Kirkjublaðið - 01.11.1892, Side 4
kraptaverk, sem ritningin getur um, sjeu gjörð af monn-
um. En hjer ber að sama brunni. Ef Guð er almáttug-
ur, hví skyldi hann þá ekki hafa getað gefið mönnum
mátt til að gjöra kraptaverk? Ef hann ekki gæti það,
væri hann ekki almáttugur. Það er einnig auðvitað, að
öll þau kraptaverk, sem ritningin segir frá, eru gjörð
með Guðs krapti, eða með öðrum orðum, að Guð hefir
sjálfur verkað í þeim, sem hann hefir veitt mátt til að
framkvæma kraptaverk.
Að því er snertir hin einstöku kraptaverk, sem get-
ur um í ritningunni, þá eru þau raunar oss öll óskiljan-
leg, er vjer miðum þau við þá krapta náttúrunnar, er vjer
þekkjum einhver deili á. Eu ef vjer gætum glöggt að,
eru þau í rauninni engu furðanlegri en svo margt annað,
sem vjer daglega sjáum og þreifum á. Með því að rúmið
í þessari litlu grein ekki leyfir að rekja öll kraptaverkin,
sem koma fyrir í ritningunni, má að eins taka einhver fá
af kraptaverkum Krists til dæmis. Hvaða kraptaverk
gjörði hann optast? Hann læknaði marga sjúka, er ólækn-
andi reyndust með mannlegum ráðum. Gjörir Drottinn
það ekki enn? Ilaf'a ekki margir sjúklingar, sem virtust
aðfram komnir og ekki eiga annað eptir en að gefa upp
andann, komizt aptur til góðrar heilsu? Og jafnvel lærð-
ustu læknar hafa ekkert skilið í því, hvernig þeir fóru
að lifna við aptur. — Jesús upp vakti einnig dána. Þetta
sýnist enn undarlegra. En það er þó ekkert furðanlegra
að dáinn maður vakni til iífsins, en það, að hann í fyrstu
hefir fengið lífið. — Jesús kyi’rði vind og sjó. Gjörir
Drottinn slíkt ekki enn? Hversu opt ógna veður og sjór
að steypa hinum veiku manneskjum, en þá hastar Drott-
inn á vindinn og sjóinn og fleytir mönnum optast nær
heilum og lífs til lands. — Jesús breytti vatni í vín.
Gjörir Drottinn ekki enn margar þær efnabreytingar í
náttúrunni, sem mannleg vísindi geta enga grein gjört
fyrir?, og hversu margt breytist í aðra mynd, sem virð-
ist allt eins fjarstætt og það, þó að vatn yrði að víni! —
Jesús mettaði nokkrar þúsundir manna af fáeinum fisk-
um og brauðum. Gjörir Drottinn ekki fyrir augum vor-
um líkt kraptaverk? Af einum tveimur smáfiskum getur