Kirkjublaðið - 01.11.1892, Qupperneq 13
205
er fengið, þá verða þær uppbyggilegar, enda þótt þær
sjeu ekki neitt framúrskarandi »lærðar« eða djúphugsað-
ar. Þær verða þá lifandi orð í hjörtum safnaðarins, og
það er það, sem á ríður.
Takist prestinum ekki að ávinna sjer elsku og traust
sóknarbarna sinna með því, að vera í samvinnu með
þeim, þá er mjög hætt við, að þeim hinum sama takist
það ekki betur með því, að vera einangraður frá þeim,
nema að eins í embættisverkunum, sem hann gjörir meðal
þeirra.
Þess meir sem prestur er laus við alla samvinnu
með sóknarbörnum sínum í daglega lífinu, þess hættara
er við, áð ræður hans — hversu góðar sem þær eru —
verði í eyrum þeirra eins og »hljómandi tnálmur og
hvellandi bjalla«.
Þegar rætt er um þetta mál, ríður á að gefa þessari
hlið þess alvarlegan gaum.
Br. J.
B æ n.
Þú Drottinn Guð, sem græðir sár,
sem grafast dýpst i hjörtu,
þú sem öll þerrar tregatár
með trúarljósi björtu;
mig láttu aldrei einan hjer,
nje umsjón svipt mig þinni,
og lát mig ætíð lifa þjer,
svo líkn og náð jeg finni.
Þitt orð mjer veri vega ljós,
að villist jeg ei frá þjer,
svo aldrei vilji’ eg öðlast hrós,
sem ei hef’r gildi hjá þjer.
Ó, lát mjer orð þitt skína skært,
þótt skyggi’ í sálu minni,
svo þar jeg fái list þá lært •
að lifa í speki þinni.
í heimi eru hrælog tíð,