voru gjörð fyrir barnslegá hugsandi kyn-
slóð. Nú er kynslóðin, þrátt fyrir alla fávizku, allt
annað en barnslega hugsandi. Nú heimta menn að
geta skilið hvað eina. Og vjer höfum nú á dög’-