Kirkjublaðið - 01.11.1892, Page 8

Kirkjublaðið - 01.11.1892, Page 8
200 laust. — Sbr. orð min í »Aldamót« bls. 138—142 um þetta efni. — Allir vottar mínir eru mjer samdóma um þetta. Allar þeirra viðfrægu ræður eru fluttar blaðalaust. Beecher vitnar til frelsarans og postulanna og segir, að allir prest- ar eigi »að tala« en ekki að lesa upp ræður sínar. Spur- geon gefur öllum þá reglu: »Lesið ekki upp ræðu yðar af blöðum*. »Það er pappirsbragð að öllum upplestri«. Tilheyrendurnir eiga eríitt með að »melta skrifpappir«. Talmage segir: »Sá sem ekki getur prjedikað,: þegar hann hefir gleymt blöðunum sínum eða gleraugunum, hann ætti aldrei að reyna að prjedika«. — Sumarið 1887 talaði jeg um þetta efni við prest einn í Danmörku, sem prje- dikar fyrir fullri kirkju allt árið um kring. Hann sagði blátt áfram við mig: »Ef jeg færi að lesa upp ræður mínaraf blöðum, þá mundi jeg missa meiri hluta tilheyr- anda minna«. Prestarnir í »Kbl.« viðurkenna að blaðalaus prjedikun sje áhrifameiri og fullkomnari en upplestrarprjedikun. Jeg er þeim einkar þakklátur fyrir þessa viðurkenning. — En þeir eru hræddir um, að islenzkir prestar sjeu eigi færir um blaðalausa prjedikun, því »það sje ekki heiglum hent«. Þetta er misskilningur. Allirmenn með meðalgáfum geta lært að fiytja ræður blaðalaust. Prestar annara þjóða eru ljóst dæmi upp á þetta. Þeir prjedika almennt blaða- laust. Og hvers vegna skyldu þá ekki íslenzkir prestar geta það? Prestarnir í »Kbl.« eru auk þess sann- færðir um, að islenzkir prestar sjeu jafnfærir ræðumenn og prestar annara þjóða. Hvers vegna vantreysta þeir þá íslenzku prestunum í þessu efni? Þingmennirnir á Islandi flytja ræður sínar blaðalaust i þinginu, þótt mörg- um þeirra hafi ekkert verið kennt i ræðugjörð eða ræðu- haldi. Ættu þá ekki prestarnír að geta fiutt ræður sínar blaðalaust? Þeir hafa lært ræðugjörð og »framburð«, og þeir hafa meiri æfing í ræðuhaldi en nokkur önnur stjett á landinu. I »Aldamót« skipti jeg »hinni nýju prjedikunaraðferð« í þrjú aðalstig. Þriðja stigið er það, þegar prjedikarinn stígur alveg óviðbúinn i stólinn, verður að tala óviðbúinn »bæði að því er efni og orð snertir«. Þessi orð mín hafa

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.